Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Agnar Már Másson skrifar 12. ágúst 2025 13:18 Hafþór Freyr er ellefu ára nemandi í Nesskóla en hann kom tveggja ára systur sinni til bjargar þegar hún féll af bryggju um verslunarmannahelgina. Samsett/Aðsend/Facebook Hinn ellefu ára Hafþór Freyr Jóhannsson kastaði sér í sjóinn þegar tveggja ára systir hans, Snæbjörg Lóa, féll af bryggju í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hafþór bjargaði þannig systur sinni frá drukknun en hann hafði nýlega sótt skyndihjálparnámskeið, sem skipti sköpum. „Það kom svo sem ekkert annað til greina hjá honum en að bjarga henni,“ segir móðir Hafþórs, Linda María Emilsdóttir, í samtali við Vísi. Austurfrétt greindi fyrst frá. Linda kveðst afar stolt af drengnum sínum, sem hún lýsir sem yfirveguðum og rólegum strák þó hann sé hörkutól. „Þetta voru held ég bara ósjálfráð viðbrögð hjá honum.“ Kastaði sér í sjóinn Atvikið átti sér stað á sunnudegi á veitingastaðnum Beituskúrnum en hann er á bryggju í bænum. „Við vorum bara úti að borða,“ rekur Linda söguna, „og ég var að panta matinn og hún stekkur eitthvað í burtu og hann er greinilega að fylgjast með henni, eins og hann gerir oft, og sér hana hlaupa fram af bryggjunni og detta fram af.“ Þá hafi Hafþór kallað eftir aðstoð og síðan sjálfur kastað sér út í sjóinn og sótt hana. „Hann stekkur þá eftir henni og syndir með hana upp að stiganum sem er þarna á bryggjunni,“ bætir móðirin við. Hann hafi synt með hana að stiganum á bryggjunni og rétt hana nokkrum viðstöddum sem höfðu komið til hjálpar. Þétt var setið á veitingastaðnum þennan dag enda stærsta ferðahelgi ársins. Atvikið átti sér stað á Beituskúrnum í Neskaupsstað.Facebook/Beituskúrinn Sjúkraflutningamaður kenndi skyndihjálp Blessunarlega náði Snæbjörg Lóa að halda sér á floti þær sekúndur sem hún var úti í sjónum og fékk hún ekki sjó ofan í sig. „Hún náði að halda munninum yfir vatninu,“ bætir móðirin við. Spurð hvort börnin hennar séu flugsynd útskýrir Linda að fjölskyldan fari oft í sund. Sytkinin Hafþór Freyr og Snæbjörg Lóa en drengurinn á tvær aðrar yngri systur til viðbótar.Aðsend Hafþór hafði farið á skyndihjálparnámskeið nokkrum mánuðum áður, sem sjúkraflutningamaðurinn í bænum hafði haldið fyrir börn í bænum og fjöldi bekkjarfélaga Hafþórs úr Nesskóla sóttu. Linda segir drenginn hafa haft orð á því að það hafi hjálpað honum við að bregðast við. Hún segir námskeiðið sem sjúkrafluttnignamaðurinn hélt hafa verið frábært framtak. Bryggjan er að hluta afgirt en svæðið þar sem Snæbjörg Lóa féll er það ekki. Hetjan fór beint á tónleika Börnin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar en fengu að fara heim þegar þau voru orðin hlý. Það amaði ekkert að þeim, að sögn Linda. „Þau voru bara svolítið köld. En hún var hlustuð náttúrlega til að vita hvort þau hefðu farið sjór ofan í lungun hennar. En það var ekki.“ Hafþór fór svo beint á tónleika eftir atvikið enda stóð Neistaflaug yfir í Neskaupstað þessa verslunarmannahelgi. Fjarðabyggð Verslunarmannahelgin Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
„Það kom svo sem ekkert annað til greina hjá honum en að bjarga henni,“ segir móðir Hafþórs, Linda María Emilsdóttir, í samtali við Vísi. Austurfrétt greindi fyrst frá. Linda kveðst afar stolt af drengnum sínum, sem hún lýsir sem yfirveguðum og rólegum strák þó hann sé hörkutól. „Þetta voru held ég bara ósjálfráð viðbrögð hjá honum.“ Kastaði sér í sjóinn Atvikið átti sér stað á sunnudegi á veitingastaðnum Beituskúrnum en hann er á bryggju í bænum. „Við vorum bara úti að borða,“ rekur Linda söguna, „og ég var að panta matinn og hún stekkur eitthvað í burtu og hann er greinilega að fylgjast með henni, eins og hann gerir oft, og sér hana hlaupa fram af bryggjunni og detta fram af.“ Þá hafi Hafþór kallað eftir aðstoð og síðan sjálfur kastað sér út í sjóinn og sótt hana. „Hann stekkur þá eftir henni og syndir með hana upp að stiganum sem er þarna á bryggjunni,“ bætir móðirin við. Hann hafi synt með hana að stiganum á bryggjunni og rétt hana nokkrum viðstöddum sem höfðu komið til hjálpar. Þétt var setið á veitingastaðnum þennan dag enda stærsta ferðahelgi ársins. Atvikið átti sér stað á Beituskúrnum í Neskaupsstað.Facebook/Beituskúrinn Sjúkraflutningamaður kenndi skyndihjálp Blessunarlega náði Snæbjörg Lóa að halda sér á floti þær sekúndur sem hún var úti í sjónum og fékk hún ekki sjó ofan í sig. „Hún náði að halda munninum yfir vatninu,“ bætir móðirin við. Spurð hvort börnin hennar séu flugsynd útskýrir Linda að fjölskyldan fari oft í sund. Sytkinin Hafþór Freyr og Snæbjörg Lóa en drengurinn á tvær aðrar yngri systur til viðbótar.Aðsend Hafþór hafði farið á skyndihjálparnámskeið nokkrum mánuðum áður, sem sjúkraflutningamaðurinn í bænum hafði haldið fyrir börn í bænum og fjöldi bekkjarfélaga Hafþórs úr Nesskóla sóttu. Linda segir drenginn hafa haft orð á því að það hafi hjálpað honum við að bregðast við. Hún segir námskeiðið sem sjúkrafluttnignamaðurinn hélt hafa verið frábært framtak. Bryggjan er að hluta afgirt en svæðið þar sem Snæbjörg Lóa féll er það ekki. Hetjan fór beint á tónleika Börnin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar en fengu að fara heim þegar þau voru orðin hlý. Það amaði ekkert að þeim, að sögn Linda. „Þau voru bara svolítið köld. En hún var hlustuð náttúrlega til að vita hvort þau hefðu farið sjór ofan í lungun hennar. En það var ekki.“ Hafþór fór svo beint á tónleika eftir atvikið enda stóð Neistaflaug yfir í Neskaupstað þessa verslunarmannahelgi.
Fjarðabyggð Verslunarmannahelgin Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira