Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson skrifa 13. ágúst 2025 13:30 Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama. Skoðanirnar geta síðan verið skiptar, ég hef þessa skoðun, þú hefur hina skoðunina. Þetta er eitt af því sem grundvallar lýðræðislegt samfélag, fólk skiptist á skoðunum og allir eiga rödd. Þrátt fyrir hið grundvallandi tjáningarfrelsi skal það frelsi ekki leiða okkur í þær ógöngur að meiða annað fólk eða skemma hluti. Tjáningarfrelsinu eru því takmörk sett. Í Fossvogsprestakalli var regnbogafánanum flaggað í síðustu viku. Kristin kirkja hefur á öllum öldum haft það hlutverk að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, hinn upprisna, frelsara heimsins. Leiðirnar sem kirkjan fer í þessu verkefni sínu eru óteljandi. Kirkjan sinnir til dæmis gríðarlega öflugu hjálparstarfi, innanlands og erlendis. Svo er það sístætt verkefni þjóna og starfsfólks kirkjunnar að skíra og fræða, hugga og styðja, biðja og blessa. Allt er það unnið á grundvelli þess fagnaðarerindis sem heilög ritning boðar. Að flagga regnbogafánanum við kirkjur landsins er ein af þessum óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hefur farið og tekur þannig sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu. Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum. Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta? Við prestarnir í Fossvogsprestakalli viljum bjóða þau öll velkomin til okkar, sem vilja tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja. Höfundar eru prestar í Fossvogsprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Reykjavík Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama. Skoðanirnar geta síðan verið skiptar, ég hef þessa skoðun, þú hefur hina skoðunina. Þetta er eitt af því sem grundvallar lýðræðislegt samfélag, fólk skiptist á skoðunum og allir eiga rödd. Þrátt fyrir hið grundvallandi tjáningarfrelsi skal það frelsi ekki leiða okkur í þær ógöngur að meiða annað fólk eða skemma hluti. Tjáningarfrelsinu eru því takmörk sett. Í Fossvogsprestakalli var regnbogafánanum flaggað í síðustu viku. Kristin kirkja hefur á öllum öldum haft það hlutverk að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, hinn upprisna, frelsara heimsins. Leiðirnar sem kirkjan fer í þessu verkefni sínu eru óteljandi. Kirkjan sinnir til dæmis gríðarlega öflugu hjálparstarfi, innanlands og erlendis. Svo er það sístætt verkefni þjóna og starfsfólks kirkjunnar að skíra og fræða, hugga og styðja, biðja og blessa. Allt er það unnið á grundvelli þess fagnaðarerindis sem heilög ritning boðar. Að flagga regnbogafánanum við kirkjur landsins er ein af þessum óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hefur farið og tekur þannig sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu. Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum. Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta? Við prestarnir í Fossvogsprestakalli viljum bjóða þau öll velkomin til okkar, sem vilja tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja. Höfundar eru prestar í Fossvogsprestakalli.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar