Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar 14. ágúst 2025 08:00 Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla. Í umræðum um málið á ýmsum miðlum færði ég rök fyrir því að það sé ekki brot á akademísku frelsi fyrirlesara að fólk mótmæli honum kröftuglega, jafnvel þótt það verði til þess að fyrirlestrinum sé svo aflýst. Ég gerði það með þeim rökum að það hafi enginn, hvort sem um er að ræða fræðafólk eða ekki, ófrávíkjanlegan rétt á því að annað fólk hafi þögn á meðan viðkomandi talar. Megininntakið í akademísku frelsi er að yfirvöld – til dæmis háskólayfirvöld eða ríkisstjórn – stjórni því ekki hvað akademískt starfsfólk rannsakar eða tjáir sig um. Helst eiga yfirvöld þess í stað að skapa umhverfi þar sem akademískt starfsfólk stjórnar sínum rannsóknum að sem allra mestu leyti sjálft. Í því felst ekki að fólk almennt þurfi að hlusta á fræðafólk þegar það tjáir sig, hafi þögn og sýni því sérstaka virðingu. Það er því einfaldlega misskilningur að mótmælin hafi nokkuð með akademískt frelsi að gera. Akademískt frelsi leyfir hvorki né bannar mótmæli af því tagi sem áttu sér stað á fyrirlestrinum umrædda. Ég benti í þessu samhengi á að með því að gagnrýna umrædd mótmæli sem brot á akademísku frelsi væri í raun verið að útvatna merkingu hugtaksins með hætti sem tæpast er akademísku frelsi til framdráttar. Þetta er svipað því þegar fólk misbeitir hugtakinu „mannréttindabrot“ og fer, oftast í einhvers konar fljótræði, að nota það orð um alls kyns hegðun sem því mislíkar. Að leiðrétta notkun hugtaksins í slíku tilfelli þýðir augljóslega ekki að sá sem það gerir sé mótfallinn mannréttindum eða fylgjandi mannréttindabrotum. Þvert á móti er mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að standa vörð um raunveruleg mannréttindi að nota hugtakið ekki í of víðum skilningi, því þá missir það þann slagkraft sem hugtakið þarf að hafa. Þessum rökum mínum hafa ýmsir kollegar mínir við Háskóla Íslands svarað með því að segja skilgreiningu mína á akademísku frelsi of þrönga. Hún leiði af sér að hleypa megi akademískum fundum upp og koma í veg fyrir að fræðafólk fái að tjá sig ef nægilega margir fást til að láta nægilega illa á slíkum fundum. Hvað kemur þá til dæmis í veg fyrir að mótmælendur mæti á fyrirlestur hjá mér og komi í veg fyrir að ég tjái mig um mín eigin rannsóknarsvið? Þessi gagnrýni byggir að mínu mati á misskilningi. Þótt akademískt frelsi feli ekki í sér að áheyrendum sé undir öllum kringstumstæðum skylt að þegja á meðan á fyrirlestri stendur er það vissulega góð almenn kurteisisregla að þegja meðan aðrir tala. Það sama á við um að sýna fólki virðingu og fleira þess háttar. Þetta eru góðar almennar kurteisisreglur af því tagi sem við kennum börnunum okkar þegar þau eru ung. Slíkar kurteisisreglur eru raunar óvenju fyrirferðamiklar í akademísku samhengi, þar sem sérlega mikilvægt er að umræður séu yfirvegaðar og málefnalegar. Segja má að fræðastarf einkennist af akademískri kurteisi. En eru kurteisisreglur af þessu tagi algildar og ófrávíkjanleg lögmál? Eigum við að líta svo á að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi? Fáir myndu svara þessum spurningum játandi. Akademísk kurteisi er mikilvægt gildi en það þarf að vega á móti öðrum gildum sem kunna að hafa meira vægi í vissum tilvikum. Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum. Eitt af þessum „öðrum gildum“ sem við þurfum að vega á móti akademískri kurteisi er gildi þess að mótmæla hroðaverkum á borð við þjóðarmorðið sem nú er verið að fremja á Gaza fyrir allra augum. Slík mótmæli virðast nú um stundir hafa tilætluð áhrif, því að öðrum kosti myndu ísraelsk stjórnvöld ekki eyða jafn miklu púðri og raun ber vitni í að ráðast að þeim sem standa fyrir slíkum mótmælum (með tilheyrandi ómálefnalegum ásökunum um gyðingahatur og þess háttar). Mótmælin í síðustu viku ber að skoða í þessu ljósi. Við sem teljum að mótmælin hafi verið réttlætanleg þurfum ekki að hafna eða gera undantekningu á því mikilvæga prinsippi sem kallast akademískt frelsi. Við höfnum því hins vegar að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi og réttlæti þar með aðgerðaleysi gagnvart þjóðarmorði. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Ísrael Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla. Í umræðum um málið á ýmsum miðlum færði ég rök fyrir því að það sé ekki brot á akademísku frelsi fyrirlesara að fólk mótmæli honum kröftuglega, jafnvel þótt það verði til þess að fyrirlestrinum sé svo aflýst. Ég gerði það með þeim rökum að það hafi enginn, hvort sem um er að ræða fræðafólk eða ekki, ófrávíkjanlegan rétt á því að annað fólk hafi þögn á meðan viðkomandi talar. Megininntakið í akademísku frelsi er að yfirvöld – til dæmis háskólayfirvöld eða ríkisstjórn – stjórni því ekki hvað akademískt starfsfólk rannsakar eða tjáir sig um. Helst eiga yfirvöld þess í stað að skapa umhverfi þar sem akademískt starfsfólk stjórnar sínum rannsóknum að sem allra mestu leyti sjálft. Í því felst ekki að fólk almennt þurfi að hlusta á fræðafólk þegar það tjáir sig, hafi þögn og sýni því sérstaka virðingu. Það er því einfaldlega misskilningur að mótmælin hafi nokkuð með akademískt frelsi að gera. Akademískt frelsi leyfir hvorki né bannar mótmæli af því tagi sem áttu sér stað á fyrirlestrinum umrædda. Ég benti í þessu samhengi á að með því að gagnrýna umrædd mótmæli sem brot á akademísku frelsi væri í raun verið að útvatna merkingu hugtaksins með hætti sem tæpast er akademísku frelsi til framdráttar. Þetta er svipað því þegar fólk misbeitir hugtakinu „mannréttindabrot“ og fer, oftast í einhvers konar fljótræði, að nota það orð um alls kyns hegðun sem því mislíkar. Að leiðrétta notkun hugtaksins í slíku tilfelli þýðir augljóslega ekki að sá sem það gerir sé mótfallinn mannréttindum eða fylgjandi mannréttindabrotum. Þvert á móti er mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að standa vörð um raunveruleg mannréttindi að nota hugtakið ekki í of víðum skilningi, því þá missir það þann slagkraft sem hugtakið þarf að hafa. Þessum rökum mínum hafa ýmsir kollegar mínir við Háskóla Íslands svarað með því að segja skilgreiningu mína á akademísku frelsi of þrönga. Hún leiði af sér að hleypa megi akademískum fundum upp og koma í veg fyrir að fræðafólk fái að tjá sig ef nægilega margir fást til að láta nægilega illa á slíkum fundum. Hvað kemur þá til dæmis í veg fyrir að mótmælendur mæti á fyrirlestur hjá mér og komi í veg fyrir að ég tjái mig um mín eigin rannsóknarsvið? Þessi gagnrýni byggir að mínu mati á misskilningi. Þótt akademískt frelsi feli ekki í sér að áheyrendum sé undir öllum kringstumstæðum skylt að þegja á meðan á fyrirlestri stendur er það vissulega góð almenn kurteisisregla að þegja meðan aðrir tala. Það sama á við um að sýna fólki virðingu og fleira þess háttar. Þetta eru góðar almennar kurteisisreglur af því tagi sem við kennum börnunum okkar þegar þau eru ung. Slíkar kurteisisreglur eru raunar óvenju fyrirferðamiklar í akademísku samhengi, þar sem sérlega mikilvægt er að umræður séu yfirvegaðar og málefnalegar. Segja má að fræðastarf einkennist af akademískri kurteisi. En eru kurteisisreglur af þessu tagi algildar og ófrávíkjanleg lögmál? Eigum við að líta svo á að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi? Fáir myndu svara þessum spurningum játandi. Akademísk kurteisi er mikilvægt gildi en það þarf að vega á móti öðrum gildum sem kunna að hafa meira vægi í vissum tilvikum. Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum. Eitt af þessum „öðrum gildum“ sem við þurfum að vega á móti akademískri kurteisi er gildi þess að mótmæla hroðaverkum á borð við þjóðarmorðið sem nú er verið að fremja á Gaza fyrir allra augum. Slík mótmæli virðast nú um stundir hafa tilætluð áhrif, því að öðrum kosti myndu ísraelsk stjórnvöld ekki eyða jafn miklu púðri og raun ber vitni í að ráðast að þeim sem standa fyrir slíkum mótmælum (með tilheyrandi ómálefnalegum ásökunum um gyðingahatur og þess háttar). Mótmælin í síðustu viku ber að skoða í þessu ljósi. Við sem teljum að mótmælin hafi verið réttlætanleg þurfum ekki að hafna eða gera undantekningu á því mikilvæga prinsippi sem kallast akademískt frelsi. Við höfnum því hins vegar að akademísk kurteisi trompi alltaf öll önnur gildi og réttlæti þar með aðgerðaleysi gagnvart þjóðarmorði. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun