Almannatenglar stofna fjölmiðil Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2025 15:44 Björgvin Guðmundsson (t.v.) og Óli Kristján Ármannsson (t.h.) ganga þessa dagana bæði með hatta almannatengla og fjölmiðlamanna. Vísir Eigandi og ráðgjafi eins helsta almannatengslafyrirtæki landsins hafa hleypt af stokkunum nýjum fjölmiðli sem birtir fréttir og tilkynningar. Ritstjóri miðilsins telur það ekki bjóða upp á hagsmunaárekstra að vinna við almannatengsl og skrifa fréttir á sama tíma. Fréttir byrjuðu að birtast á vefsíðunni 24 stundum fyrr í sumar. Síðunni er lýst sem „upplýsingaveitu þar sem fjallað sé um valin málefni líðandi stundar, birtar tilkynningar fyrirtækja og annað fréttnæmt efni“. Ritstjóri vefsins er Óli Kristján Ármannsson og ábyrgðamaður Björgvin Guðmundsson. Félag í eigu Björgvins er sagt útgefandi 24 stunda. Björgvin er jafnframt eigandi KOM ráðgjafar, eins helsta almannatengslafyrirtæki landsins, og Óli Kristján er ráðgjafi þar. Í samtali við Vísi segir Óli Kristján að vefurinn sé enn sem komið er hliðarverkefni sem þeir Björgvin vinni að í hjáverkum meðfram almannatengslastarfi þeirra. Hann telur þau störf ekki skarast. „Fólk getur verið með alls konar hatta á höfði og unnið sín störf af fagmennnsku eftir því að hverju það einbeitir sér hverju sinni. Blaðamenn eru vanir því sjálfir,“ segir Óli Kristján spurður að því hvort að það sé ekki hagsmunaárekstur að stunda almannatengsl samhliða fréttaskrifum. „Það er nú allur gangur á því, er það ekki? En ég þekki það svo sem ekki,“ svaraði ritstjórinn þegar hann var spurður hvort að það væri vanalegt að blaðamenn stunduðu önnur störf af þessu tagi samhliða fréttamennsku. Óli Kristján var blaðamaður Fréttablaðsins í tólf ár og var meðal annars varaformaður Blaðamannafélags Íslands á öðrum áratug aldarinnar. Björgvin starfaði einnig sem viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu á sínum og var ritstjóri Viðskiptablaðsins. Ekki skráður hjá Fjölmiðlanefnd Miðillinn er ekki á lista Fjölmiðlanefndar yfir skráða fjölmiðla. Lög um fjölmiðla kveða á um skyldu til að skrá þá. Óli Kristján segir að 24 stundir verði mögulega skráðar þar en hann eigi eftir að hugsa það. „Þetta er svona upplýsingaveita, fjölmiðill,“ segir ritstjórinn um eðli miðilsins. Greinar á vefnum 24 stundum virðast allar byggjast á tilkynningum frá fyrirtækjum eða stofnunum eða fréttum úr erlendum miðlum.Skjáskot „Þetta var bara hugdetta, tilraun, það væri alveg pláss fyrir meiri fjölbreytni í fjölmiðlaflórunni,“ segir hann um ástæður þess að þeir Björgvin ákváðu að stofna 24 stundir. Það eigi eftir að koma í ljós hvernig 24 stundir verði frábrugðnar öðrum fjölmiðlum sem eru fyrir á markaði. „Hann dæmist af verkum sínum eins og aðrir fjölmiðlar,“ segir Óli Kristján. Kúnnar KOM fá ekki forgang Spurður að því hvort að vefurinn verði rekinn fyrir auglýsingatekjur segir Óli Kristján að lífvænleiki hans komi til með að ráðast af viðtökunum. Ekki verði boðið upp á að greiða fyrir birtingu fréttatilkynninga á 24 stundum. „Ef það væri þá myndi það verða tilgreint alveg sérstaklega ef við kysum að feta þá slóð eins og reyndar margir aðrir fjölmiðlar á Íslandi hafa gert, Vísir og Morgunblaðið þar á meðal,“ segir Óli Kristján. Viðskiptavinir KOM muni ekki eiga greiðari aðgang að því að fá tilkynningar sínar birtar en aðrir. „Við erum ekkert með mjög háan þröskuld á tilkynningum. Það væri gaman ef fleiri færu að senda okkur tilkynningar.“ Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Fréttir byrjuðu að birtast á vefsíðunni 24 stundum fyrr í sumar. Síðunni er lýst sem „upplýsingaveitu þar sem fjallað sé um valin málefni líðandi stundar, birtar tilkynningar fyrirtækja og annað fréttnæmt efni“. Ritstjóri vefsins er Óli Kristján Ármannsson og ábyrgðamaður Björgvin Guðmundsson. Félag í eigu Björgvins er sagt útgefandi 24 stunda. Björgvin er jafnframt eigandi KOM ráðgjafar, eins helsta almannatengslafyrirtæki landsins, og Óli Kristján er ráðgjafi þar. Í samtali við Vísi segir Óli Kristján að vefurinn sé enn sem komið er hliðarverkefni sem þeir Björgvin vinni að í hjáverkum meðfram almannatengslastarfi þeirra. Hann telur þau störf ekki skarast. „Fólk getur verið með alls konar hatta á höfði og unnið sín störf af fagmennnsku eftir því að hverju það einbeitir sér hverju sinni. Blaðamenn eru vanir því sjálfir,“ segir Óli Kristján spurður að því hvort að það sé ekki hagsmunaárekstur að stunda almannatengsl samhliða fréttaskrifum. „Það er nú allur gangur á því, er það ekki? En ég þekki það svo sem ekki,“ svaraði ritstjórinn þegar hann var spurður hvort að það væri vanalegt að blaðamenn stunduðu önnur störf af þessu tagi samhliða fréttamennsku. Óli Kristján var blaðamaður Fréttablaðsins í tólf ár og var meðal annars varaformaður Blaðamannafélags Íslands á öðrum áratug aldarinnar. Björgvin starfaði einnig sem viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu á sínum og var ritstjóri Viðskiptablaðsins. Ekki skráður hjá Fjölmiðlanefnd Miðillinn er ekki á lista Fjölmiðlanefndar yfir skráða fjölmiðla. Lög um fjölmiðla kveða á um skyldu til að skrá þá. Óli Kristján segir að 24 stundir verði mögulega skráðar þar en hann eigi eftir að hugsa það. „Þetta er svona upplýsingaveita, fjölmiðill,“ segir ritstjórinn um eðli miðilsins. Greinar á vefnum 24 stundum virðast allar byggjast á tilkynningum frá fyrirtækjum eða stofnunum eða fréttum úr erlendum miðlum.Skjáskot „Þetta var bara hugdetta, tilraun, það væri alveg pláss fyrir meiri fjölbreytni í fjölmiðlaflórunni,“ segir hann um ástæður þess að þeir Björgvin ákváðu að stofna 24 stundir. Það eigi eftir að koma í ljós hvernig 24 stundir verði frábrugðnar öðrum fjölmiðlum sem eru fyrir á markaði. „Hann dæmist af verkum sínum eins og aðrir fjölmiðlar,“ segir Óli Kristján. Kúnnar KOM fá ekki forgang Spurður að því hvort að vefurinn verði rekinn fyrir auglýsingatekjur segir Óli Kristján að lífvænleiki hans komi til með að ráðast af viðtökunum. Ekki verði boðið upp á að greiða fyrir birtingu fréttatilkynninga á 24 stundum. „Ef það væri þá myndi það verða tilgreint alveg sérstaklega ef við kysum að feta þá slóð eins og reyndar margir aðrir fjölmiðlar á Íslandi hafa gert, Vísir og Morgunblaðið þar á meðal,“ segir Óli Kristján. Viðskiptavinir KOM muni ekki eiga greiðari aðgang að því að fá tilkynningar sínar birtar en aðrir. „Við erum ekkert með mjög háan þröskuld á tilkynningum. Það væri gaman ef fleiri færu að senda okkur tilkynningar.“
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent