Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 11:58 Hjalti Þór Þorkelsson er búsettur í Bolungarvík. Aðsend Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald. Hjalti Þór Þorkelsson, íbúi í Bolungarvík, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann segir að ættingi sinn á Bolungarvík hafi pantað dúkkuhús úr Kids Coolshop á Smáratorgi sem kostaði um 25 þúsund krónur. „Hún býr í Bolungarvík og það kostaði 22 þúsund að senda þetta vestur,“ segir Hjalti. „Ég fór aftur inn og pantaði dúkkuhús og gaf upp heimilisfang í Grafarholtinu. Það kostaði rétt rúmar sex þúsund krónur.“ Hjalti segir að þarna sé um að ræða dulinn landsbyggðarskatt. Hann var staddur á höfuðborgarsvæðinu og endaði á að sækja dúkkuhúsið sjálfur og fara með það vestur til Bolungarvíkur. Er hann sótti dúkkuhúsið fékk hann það einnig staðfest af starfsmanni í afgreiðslu að sendingarkostnaðurinn til Bolungarvíkur væru um 22 þúsund krónur. „Ég hélt að þetta væri gríðarlega stór kassi og saup hveljur þegar konan sagði að við værum að fara sækja þetta,“ segir Hjalti. Pakkningin utan um dúkkuhúsið reyndist vera aðeins lengri og grennri en venjuleg flugfreyjutaska og sé léttari en fjögur kíló. Hjalti segist ekki hafa fengið neinar skýringar á hvers vegna sendingarkostnaðurinn væri svo hár. „Nei engar skýringar, eini möguleikinn í versluninni er að senda með Póstinum. Eimskip er það sama, það er bara einn kostnaður 24 þúsund að sækja innanbæjar.“ Varði sendingarmöguleika Málið varðar sendingarmöguleikana sem að verslunin bjóði upp á. „Þeir bjóða bara upp á einn sendingarmöguleika sem er Pósturinn. Eins og ég er með skjalfest þá sýnir það að Samskip er ábyggilega besti kosturinn,“ segir Hjalti. Sendingarkostnaðurinn skyldi dúkkuhúsið vera sent með Samskip sé mun minni, ef rétt væri farið að. Þar kostar 3680 krónur að senda pakkann en hver klukkustund sem pakkinn bíður þess að vera sóttur kostar átján þúsund krónur. Samskip skipti klukkustundinni í þrennt svo að sögn Hjalta væri hægt að greiða sex þúsund krónur fyrir sendinguna. Á móti kemur rukkar Eimskip um 24431 fyrir sendingu frá Smáratorgi að sögn Hjalta. „Það hlýtur að enda hjá flutningsaðilanum eða hjá stóraðila, ég var að vinna við þetta sjálfur og veit að það kostar engan átján þúsund kall að ferja þetta,“ segir hann. Á meðan viðtalinu stóð athuguðu þáttastjórnendur hvort að enn væri boðið upp á slíkan sendingarkostnað en þá stóð að heimsending kostaði einungis 5403 krónur. Hjalti sagðist feginn að búið væri að lækka sendingarkostnaðinn. Bolungarvík Reykjavík Pósturinn Bítið Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Hjalti Þór Þorkelsson, íbúi í Bolungarvík, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann segir að ættingi sinn á Bolungarvík hafi pantað dúkkuhús úr Kids Coolshop á Smáratorgi sem kostaði um 25 þúsund krónur. „Hún býr í Bolungarvík og það kostaði 22 þúsund að senda þetta vestur,“ segir Hjalti. „Ég fór aftur inn og pantaði dúkkuhús og gaf upp heimilisfang í Grafarholtinu. Það kostaði rétt rúmar sex þúsund krónur.“ Hjalti segir að þarna sé um að ræða dulinn landsbyggðarskatt. Hann var staddur á höfuðborgarsvæðinu og endaði á að sækja dúkkuhúsið sjálfur og fara með það vestur til Bolungarvíkur. Er hann sótti dúkkuhúsið fékk hann það einnig staðfest af starfsmanni í afgreiðslu að sendingarkostnaðurinn til Bolungarvíkur væru um 22 þúsund krónur. „Ég hélt að þetta væri gríðarlega stór kassi og saup hveljur þegar konan sagði að við værum að fara sækja þetta,“ segir Hjalti. Pakkningin utan um dúkkuhúsið reyndist vera aðeins lengri og grennri en venjuleg flugfreyjutaska og sé léttari en fjögur kíló. Hjalti segist ekki hafa fengið neinar skýringar á hvers vegna sendingarkostnaðurinn væri svo hár. „Nei engar skýringar, eini möguleikinn í versluninni er að senda með Póstinum. Eimskip er það sama, það er bara einn kostnaður 24 þúsund að sækja innanbæjar.“ Varði sendingarmöguleika Málið varðar sendingarmöguleikana sem að verslunin bjóði upp á. „Þeir bjóða bara upp á einn sendingarmöguleika sem er Pósturinn. Eins og ég er með skjalfest þá sýnir það að Samskip er ábyggilega besti kosturinn,“ segir Hjalti. Sendingarkostnaðurinn skyldi dúkkuhúsið vera sent með Samskip sé mun minni, ef rétt væri farið að. Þar kostar 3680 krónur að senda pakkann en hver klukkustund sem pakkinn bíður þess að vera sóttur kostar átján þúsund krónur. Samskip skipti klukkustundinni í þrennt svo að sögn Hjalta væri hægt að greiða sex þúsund krónur fyrir sendinguna. Á móti kemur rukkar Eimskip um 24431 fyrir sendingu frá Smáratorgi að sögn Hjalta. „Það hlýtur að enda hjá flutningsaðilanum eða hjá stóraðila, ég var að vinna við þetta sjálfur og veit að það kostar engan átján þúsund kall að ferja þetta,“ segir hann. Á meðan viðtalinu stóð athuguðu þáttastjórnendur hvort að enn væri boðið upp á slíkan sendingarkostnað en þá stóð að heimsending kostaði einungis 5403 krónur. Hjalti sagðist feginn að búið væri að lækka sendingarkostnaðinn.
Bolungarvík Reykjavík Pósturinn Bítið Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira