Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. ágúst 2025 15:03 Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn á fundi forsvarsfólks samtakanna og ríkistjórnarinnar í Stykkishólmi í morgun. Samgöngur á Vesturlandi hafa orðið útundan undanfarin ár, að mati Samtaka sveitarfélaga á svæðinu. Forsvarsfólk þeirra krafðist úrbóta á fundi með ríkistjórninni á fimmtudag. Þá þurfi að bæta fjarskiptakerfi, fjölga hjúkrunarrýmum og berjast gegn verndartollum á kísiljárn. Ríkisstjórnarfundur fór fram í Stykkishólmi á fimmtudag þar sem ráðherrar hittu m.a. forsvarsfólk Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri samtakanna segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn. „Við teljum að Vesturland hafi orðið út undan varðandi nýframkvæmdir á vegum undanfarin ár. Þá er mikil samstaða meðal sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn frá stjórnvöldum í viðhald vega á svæðinu. Sem betur fer kom fjárveiting á þessu ári og við væntum þess að hún haldi áfram á næstu tveimur árum,“ segir Páll. Stjórnvöld tilkynntu um miklar fjárfestingar í samgöngum fyrir um fimm árum. Meðal þess sem voru framkvæmdir á Skógarstrandarvegi á Vesturlandi. Páll segir mikilvægt að halda þeim áfram. „Við leggjum þunga áherslu að þar verði ekki hlé á framkvæmdum heldur verði haldið áfram með þann veg,“ segir Páll. Gloppur í fjarskiptakerfi og fleiri hjúkrunarrými Hann segir fleiri mál í gangi, „Við erum auðvitað líka að ræða fjarskiptamál sem skipta miklu máli. Það eru gloppur í fjarskiptakerfinu sem þarf að eyða á vegum og á útivistarsvæðum.Við munum líka koma inn á velferðarmál eins og málefni aldraðra það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Vesturlandi og efla heilbrigðisþjónustu almennt,“ segir hann. Þá sé brýnt að stjórnvöld sinni öflugri hagsmunagæslu varðandi fyrirhugaða verndartolla ESB. „Við höfuðm auðvitað þungar áhyggjur af stöðunni á Grundartanga og munum nota tækifærið til ræða boðaða verndartolla á kísilmálma sem er framleiddir á Grundartanga. Við þrýstum á að stjórnvöld beiti sér í málinu af miklum krafti,“ segir Páll. Samgöngur Snæfellsbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Ríkisstjórnarfundur fór fram í Stykkishólmi á fimmtudag þar sem ráðherrar hittu m.a. forsvarsfólk Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri samtakanna segir að samgöngumál hafi verið sett á oddinn. „Við teljum að Vesturland hafi orðið út undan varðandi nýframkvæmdir á vegum undanfarin ár. Þá er mikil samstaða meðal sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn frá stjórnvöldum í viðhald vega á svæðinu. Sem betur fer kom fjárveiting á þessu ári og við væntum þess að hún haldi áfram á næstu tveimur árum,“ segir Páll. Stjórnvöld tilkynntu um miklar fjárfestingar í samgöngum fyrir um fimm árum. Meðal þess sem voru framkvæmdir á Skógarstrandarvegi á Vesturlandi. Páll segir mikilvægt að halda þeim áfram. „Við leggjum þunga áherslu að þar verði ekki hlé á framkvæmdum heldur verði haldið áfram með þann veg,“ segir Páll. Gloppur í fjarskiptakerfi og fleiri hjúkrunarrými Hann segir fleiri mál í gangi, „Við erum auðvitað líka að ræða fjarskiptamál sem skipta miklu máli. Það eru gloppur í fjarskiptakerfinu sem þarf að eyða á vegum og á útivistarsvæðum.Við munum líka koma inn á velferðarmál eins og málefni aldraðra það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Vesturlandi og efla heilbrigðisþjónustu almennt,“ segir hann. Þá sé brýnt að stjórnvöld sinni öflugri hagsmunagæslu varðandi fyrirhugaða verndartolla ESB. „Við höfuðm auðvitað þungar áhyggjur af stöðunni á Grundartanga og munum nota tækifærið til ræða boðaða verndartolla á kísilmálma sem er framleiddir á Grundartanga. Við þrýstum á að stjórnvöld beiti sér í málinu af miklum krafti,“ segir Páll.
Samgöngur Snæfellsbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira