Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2025 08:00 Gummi Ben var með míkrófóninn þegar Joey Barton gekk berserksgang í leik QPR og Manchester City vorið 2012. City varð Englandsmeistari eftir dramatík í lok leiks. Samsett/Getty/Vísir Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Gummi Ben gleymir seint lokaleik deildarinnar vorið 2012 þar sem Sergio Aguero tryggði Manchester City titilinn en margir muna ef til vill betur eftir lýsingu hans á berserksgangi Joey Barton, þáverandi leikmanni QPR, í leiknum. „Þetta er leikur sem ég gleymi aldrei. Þó ég sé ekkert sérstakur Manchester City maður, en að þeir tryggi sér titilinn með þessum hætti á lokasekúndunum var hreint ótrúlegt,“ segir Gummi um leikinn. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari sem verður sérfræðingur í kringum umfjöllun Sýnar Sport frá enska boltanum í vetur, hafði þegar valið sigurmark Sergio Aguero sem eftirminnilegasta augnablik sem hann man eftir. Svo ótrúlegur leikur, þar sem barátta um titilinn ræðst í lokaumferð vegna tveggja marka á 90. mínútu, er mörgum eðlilega ofarlega í huga. Gummi er að líkindum minnsti aðdáandi Joey Barton á Íslandi en hann kom töluvert við sögu í leiknum. „Barton fékk þarna rautt fyrir almennan fautaskap,“ segir Gummi og er það augnablik mörgum Íslendingum jafnvel ofar í huga heldur en sigurmark Aguero í leiknum, e.t.v. vegna lýsingar Gumma á atvikinu á sínum tíma. Klippa: Enska augnablikið: Gummi Ben kallar Barton vitleysing og aumingja Gummi sagði Barton meðal annars vitleysing, aumingja sem ætti ekki heima í íþróttum og glæpamann sem ætti að læsa inni í kostuglegri lýsingu af hreint ótrúlegri atburðarrás sem varð snemma í síðari hálfleik í leiknum fræga. Sjón er sögu ríkari og má heyra magnaða lýsingu Gumma á eftirminnilegu atviki í spilaranum að ofan. Gummi Ben mun lýsa enska boltanum á Sýn Sport í vetur, fyrst leik Liverpool og Bournemouth á Sýn Sport í kvöld. Hann mun einnig stýra þáttunum Big Ben með Hjálmari Erni Jóhannssyni á fimmtudögum í vetur. Þar verður rauðvín álíka mikið til umræðu og rauð spjöld. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Önnur augnablik sérfræðinga í enska boltanum á Sýn Sport má sjá að neðan. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
„Þetta er leikur sem ég gleymi aldrei. Þó ég sé ekkert sérstakur Manchester City maður, en að þeir tryggi sér titilinn með þessum hætti á lokasekúndunum var hreint ótrúlegt,“ segir Gummi um leikinn. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari sem verður sérfræðingur í kringum umfjöllun Sýnar Sport frá enska boltanum í vetur, hafði þegar valið sigurmark Sergio Aguero sem eftirminnilegasta augnablik sem hann man eftir. Svo ótrúlegur leikur, þar sem barátta um titilinn ræðst í lokaumferð vegna tveggja marka á 90. mínútu, er mörgum eðlilega ofarlega í huga. Gummi er að líkindum minnsti aðdáandi Joey Barton á Íslandi en hann kom töluvert við sögu í leiknum. „Barton fékk þarna rautt fyrir almennan fautaskap,“ segir Gummi og er það augnablik mörgum Íslendingum jafnvel ofar í huga heldur en sigurmark Aguero í leiknum, e.t.v. vegna lýsingar Gumma á atvikinu á sínum tíma. Klippa: Enska augnablikið: Gummi Ben kallar Barton vitleysing og aumingja Gummi sagði Barton meðal annars vitleysing, aumingja sem ætti ekki heima í íþróttum og glæpamann sem ætti að læsa inni í kostuglegri lýsingu af hreint ótrúlegri atburðarrás sem varð snemma í síðari hálfleik í leiknum fræga. Sjón er sögu ríkari og má heyra magnaða lýsingu Gumma á eftirminnilegu atviki í spilaranum að ofan. Gummi Ben mun lýsa enska boltanum á Sýn Sport í vetur, fyrst leik Liverpool og Bournemouth á Sýn Sport í kvöld. Hann mun einnig stýra þáttunum Big Ben með Hjálmari Erni Jóhannssyni á fimmtudögum í vetur. Þar verður rauðvín álíka mikið til umræðu og rauð spjöld. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Önnur augnablik sérfræðinga í enska boltanum á Sýn Sport má sjá að neðan.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07