Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2025 19:01 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Arnar „Þetta er ótrúlega spennandi og forréttindi að vera í þessari stöðu; að spila leik af þessu kaliberi með mikið undir,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um leik morgundagsins við Bosníumeistara Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar á Kópavogsvelli. Fyrri leik liðanna lauk 1-1 þar sem Blikar leiddu lungann úr leiknum eftir mark Tobiasar Thomsen eftir tvítekna vítaspyrnu. Zrinjski stýrði ferðinni eftir markið en gekk illa að finna glufur á vörn Blika, allt þar til liðið fékk vítaspyrnu sem það skoraði úr til að fara með jafna stöðu til Íslands. „Í ljósi þess að við vörðum markið okkar vel. Þeir í raun fá engin færi og klaufalegt eða óheppni að fá þetta víti á sig. Að sama skapi fengum við líka víti, tókum það tvisvar, klikkuðum á því tvisvar og skoruðum. Það er ekki hægt að fá allt í þessu. Þetta voru ekki ósanngjörn úrslit og góð staða sem við tökum hingað heim,“ segir Halldór um fyrri leikinn. Allt önnur staða en 2023 Breiðablik er að mæta Zrinjski í annað skiptið á þremur árum en Blikar mættu liðinu í sömu umferð í sömu keppni fyrir tveimur árum síðan. Þá hafði fyrri leikurinn ytra endað 6-2 fyrir Zrinjski en allt önnur staða er uppi nú. „Við þurftum að vinna upp svolítið mikinn mun þá. Staðan er miklu betri núna og auðvitað horfum við í það að komast í umspil um Evrópudeild. Það er klárlega eitthvað sem við eigum að horfa í og við vitum að sigur tryggir í minnsta kosti Sambandsdeildarsæti. Að því sögðu er ekkert unnið í þessu. Við þurfum að eiga okkar besta leik á morgun,“ segir Halldór. Mótherjarnir kvarta Halldór segir sína menn þurfa að halda betur í boltann en þeir gerðu í fyrri leiknum ytra fyrir viku síðan. Blikar lágu mikið til baka og beittu skyndisóknum en hefðu í einhverjum tilfellum mátt róa leikinn og reyna að halda betur í knöttinn. „Fyrst og fremst þurfum við að halda aðeins betur í boltann. Þegar maður horfir aftur á leikinn þá voru klárlega tækifæri til þess. Við vorum líka ákveðnir í því að fara hratt upp völlinn þegar við unnum boltann, sem skilaði hættulegum sóknum eða því að við töpuðum honum fullhratt,“ segir Halldór sem gerir ráð fyrir töluvert frábrugðnum leik annað kvöld, samanborið við þann ytra. Gestirnir hafi þá kvartað og kveinað yfir ýmsu í aðdragandanum. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvort sem það er leikrit eða ekki þá tala þeir mikið um erfitt ferðalag, vont veður, lélegan völl, að þeir kunni ekki að spila á gervigrasi. Þannig að ég átta mig ekki alveg á því hvernig þeir mæta til leiks. Þeir voru sjálfir mjög varkárir til að byrja með í leiknum úti. En dældu svo inn sóknarmönnum þegar leið á. Ég á svo sem ekki von á þeim þannig frá byrjun en ég hugsa að þeir reyni að átta sig á aðstæðum og koma sér inn í leikinn. Það er mikið undir og þannig er best að hafa þetta.“ Breiðablik mætir Zrinjski Mostar klukkan 17:30 á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:15 á Sýn Sport Ísland. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mótherjarnir kvarta yfir allskonar Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Fyrri leik liðanna lauk 1-1 þar sem Blikar leiddu lungann úr leiknum eftir mark Tobiasar Thomsen eftir tvítekna vítaspyrnu. Zrinjski stýrði ferðinni eftir markið en gekk illa að finna glufur á vörn Blika, allt þar til liðið fékk vítaspyrnu sem það skoraði úr til að fara með jafna stöðu til Íslands. „Í ljósi þess að við vörðum markið okkar vel. Þeir í raun fá engin færi og klaufalegt eða óheppni að fá þetta víti á sig. Að sama skapi fengum við líka víti, tókum það tvisvar, klikkuðum á því tvisvar og skoruðum. Það er ekki hægt að fá allt í þessu. Þetta voru ekki ósanngjörn úrslit og góð staða sem við tökum hingað heim,“ segir Halldór um fyrri leikinn. Allt önnur staða en 2023 Breiðablik er að mæta Zrinjski í annað skiptið á þremur árum en Blikar mættu liðinu í sömu umferð í sömu keppni fyrir tveimur árum síðan. Þá hafði fyrri leikurinn ytra endað 6-2 fyrir Zrinjski en allt önnur staða er uppi nú. „Við þurftum að vinna upp svolítið mikinn mun þá. Staðan er miklu betri núna og auðvitað horfum við í það að komast í umspil um Evrópudeild. Það er klárlega eitthvað sem við eigum að horfa í og við vitum að sigur tryggir í minnsta kosti Sambandsdeildarsæti. Að því sögðu er ekkert unnið í þessu. Við þurfum að eiga okkar besta leik á morgun,“ segir Halldór. Mótherjarnir kvarta Halldór segir sína menn þurfa að halda betur í boltann en þeir gerðu í fyrri leiknum ytra fyrir viku síðan. Blikar lágu mikið til baka og beittu skyndisóknum en hefðu í einhverjum tilfellum mátt róa leikinn og reyna að halda betur í knöttinn. „Fyrst og fremst þurfum við að halda aðeins betur í boltann. Þegar maður horfir aftur á leikinn þá voru klárlega tækifæri til þess. Við vorum líka ákveðnir í því að fara hratt upp völlinn þegar við unnum boltann, sem skilaði hættulegum sóknum eða því að við töpuðum honum fullhratt,“ segir Halldór sem gerir ráð fyrir töluvert frábrugðnum leik annað kvöld, samanborið við þann ytra. Gestirnir hafi þá kvartað og kveinað yfir ýmsu í aðdragandanum. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvort sem það er leikrit eða ekki þá tala þeir mikið um erfitt ferðalag, vont veður, lélegan völl, að þeir kunni ekki að spila á gervigrasi. Þannig að ég átta mig ekki alveg á því hvernig þeir mæta til leiks. Þeir voru sjálfir mjög varkárir til að byrja með í leiknum úti. En dældu svo inn sóknarmönnum þegar leið á. Ég á svo sem ekki von á þeim þannig frá byrjun en ég hugsa að þeir reyni að átta sig á aðstæðum og koma sér inn í leikinn. Það er mikið undir og þannig er best að hafa þetta.“ Breiðablik mætir Zrinjski Mostar klukkan 17:30 á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:15 á Sýn Sport Ísland. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Mótherjarnir kvarta yfir allskonar
Breiðablik Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira