„Hamfarir og ekkert annað“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2025 20:26 Gunnar Örn Petersem er framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir umfang spjallanna ekki liggja fyrir en að útlitið sé svart. „Það er kannski aðeins of snemmt að segja til um heildarumfang atburðarins en fyrir Haukadalsá lítur þetta mjög illa út. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum í dag frá Fiskistofu eru þetta á annað hundrað fiskar sem þeir telja að geti verið eldislaxar sem eru þarna á neðstu stöðunum í ánni. Það gæti bent til þess að þetta sé gríðarlega stór atburður,“ segir Gunnar. Hann segir atburðinn margfalt stærri en slysasleppingin sem varð í kví Arctic Sea Farm árið 2023. Gunnar vonast einnig til þess að megnið af eldislaxinum sloppna hafi leitað í Haukadalsá. Ímynd stangveiða á Íslandi beri tjónið Er hægt að fullyrða að þetta komi frá Arctic Sea Farm? „Nei, það er of snemmt. Það þarf að erfðagreina fiskinn sem verður gengið strax í og í kjölfarið er hægt að greina úr hvað a kví hann kom,“ segir Gunnar. Eftirmál slysasleppingarinnar 2023 sjást enn skýr merki um, að sögn Gunnars. „Villtir laxastofnar bera það tjón enn þá í dag og það náðist ekkert allur fiskurinn sem slapp. Veiðiréttarhafar og veiðifélög bera einnig tjónið og hafa ekki fengið endurgreiddan þann kostnað sem þeir lögðu út. Ímynd stangveiða á Íslandi ber þetta tjón líka,“ segir Gunnar. Eftirliti ábótavant Hann segir eftirliti með sjókvíaeldi verulega ábótavant. „Eins og skýrsla ríkiendurskoðunar á sínum tíma tók á eru margar brotalamir í því. MAST hefur einnig kvartað sáran undan þessu, að þeir hafi bara ekki nægar heimildir og fái ekki skýrslur nógu oft. En stóri gallinn er náttúrlega að fyrirtækin hafi bara eftirlit með sjálfum sér og þriðji aðilinn sér um það eftirlit og það eru engar sérstakar reglur um hvernig hann skuli hljóta viðurkenningu,“ segir hann. Ef þetta er allt saman rétt, er hægt að tala um umhverfisslys? „Það er alveg ljóst. Fyrir Haukadalsá eru þetta þegar orðnar hamfarir. Auðvitað vonar maður það besta en ef útlitið í Haukadalsá gefur einhverja vísbendnigu um dreifinguna á fisknum eru þetta hamfarir og ekkert annað,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir umfang spjallanna ekki liggja fyrir en að útlitið sé svart. „Það er kannski aðeins of snemmt að segja til um heildarumfang atburðarins en fyrir Haukadalsá lítur þetta mjög illa út. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum í dag frá Fiskistofu eru þetta á annað hundrað fiskar sem þeir telja að geti verið eldislaxar sem eru þarna á neðstu stöðunum í ánni. Það gæti bent til þess að þetta sé gríðarlega stór atburður,“ segir Gunnar. Hann segir atburðinn margfalt stærri en slysasleppingin sem varð í kví Arctic Sea Farm árið 2023. Gunnar vonast einnig til þess að megnið af eldislaxinum sloppna hafi leitað í Haukadalsá. Ímynd stangveiða á Íslandi beri tjónið Er hægt að fullyrða að þetta komi frá Arctic Sea Farm? „Nei, það er of snemmt. Það þarf að erfðagreina fiskinn sem verður gengið strax í og í kjölfarið er hægt að greina úr hvað a kví hann kom,“ segir Gunnar. Eftirmál slysasleppingarinnar 2023 sjást enn skýr merki um, að sögn Gunnars. „Villtir laxastofnar bera það tjón enn þá í dag og það náðist ekkert allur fiskurinn sem slapp. Veiðiréttarhafar og veiðifélög bera einnig tjónið og hafa ekki fengið endurgreiddan þann kostnað sem þeir lögðu út. Ímynd stangveiða á Íslandi ber þetta tjón líka,“ segir Gunnar. Eftirliti ábótavant Hann segir eftirliti með sjókvíaeldi verulega ábótavant. „Eins og skýrsla ríkiendurskoðunar á sínum tíma tók á eru margar brotalamir í því. MAST hefur einnig kvartað sáran undan þessu, að þeir hafi bara ekki nægar heimildir og fái ekki skýrslur nógu oft. En stóri gallinn er náttúrlega að fyrirtækin hafi bara eftirlit með sjálfum sér og þriðji aðilinn sér um það eftirlit og það eru engar sérstakar reglur um hvernig hann skuli hljóta viðurkenningu,“ segir hann. Ef þetta er allt saman rétt, er hægt að tala um umhverfisslys? „Það er alveg ljóst. Fyrir Haukadalsá eru þetta þegar orðnar hamfarir. Auðvitað vonar maður það besta en ef útlitið í Haukadalsá gefur einhverja vísbendnigu um dreifinguna á fisknum eru þetta hamfarir og ekkert annað,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga.
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira