Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 17:40 Margrét Tryggvadóttir er formaður stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Rithöfundasamband Íslands sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun um hugsanlega misnotkun hljóðbókarfyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu. Formaður sambandsins segir Storytel hafa forgangsraðað sínu eigin efni á kostnað annarra bókmenntaverka. Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn. Í kvörtuninni, sem dagsett er 5. febrúar 2025, óskar lögmaður Rithöfundasambands Íslands eftir því að Samkeppniseftirlitið rannsaki hugsanlega misnotkun fyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu sinni. Í dag barst fréttatilkynning frá Samkeppniseftirlitinu um að hefja á formlega rannsókn á hendur fyrirtækisins Storytel. „Það er þannig að eftir að Storytel kom inn á okkar litla viðkvæma bókamarkað sem er svo lítill að það má eiginlega ekkert út af bregða þá hefur rosalega mikið breyst. Markaðurinn í heild hefur stækkað, Storytel er að hluta til viðbót en það sem hefur gerst er að bóksala hefur minnkað mjög mikið, sérstaklega til einkanota,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður stjórnar Rithöfundarsambands Íslands, í samtali við fréttastofu. „Verð hefur staðið í stað og tekjur höfunda og útgefanda hafa hríðfallið. Við höfundar erum að fá kannski tíu prósent af því sem við fáum fyrir hvert streymi miðað við eintakasölu.“ Erfið samningsstaða rithöfunda Margrét segir íslenska rithöfunda ekki í neinni stöðu til semja um greiðslur fyrir bækurnar sínar á hljóðbókaformi heldur sjái útgefendur þeirra um samningaviðræðurnar. „Svo flækist myndin því að Storytel er líka útgefandi og það eru sumir sem eru bara þar en við erum ekki að móta okkar samninga,“ segir hún. „Við þetta er ekki hægt að una og sérstaklega ekki þar sem þar er bara eitt fyrirtæki á markaðinum og það er ekkert hægt að semja. Það er ekki hægt að fara yfir málin og það er bara vísað á að þessu sé öllu stjórnað frá Svíþjóð og þið eruð bara heppin að fá okkur og alls konar svona.“ Í kvörtuninni segir að þrátt fyrir að kostnaðurinn við að taka upp hljóðbók og undirbúa fyrir streymi sé lítill miðað við kostnaðinn við hefðbundna bókaútgáfu eða ritun bókmennta. Hins vegar borgi það sig ekki að sniðganga Storytel þar sem sniðgangan hafi bein áhrif á kynningu efnis höfundanna í smáforriti og þar af leiðandi hlustanir. Forgangsraði sínu eigin efni Í kvörtuninni segir einnig að Storytel virðist frekar forgangsraða hljóðbókum sem gefnar eru út á þeirra vegum heldur en bókum frá öðrum útgáfum. „Hafa félögin fullyrt þetta sjálf og sagst hafa gert tilraunir með tvo titla eftir sama höfund sem talinn var vel þekktur, þar sem titillinn sem var markaðssettur af Storytel/Storyside með góðri framsetningu í appinu fékk 20-falda hlustun miðað við hinn titilinn sem var ekki markaðssettur með sama hætti,“ segir í kvörtuninni. „Þetta er kannski meginatriðið í okkar kvörtun og það að þegar fyrirtæki eru í markaðsráðandi stöðu, og þetta er bara eina hljóðbókaveitan á Íslandi, þá verður hið opinbera að bera ábyrgð á því að leikreglur séu sanngjarnar. Þannig að allir geti dafnað á markaðinum,“ segir Margrét. Rannsóknin ákveðin viðurkenning Margrét segir það ákveðna viðurkenningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn, þó að engin niðurstaða liggi enn fyrir. „Við vorum búin að safna gögnum og byggja þetta upp en við erum hérna ánægð með að vera tekin alvarlega,“ segir hún. „En svo kom það líka á óvart hvað þetta er stórt því þeir ætla í samstarf við Svíana og móðurfélagið er líka undir. Þar erum við kannski í betri stöðu en systurfélög okkar á Norðurlöndunum því þar eru ef til vill tvær til þrjár og jafnvel fleiri streymisveitur starfandi en hér er bara ein.“ Bókaútgáfa Samkeppnismál Storytel Bókmenntir Tengdar fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. 7. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Í kvörtuninni, sem dagsett er 5. febrúar 2025, óskar lögmaður Rithöfundasambands Íslands eftir því að Samkeppniseftirlitið rannsaki hugsanlega misnotkun fyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu sinni. Í dag barst fréttatilkynning frá Samkeppniseftirlitinu um að hefja á formlega rannsókn á hendur fyrirtækisins Storytel. „Það er þannig að eftir að Storytel kom inn á okkar litla viðkvæma bókamarkað sem er svo lítill að það má eiginlega ekkert út af bregða þá hefur rosalega mikið breyst. Markaðurinn í heild hefur stækkað, Storytel er að hluta til viðbót en það sem hefur gerst er að bóksala hefur minnkað mjög mikið, sérstaklega til einkanota,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður stjórnar Rithöfundarsambands Íslands, í samtali við fréttastofu. „Verð hefur staðið í stað og tekjur höfunda og útgefanda hafa hríðfallið. Við höfundar erum að fá kannski tíu prósent af því sem við fáum fyrir hvert streymi miðað við eintakasölu.“ Erfið samningsstaða rithöfunda Margrét segir íslenska rithöfunda ekki í neinni stöðu til semja um greiðslur fyrir bækurnar sínar á hljóðbókaformi heldur sjái útgefendur þeirra um samningaviðræðurnar. „Svo flækist myndin því að Storytel er líka útgefandi og það eru sumir sem eru bara þar en við erum ekki að móta okkar samninga,“ segir hún. „Við þetta er ekki hægt að una og sérstaklega ekki þar sem þar er bara eitt fyrirtæki á markaðinum og það er ekkert hægt að semja. Það er ekki hægt að fara yfir málin og það er bara vísað á að þessu sé öllu stjórnað frá Svíþjóð og þið eruð bara heppin að fá okkur og alls konar svona.“ Í kvörtuninni segir að þrátt fyrir að kostnaðurinn við að taka upp hljóðbók og undirbúa fyrir streymi sé lítill miðað við kostnaðinn við hefðbundna bókaútgáfu eða ritun bókmennta. Hins vegar borgi það sig ekki að sniðganga Storytel þar sem sniðgangan hafi bein áhrif á kynningu efnis höfundanna í smáforriti og þar af leiðandi hlustanir. Forgangsraði sínu eigin efni Í kvörtuninni segir einnig að Storytel virðist frekar forgangsraða hljóðbókum sem gefnar eru út á þeirra vegum heldur en bókum frá öðrum útgáfum. „Hafa félögin fullyrt þetta sjálf og sagst hafa gert tilraunir með tvo titla eftir sama höfund sem talinn var vel þekktur, þar sem titillinn sem var markaðssettur af Storytel/Storyside með góðri framsetningu í appinu fékk 20-falda hlustun miðað við hinn titilinn sem var ekki markaðssettur með sama hætti,“ segir í kvörtuninni. „Þetta er kannski meginatriðið í okkar kvörtun og það að þegar fyrirtæki eru í markaðsráðandi stöðu, og þetta er bara eina hljóðbókaveitan á Íslandi, þá verður hið opinbera að bera ábyrgð á því að leikreglur séu sanngjarnar. Þannig að allir geti dafnað á markaðinum,“ segir Margrét. Rannsóknin ákveðin viðurkenning Margrét segir það ákveðna viðurkenningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn, þó að engin niðurstaða liggi enn fyrir. „Við vorum búin að safna gögnum og byggja þetta upp en við erum hérna ánægð með að vera tekin alvarlega,“ segir hún. „En svo kom það líka á óvart hvað þetta er stórt því þeir ætla í samstarf við Svíana og móðurfélagið er líka undir. Þar erum við kannski í betri stöðu en systurfélög okkar á Norðurlöndunum því þar eru ef til vill tvær til þrjár og jafnvel fleiri streymisveitur starfandi en hér er bara ein.“
Bókaútgáfa Samkeppnismál Storytel Bókmenntir Tengdar fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. 7. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. 7. nóvember 2024 07:01
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda