„Hamfarir og ekkert annað“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2025 20:26 Gunnar Örn Petersem er framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir umfang spjallanna ekki liggja fyrir en að útlitið sé svart. „Það er kannski aðeins of snemmt að segja til um heildarumfang atburðarins en fyrir Haukadalsá lítur þetta mjög illa út. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum í dag frá Fiskistofu eru þetta á annað hundrað fiskar sem þeir telja að geti verið eldislaxar sem eru þarna á neðstu stöðunum í ánni. Það gæti bent til þess að þetta sé gríðarlega stór atburður,“ segir Gunnar. Hann segir atburðinn margfalt stærri en slysasleppingin sem varð í kví Arctic Sea Farm árið 2023. Gunnar vonast einnig til þess að megnið af eldislaxinum sloppna hafi leitað í Haukadalsá. Ímynd stangveiða á Íslandi beri tjónið Er hægt að fullyrða að þetta komi frá Arctic Sea Farm? „Nei, það er of snemmt. Það þarf að erfðagreina fiskinn sem verður gengið strax í og í kjölfarið er hægt að greina úr hvað a kví hann kom,“ segir Gunnar. Eftirmál slysasleppingarinnar 2023 sjást enn skýr merki um, að sögn Gunnars. „Villtir laxastofnar bera það tjón enn þá í dag og það náðist ekkert allur fiskurinn sem slapp. Veiðiréttarhafar og veiðifélög bera einnig tjónið og hafa ekki fengið endurgreiddan þann kostnað sem þeir lögðu út. Ímynd stangveiða á Íslandi ber þetta tjón líka,“ segir Gunnar. Eftirliti ábótavant Hann segir eftirliti með sjókvíaeldi verulega ábótavant. „Eins og skýrsla ríkiendurskoðunar á sínum tíma tók á eru margar brotalamir í því. MAST hefur einnig kvartað sáran undan þessu, að þeir hafi bara ekki nægar heimildir og fái ekki skýrslur nógu oft. En stóri gallinn er náttúrlega að fyrirtækin hafi bara eftirlit með sjálfum sér og þriðji aðilinn sér um það eftirlit og það eru engar sérstakar reglur um hvernig hann skuli hljóta viðurkenningu,“ segir hann. Ef þetta er allt saman rétt, er hægt að tala um umhverfisslys? „Það er alveg ljóst. Fyrir Haukadalsá eru þetta þegar orðnar hamfarir. Auðvitað vonar maður það besta en ef útlitið í Haukadalsá gefur einhverja vísbendnigu um dreifinguna á fisknum eru þetta hamfarir og ekkert annað,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir umfang spjallanna ekki liggja fyrir en að útlitið sé svart. „Það er kannski aðeins of snemmt að segja til um heildarumfang atburðarins en fyrir Haukadalsá lítur þetta mjög illa út. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum í dag frá Fiskistofu eru þetta á annað hundrað fiskar sem þeir telja að geti verið eldislaxar sem eru þarna á neðstu stöðunum í ánni. Það gæti bent til þess að þetta sé gríðarlega stór atburður,“ segir Gunnar. Hann segir atburðinn margfalt stærri en slysasleppingin sem varð í kví Arctic Sea Farm árið 2023. Gunnar vonast einnig til þess að megnið af eldislaxinum sloppna hafi leitað í Haukadalsá. Ímynd stangveiða á Íslandi beri tjónið Er hægt að fullyrða að þetta komi frá Arctic Sea Farm? „Nei, það er of snemmt. Það þarf að erfðagreina fiskinn sem verður gengið strax í og í kjölfarið er hægt að greina úr hvað a kví hann kom,“ segir Gunnar. Eftirmál slysasleppingarinnar 2023 sjást enn skýr merki um, að sögn Gunnars. „Villtir laxastofnar bera það tjón enn þá í dag og það náðist ekkert allur fiskurinn sem slapp. Veiðiréttarhafar og veiðifélög bera einnig tjónið og hafa ekki fengið endurgreiddan þann kostnað sem þeir lögðu út. Ímynd stangveiða á Íslandi ber þetta tjón líka,“ segir Gunnar. Eftirliti ábótavant Hann segir eftirliti með sjókvíaeldi verulega ábótavant. „Eins og skýrsla ríkiendurskoðunar á sínum tíma tók á eru margar brotalamir í því. MAST hefur einnig kvartað sáran undan þessu, að þeir hafi bara ekki nægar heimildir og fái ekki skýrslur nógu oft. En stóri gallinn er náttúrlega að fyrirtækin hafi bara eftirlit með sjálfum sér og þriðji aðilinn sér um það eftirlit og það eru engar sérstakar reglur um hvernig hann skuli hljóta viðurkenningu,“ segir hann. Ef þetta er allt saman rétt, er hægt að tala um umhverfisslys? „Það er alveg ljóst. Fyrir Haukadalsá eru þetta þegar orðnar hamfarir. Auðvitað vonar maður það besta en ef útlitið í Haukadalsá gefur einhverja vísbendnigu um dreifinguna á fisknum eru þetta hamfarir og ekkert annað,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga.
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira