Sárt tap gegn Dönum á HM Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2025 15:26 Ágúst Guðmundsson er markahæsti maður Íslands á HM. IHF Eftir hetjulega baráttu og að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik urðu strákarnir okkar í íslenska U19-landsliðinu í handbolta að játa sig sigraða gegn Dönum á HM í Egyptalandi í dag, 32-30. Íslensku strákarnir komu sér í 8-liða úrslitin með hádramatískum sigri gegn Spáni en urðu að lokum að játa sig sigraða gegn Dönum sem ekki hafa tapað leik á mótinu til þessa. Danmörk er nú þegar ríkjandi heimsmeistari A-landsliða og U21-landsliða, og freistar þess að fullkomna þrennuna í Egyptalandi. Ísland spilar hins vegar um 5.-8. sæti. Lengi vel leit þó út fyrir að Ísland næði að slá Dani út í dag og koma sér í undanúrslitin. Staðan var til að mynda 17-12 í hálfleik eftir frábæra byrjun íslenska liðsins sem komst meðal annars í 6-3 og 12-7. Leikhlé Dana virtist lítið hjálpa og munurinn var fimm mörk í hálfleik eins og fyrr segir. Í fyrsta sinn undir þegar þrettán mínútur voru eftir Danir komu hins vegar sterkari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Ágúst Guðmundsson hjó á hnútinn fyrir íslenska liðið og jók muninn í 18-15 en áfram héldu Danir og minnkuðu muninn í eitt mark, 19-18, þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Íslenska liðið tók þá leikhlé og skoraði mark í kjölfarið en skömmu síðar voru Danir loks búnir að jafna og komast yfir, þegar enn voru þrettán mínútur eftir. Danir komust svo mest fimm mörkum yfir, 30-25, en Íslendingar neituðu að játa sig sigraða. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk þegar enn var ein og hálf mínúta til leiksloka. Danir tóku þá leikhlé, skoruðu strax í kjölfarið og unnu að lokum sigur. Í keppni um fimmta til áttunda sæti Það verður því Danmörk sem spilar í undanúrslitum á morgun við sigurliðið úr leik Þýskalands og Ungverjalands. Ísland spilar hins vegar við tapliðið úr þeim leik og setur nú stefnuna á að ná 5. sæti mótsins. Ágúst Guðmundsson og Garðar Ingi Sindrason voru markahæstir Íslands í dag með átta mörk hvor og Dagur Árni Heimisson skoraði sex. Leikurinn var í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rDP_5Z_K07Y">watch on YouTube</a> Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Íslensku strákarnir komu sér í 8-liða úrslitin með hádramatískum sigri gegn Spáni en urðu að lokum að játa sig sigraða gegn Dönum sem ekki hafa tapað leik á mótinu til þessa. Danmörk er nú þegar ríkjandi heimsmeistari A-landsliða og U21-landsliða, og freistar þess að fullkomna þrennuna í Egyptalandi. Ísland spilar hins vegar um 5.-8. sæti. Lengi vel leit þó út fyrir að Ísland næði að slá Dani út í dag og koma sér í undanúrslitin. Staðan var til að mynda 17-12 í hálfleik eftir frábæra byrjun íslenska liðsins sem komst meðal annars í 6-3 og 12-7. Leikhlé Dana virtist lítið hjálpa og munurinn var fimm mörk í hálfleik eins og fyrr segir. Í fyrsta sinn undir þegar þrettán mínútur voru eftir Danir komu hins vegar sterkari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Ágúst Guðmundsson hjó á hnútinn fyrir íslenska liðið og jók muninn í 18-15 en áfram héldu Danir og minnkuðu muninn í eitt mark, 19-18, þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Íslenska liðið tók þá leikhlé og skoraði mark í kjölfarið en skömmu síðar voru Danir loks búnir að jafna og komast yfir, þegar enn voru þrettán mínútur eftir. Danir komust svo mest fimm mörkum yfir, 30-25, en Íslendingar neituðu að játa sig sigraða. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk þegar enn var ein og hálf mínúta til leiksloka. Danir tóku þá leikhlé, skoruðu strax í kjölfarið og unnu að lokum sigur. Í keppni um fimmta til áttunda sæti Það verður því Danmörk sem spilar í undanúrslitum á morgun við sigurliðið úr leik Þýskalands og Ungverjalands. Ísland spilar hins vegar við tapliðið úr þeim leik og setur nú stefnuna á að ná 5. sæti mótsins. Ágúst Guðmundsson og Garðar Ingi Sindrason voru markahæstir Íslands í dag með átta mörk hvor og Dagur Árni Heimisson skoraði sex. Leikurinn var í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rDP_5Z_K07Y">watch on YouTube</a>
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira