Sport

Dag­skráin í dag: Besta, enski og Ofur­bikarinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Valskonur fá Stjörnuna í heimsókn í kvöld
Valskonur fá Stjörnuna í heimsókn í kvöld Vísir/Pawel

Það eru nokkrir góðir fótboltaleikir í aðalhlutverki á Sportrásum Sýnar í dag.

Sýn Sport Ísland

Valur og Stjarnan mætast í sannkölluðum miðjuslag í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin eru í 5. og 6. sæti fyrir leikinn. Útsendingin hefst klukkan 17:50.

Sýn Sport

PSG og Tottenham mætast í kvöld í Ofurbikarnum. Leikurinn verður í beinni frá klukkan 18:50.

Sýn Sport Viaplay

Enski deildarbikarinn er rúllaður af stað. Birmingham og Sheffield United mætast í kvöld klukkan 18:55

Klukkan 22:30 er svo komið að viðureign Braves og Mets í MLB deildinni í hafnabolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×