Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2025 08:00 Gummi Ben var með míkrófóninn þegar Joey Barton gekk berserksgang í leik QPR og Manchester City vorið 2012. City varð Englandsmeistari eftir dramatík í lok leiks. Samsett/Getty/Vísir Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Gummi Ben gleymir seint lokaleik deildarinnar vorið 2012 þar sem Sergio Aguero tryggði Manchester City titilinn en margir muna ef til vill betur eftir lýsingu hans á berserksgangi Joey Barton, þáverandi leikmanni QPR, í leiknum. „Þetta er leikur sem ég gleymi aldrei. Þó ég sé ekkert sérstakur Manchester City maður, en að þeir tryggi sér titilinn með þessum hætti á lokasekúndunum var hreint ótrúlegt,“ segir Gummi um leikinn. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari sem verður sérfræðingur í kringum umfjöllun Sýnar Sport frá enska boltanum í vetur, hafði þegar valið sigurmark Sergio Aguero sem eftirminnilegasta augnablik sem hann man eftir. Svo ótrúlegur leikur, þar sem barátta um titilinn ræðst í lokaumferð vegna tveggja marka á 90. mínútu, er mörgum eðlilega ofarlega í huga. Gummi er að líkindum minnsti aðdáandi Joey Barton á Íslandi en hann kom töluvert við sögu í leiknum. „Barton fékk þarna rautt fyrir almennan fautaskap,“ segir Gummi og er það augnablik mörgum Íslendingum jafnvel ofar í huga heldur en sigurmark Aguero í leiknum, e.t.v. vegna lýsingar Gumma á atvikinu á sínum tíma. Klippa: Enska augnablikið: Gummi Ben kallar Barton vitleysing og aumingja Gummi sagði Barton meðal annars vitleysing, aumingja sem ætti ekki heima í íþróttum og glæpamann sem ætti að læsa inni í kostuglegri lýsingu af hreint ótrúlegri atburðarrás sem varð snemma í síðari hálfleik í leiknum fræga. Sjón er sögu ríkari og má heyra magnaða lýsingu Gumma á eftirminnilegu atviki í spilaranum að ofan. Gummi Ben mun lýsa enska boltanum á Sýn Sport í vetur, fyrst leik Liverpool og Bournemouth á Sýn Sport í kvöld. Hann mun einnig stýra þáttunum Big Ben með Hjálmari Erni Jóhannssyni á fimmtudögum í vetur. Þar verður rauðvín álíka mikið til umræðu og rauð spjöld. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Önnur augnablik sérfræðinga í enska boltanum á Sýn Sport má sjá að neðan. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
„Þetta er leikur sem ég gleymi aldrei. Þó ég sé ekkert sérstakur Manchester City maður, en að þeir tryggi sér titilinn með þessum hætti á lokasekúndunum var hreint ótrúlegt,“ segir Gummi um leikinn. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari sem verður sérfræðingur í kringum umfjöllun Sýnar Sport frá enska boltanum í vetur, hafði þegar valið sigurmark Sergio Aguero sem eftirminnilegasta augnablik sem hann man eftir. Svo ótrúlegur leikur, þar sem barátta um titilinn ræðst í lokaumferð vegna tveggja marka á 90. mínútu, er mörgum eðlilega ofarlega í huga. Gummi er að líkindum minnsti aðdáandi Joey Barton á Íslandi en hann kom töluvert við sögu í leiknum. „Barton fékk þarna rautt fyrir almennan fautaskap,“ segir Gummi og er það augnablik mörgum Íslendingum jafnvel ofar í huga heldur en sigurmark Aguero í leiknum, e.t.v. vegna lýsingar Gumma á atvikinu á sínum tíma. Klippa: Enska augnablikið: Gummi Ben kallar Barton vitleysing og aumingja Gummi sagði Barton meðal annars vitleysing, aumingja sem ætti ekki heima í íþróttum og glæpamann sem ætti að læsa inni í kostuglegri lýsingu af hreint ótrúlegri atburðarrás sem varð snemma í síðari hálfleik í leiknum fræga. Sjón er sögu ríkari og má heyra magnaða lýsingu Gumma á eftirminnilegu atviki í spilaranum að ofan. Gummi Ben mun lýsa enska boltanum á Sýn Sport í vetur, fyrst leik Liverpool og Bournemouth á Sýn Sport í kvöld. Hann mun einnig stýra þáttunum Big Ben með Hjálmari Erni Jóhannssyni á fimmtudögum í vetur. Þar verður rauðvín álíka mikið til umræðu og rauð spjöld. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Önnur augnablik sérfræðinga í enska boltanum á Sýn Sport má sjá að neðan.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07