Innlent

Vatnstjón á Kjarvals­stöðum og sau­tján öðrum stöðum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Slökkviliðið er á vettvangi fyrir utan Kjarvalsstaði.
Slökkviliðið er á vettvangi fyrir utan Kjarvalsstaði. Vísir/Árni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í átján útköll vegna vatnstjóns á höfuðborgarsvæðinu á um tveimur klukkustundum. Meðal útkalla var vatnstjón á Kjarvalsstöðum.

„Vatnstjón eins og svo víða í Vesturbæ Reykjavík,“ segir Þórarinn Þórarinsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um viðbragð slökkviliðsins við Kjarvalsstaði.

Frá klukkan fjögur síðdegis til klukkan sex bárust átján tilkynningar um vatnstjón.

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Kjarvalsstaða, segir vatn hafa safnast saman í kjallara listasafnsins, þar sem listaverkageymslurnar eru. 

„Við vitum ekki hvert tjónið er en það er verið að dæla út vatni og skafa vatn í burtu,“ segir hún í samtali við fréttastofu.

„Við sjáum ekki að það hafi verið orðið skemmdir á listaverkum.“

Hún segir að einvarðalið sé nú á vettvangi sem leggi hönd á plóg að koma öllu vatninu út en líklega hafi tjónið orðið vegna mikils álags á frárennsliskerfið. Einhverja innanstokksmuni þurfi líklega að endurnýja en talið er að listaverkin séu heil á húfi.

Mikil úrhellisrigning var um tíma á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×