Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 11:58 Hjalti Þór Þorkelsson er búsettur í Bolungarvík. Aðsend Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald. Hjalti Þór Þorkelsson, íbúi í Bolungarvík, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann segir að ættingi sinn á Bolungarvík hafi pantað dúkkuhús úr Kids Coolshop á Smáratorgi sem kostaði um 25 þúsund krónur. „Hún býr í Bolungarvík og það kostaði 22 þúsund að senda þetta vestur,“ segir Hjalti. „Ég fór aftur inn og pantaði dúkkuhús og gaf upp heimilisfang í Grafarholtinu. Það kostaði rétt rúmar sex þúsund krónur.“ Hjalti segir að þarna sé um að ræða dulinn landsbyggðarskatt. Hann var staddur á höfuðborgarsvæðinu og endaði á að sækja dúkkuhúsið sjálfur og fara með það vestur til Bolungarvíkur. Er hann sótti dúkkuhúsið fékk hann það einnig staðfest af starfsmanni í afgreiðslu að sendingarkostnaðurinn til Bolungarvíkur væru um 22 þúsund krónur. „Ég hélt að þetta væri gríðarlega stór kassi og saup hveljur þegar konan sagði að við værum að fara sækja þetta,“ segir Hjalti. Pakkningin utan um dúkkuhúsið reyndist vera aðeins lengri og grennri en venjuleg flugfreyjutaska og sé léttari en fjögur kíló. Hjalti segist ekki hafa fengið neinar skýringar á hvers vegna sendingarkostnaðurinn væri svo hár. „Nei engar skýringar, eini möguleikinn í versluninni er að senda með Póstinum. Eimskip er það sama, það er bara einn kostnaður 24 þúsund að sækja innanbæjar.“ Varði sendingarmöguleika Málið varðar sendingarmöguleikana sem að verslunin bjóði upp á. „Þeir bjóða bara upp á einn sendingarmöguleika sem er Pósturinn. Eins og ég er með skjalfest þá sýnir það að Samskip er ábyggilega besti kosturinn,“ segir Hjalti. Sendingarkostnaðurinn skyldi dúkkuhúsið vera sent með Samskip sé mun minni, ef rétt væri farið að. Þar kostar 3680 krónur að senda pakkann en hver klukkustund sem pakkinn bíður þess að vera sóttur kostar átján þúsund krónur. Samskip skipti klukkustundinni í þrennt svo að sögn Hjalta væri hægt að greiða sex þúsund krónur fyrir sendinguna. Á móti kemur rukkar Eimskip um 24431 fyrir sendingu frá Smáratorgi að sögn Hjalta. „Það hlýtur að enda hjá flutningsaðilanum eða hjá stóraðila, ég var að vinna við þetta sjálfur og veit að það kostar engan átján þúsund kall að ferja þetta,“ segir hann. Á meðan viðtalinu stóð athuguðu þáttastjórnendur hvort að enn væri boðið upp á slíkan sendingarkostnað en þá stóð að heimsending kostaði einungis 5403 krónur. Hjalti sagðist feginn að búið væri að lækka sendingarkostnaðinn. Bolungarvík Reykjavík Pósturinn Bítið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Hjalti Þór Þorkelsson, íbúi í Bolungarvík, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann segir að ættingi sinn á Bolungarvík hafi pantað dúkkuhús úr Kids Coolshop á Smáratorgi sem kostaði um 25 þúsund krónur. „Hún býr í Bolungarvík og það kostaði 22 þúsund að senda þetta vestur,“ segir Hjalti. „Ég fór aftur inn og pantaði dúkkuhús og gaf upp heimilisfang í Grafarholtinu. Það kostaði rétt rúmar sex þúsund krónur.“ Hjalti segir að þarna sé um að ræða dulinn landsbyggðarskatt. Hann var staddur á höfuðborgarsvæðinu og endaði á að sækja dúkkuhúsið sjálfur og fara með það vestur til Bolungarvíkur. Er hann sótti dúkkuhúsið fékk hann það einnig staðfest af starfsmanni í afgreiðslu að sendingarkostnaðurinn til Bolungarvíkur væru um 22 þúsund krónur. „Ég hélt að þetta væri gríðarlega stór kassi og saup hveljur þegar konan sagði að við værum að fara sækja þetta,“ segir Hjalti. Pakkningin utan um dúkkuhúsið reyndist vera aðeins lengri og grennri en venjuleg flugfreyjutaska og sé léttari en fjögur kíló. Hjalti segist ekki hafa fengið neinar skýringar á hvers vegna sendingarkostnaðurinn væri svo hár. „Nei engar skýringar, eini möguleikinn í versluninni er að senda með Póstinum. Eimskip er það sama, það er bara einn kostnaður 24 þúsund að sækja innanbæjar.“ Varði sendingarmöguleika Málið varðar sendingarmöguleikana sem að verslunin bjóði upp á. „Þeir bjóða bara upp á einn sendingarmöguleika sem er Pósturinn. Eins og ég er með skjalfest þá sýnir það að Samskip er ábyggilega besti kosturinn,“ segir Hjalti. Sendingarkostnaðurinn skyldi dúkkuhúsið vera sent með Samskip sé mun minni, ef rétt væri farið að. Þar kostar 3680 krónur að senda pakkann en hver klukkustund sem pakkinn bíður þess að vera sóttur kostar átján þúsund krónur. Samskip skipti klukkustundinni í þrennt svo að sögn Hjalta væri hægt að greiða sex þúsund krónur fyrir sendinguna. Á móti kemur rukkar Eimskip um 24431 fyrir sendingu frá Smáratorgi að sögn Hjalta. „Það hlýtur að enda hjá flutningsaðilanum eða hjá stóraðila, ég var að vinna við þetta sjálfur og veit að það kostar engan átján þúsund kall að ferja þetta,“ segir hann. Á meðan viðtalinu stóð athuguðu þáttastjórnendur hvort að enn væri boðið upp á slíkan sendingarkostnað en þá stóð að heimsending kostaði einungis 5403 krónur. Hjalti sagðist feginn að búið væri að lækka sendingarkostnaðinn.
Bolungarvík Reykjavík Pósturinn Bítið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira