Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Agnar Már Másson skrifar 17. ágúst 2025 11:01 Aðalmeðferð hefst eftir rúma viku. Vísir/Anton Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögnum málsins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið. Blaðamaður DV tók í byrjun mánaðar viðtal við Matthías Björn Erlingsson, sem er 19 ára, en mbl.is greinir frá því í dag að viðtalið sé hluti af gögnum málsins. Væntanlega verður hann Matthías spurður út í innihald viðtalsins en aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst. Matthías er ákærður ásamt tveimur öðrum, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Stefáni Blackburn, fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar í tengslum við andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára, sem lést eftir langvarandi misþyrmingar í mars. Þá er ung kona einnig ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni og annar maður fyrir fjárkúgun. Matthías neitaði sök í viðtalinu við DV og sagði sig hafa verið leiksopp annarra sakborninga. Vildi hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, væri meiri en hans. Matthías harmaði atburðinn og sagðist hafa beðið fjölskylduna afsökunar, þrátt fyrir að telja sig saklausan. Það vekur athygli að lögmaður Lúkasar Geirs hafi lagt viðtalið fram en ekki lögmaður Matthíasar, að því er fram kemur í grein mbl.is, sem segir sínar heimildir herma að lögmenn telji viðtalið ígildi skýrslugjafar. Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í byrjun mánaðar að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Blaðamaður DV tók í byrjun mánaðar viðtal við Matthías Björn Erlingsson, sem er 19 ára, en mbl.is greinir frá því í dag að viðtalið sé hluti af gögnum málsins. Væntanlega verður hann Matthías spurður út í innihald viðtalsins en aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst. Matthías er ákærður ásamt tveimur öðrum, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Stefáni Blackburn, fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar í tengslum við andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára, sem lést eftir langvarandi misþyrmingar í mars. Þá er ung kona einnig ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni og annar maður fyrir fjárkúgun. Matthías neitaði sök í viðtalinu við DV og sagði sig hafa verið leiksopp annarra sakborninga. Vildi hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, væri meiri en hans. Matthías harmaði atburðinn og sagðist hafa beðið fjölskylduna afsökunar, þrátt fyrir að telja sig saklausan. Það vekur athygli að lögmaður Lúkasar Geirs hafi lagt viðtalið fram en ekki lögmaður Matthíasar, að því er fram kemur í grein mbl.is, sem segir sínar heimildir herma að lögmenn telji viðtalið ígildi skýrslugjafar. Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í byrjun mánaðar að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43
Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35