Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Smári Jökull Jónsson og Agnar Már Másson skrifa 16. ágúst 2025 12:59 „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um,“ segir slökkviliðsmaður um ástandið á Kjarvalsstöðum. Annars staðar var staðan ekki eins góð. Samsett mynd Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum. Gríðarlegt vatnsveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær en á fjörutíu mínútna tímabili var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út átján sinnum vegna vatnsleka. Mestur viðbúnaður var við Kjarvalsstaði en þar flæddi vatn inn í kjallara þar sem listaverk eru geymd. Betur fór en á horfðist og er talið að tjón hafi aðeins orðið á innanstokksmunum að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu. „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um. Sem betur fer náðist að dæla þessu í burtu áður en hlaust af tjón,“ segir Guðmundur hjá slökkviliðinu. Þá var slökkviliðið kallað að Hafnarhúsinu þar sem vatn hafði einnig komist inn sem og í heimahús. „Síðan eru þetta heimahús að vatn í flestum tilfellum kom upp úr klósettum eða niðurföllum. Það er ágætis áminning núna fyrir haustin að fylgjast vel með fráveitukerfinu okkar.“ Á tímabili voru allar stöðvar slökkviliðsins uppteknar í verkefnum og því þurfti að forgangsraða. „En við þurfum að fara á svæðið og meta hvert útkall fyrir sig. Svo hjálpuðum við íbúum í nokkrum húsum með því að fara með dælur til þeirra og skilja eftir þannig að íbúarnir sáu sjálfir um að dæla vatninu út, við sköffuðum bara búnað,“ segir Guðmundur. „Vissulega varð töluvert eignatjón hjá einhverjum íbúum á höfuðborgarsvæðinu þar sem innanstokksmunir og hlutir skemmdust þar sem flæddi upp úr niðurföllum og klósettum í kjöllurum. Við sáum eitthvað af tjóni en ég get ekki slegið á verðmæti, þetta getur verið töluvert tjón fyrir fólk.“ Þá urðu margir varir við þrumu- og eldingaveður sem gekk yfir á sama tíma. Sundlaugar voru tæmdar og þá er fólki ráðið frá að nýta heita potta við heimahús í slíku veðri. „Það er öruggast fyrir okkur það sjaldan þegar það gerist að það kemur eldingaveður á höfuðborgarsvæðinu að halda sig innandyra rétt á meðan það gengur yfir,“ sagði Guðmundur. Vatn Veður Slökkvilið Söfn Reykjavík Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Gríðarlegt vatnsveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær en á fjörutíu mínútna tímabili var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út átján sinnum vegna vatnsleka. Mestur viðbúnaður var við Kjarvalsstaði en þar flæddi vatn inn í kjallara þar sem listaverk eru geymd. Betur fór en á horfðist og er talið að tjón hafi aðeins orðið á innanstokksmunum að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu. „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um. Sem betur fer náðist að dæla þessu í burtu áður en hlaust af tjón,“ segir Guðmundur hjá slökkviliðinu. Þá var slökkviliðið kallað að Hafnarhúsinu þar sem vatn hafði einnig komist inn sem og í heimahús. „Síðan eru þetta heimahús að vatn í flestum tilfellum kom upp úr klósettum eða niðurföllum. Það er ágætis áminning núna fyrir haustin að fylgjast vel með fráveitukerfinu okkar.“ Á tímabili voru allar stöðvar slökkviliðsins uppteknar í verkefnum og því þurfti að forgangsraða. „En við þurfum að fara á svæðið og meta hvert útkall fyrir sig. Svo hjálpuðum við íbúum í nokkrum húsum með því að fara með dælur til þeirra og skilja eftir þannig að íbúarnir sáu sjálfir um að dæla vatninu út, við sköffuðum bara búnað,“ segir Guðmundur. „Vissulega varð töluvert eignatjón hjá einhverjum íbúum á höfuðborgarsvæðinu þar sem innanstokksmunir og hlutir skemmdust þar sem flæddi upp úr niðurföllum og klósettum í kjöllurum. Við sáum eitthvað af tjóni en ég get ekki slegið á verðmæti, þetta getur verið töluvert tjón fyrir fólk.“ Þá urðu margir varir við þrumu- og eldingaveður sem gekk yfir á sama tíma. Sundlaugar voru tæmdar og þá er fólki ráðið frá að nýta heita potta við heimahús í slíku veðri. „Það er öruggast fyrir okkur það sjaldan þegar það gerist að það kemur eldingaveður á höfuðborgarsvæðinu að halda sig innandyra rétt á meðan það gengur yfir,“ sagði Guðmundur.
Vatn Veður Slökkvilið Söfn Reykjavík Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira