Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2025 10:02 Sókn Rússa gæti gert varnir Úkraínumanna erfiðar á stóru svæði í austurhluta Úkraínu, eða jafnvel þvingað þá til undanhalds. Það er að segja ef Rússum tekst að nýta sér holuna sem þeir hafa gert eða fundið en það hafa þeir átt erfitt með á undanförnum árum. Deepstate Rússneskir hermenn hafa á undanförnum dögum komist djúpt gegnum varnir Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Þar eru þeir sagðir hafa fundið veikleika á varnarlínunni og nýtt sér hann en Úkraínumenn eru að senda liðsauka á svæðið til að reyna að stöðva Rússa. Talið er að Rússar séu komnir allt að tuttugu kílómetra gegnum línu Úkraínumanna. Sókn Rússa fór fram norður af borginni Pokrovsk, sem þeir hafa reynt að hernema um langt skeið. Undanfarið hafa Rússar lagt meiri áherslu á að reyna að komast fram hjá borginni og umkringja hana og virðist það hafa borið árangur. Nú ógna Rússar birgðalínum Úkraínumanna í Pokrovsk, Kostiantynivka og Kramatorsk og stóru svæði þar í kring, austur af Pokrovsk. Fall Pokrovsk hefur legið í loftinu um nokkuð skeið. Áhlaupið hófst í raun snemma á síðasta ári en aukinn kraftur hefur færst í það að undanförnu og hafa Rússar lagt mikla áherslu á að gera birgðaflutninga til úkraínskra hermanna á svæðinu erfiða með notkun snúrutengdra dróna. Það eru drónar sem eru tengdir með þunnum en löngum netsnúrum en það þýðir að ómögulegt er að nota sérstakan búnað til að trufla þá rafrænt og láta stjórnendur missa sambandið við þá. Þessir drónar Rússa eru nú farnir að drífa allt að 25 kílómetra. Nú eru Rússar mögulega búnir að ná tökum á mikilvægum vegi á svæðinu, sem gæti gert birgðaflutninga Úkraínumanna á svæðinu enn erfiðari. Yfirmaður herafla Úkraínu á svæðinu neitaði í yfirlýsingu í gær að Rússar hefðu brotið sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Þess í stað væru tiltölulega fámennir hópar rússneskra hermanna komnir þar í gegn og það markaði ekki að Rússar hefðu náð tökum á svæðinu. Hann viðurkenndi þó að ástandið væri erfitt. Nýttu sér manneklu Rússar eru sagðir hafa nýtt sér mikla manneklu á varnarlínu Úkraínumanna til að brjóta sér leið í gegnum hana eða hreinlega finna gat á henni og dæla þangað hermönnum. Til að sporna gegn manneklunni hafa Úkraínumenn á undanförnum mánuðum reynt að stækka einskismannslandið milli hersveitanna og notað dróna í meira magni gegn Rússum. Þannig hefur þeim hingað til tekist að halda víglínunni með færri mönnum en áður. Nánar má skoða stöðuna á korti hóps sem kallast DeepState. Síðustu mánuði hefur þó færst aukinn hraði í framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu, þó hann sé enn tiltölulega hægur. Rússum hefur tekist að beita yfirburðum sínum í mannafla til að þrýsta á úkraínska hermenn víða á víglínunni og dreifa þannig enn frekar úr þeim með nokkrum árangri en Rússar eru þó taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli. This is not an operational breakthrough. It is, however, a penetration of the defenses - something @J_JHelin has already noted. And a penetration can turn into a breakthrough. For now, though, what we’re seeing is more of a massive “walkthrough”— Tatarigami_UA (@Tatarigami_UA) August 11, 2025 Næstu dagar munu skipta sköpum fyrir Úkraínumenn og munu þeir þurfa að leggja mikið kapp á að fylla upp í holur sínar á varnarlínunni. Úkraínskir herbloggarar hafa líkt varnarlínunni á svæðinu sem „sigti“. Kiyv Independent segir Azov-stórdeildina, sem er tiltölulega nýmynduð herdeild eftir kerfisbreytingar á úkraínskum herafla skipuð vönum hermönnum, hafa verið senda til svæðisins. Þangað eiga þeir að hafa komið á undanförnum dögum og eru yfirmenn sveitarinnar sagðir hafa lýst ástandinu sem „flóknu“ og „breytilegu“. Þeir munu væntanlega reyna fyrst að stöðva framsókn Rússa og í kjölfarið reyna að reka þá aftur, áður en Rússar geta sent enn frekari liðsauka á svæðið og nýtt sér óreiðuna frekar. Áhyggjur í Kænugarði Í frétt Financial Times segir að staðan við Pokrovsk hafi valdið miklum áhyggjum í Kænugarði. Tímasetningin sé heldur ekki góð, þar sem Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, ætli að hittast í Alaska á föstudaginn. Þar segist Trump ætla að reyna að komast að því hvort hægt sé að koma á friði og hefur hann talað um að Úkraínumenn muni þurfa að láta landsvæði af hendi fyrir frið. Bohdan Krotevych, fyrrverandi yfirmaður hjá Azov og ofursti í þjóðvarðliði Úkraínu, skrifaði gær langan pistil um að staðan milli Pokrovsk og Kramatorsk einkenndist af óreiðu. Þannig hefði ástandið verið um alllangt skeið og það hefði versnað með hverjum deginum. Hann sagði að í raun væri engin víglína þarna, eins og fólk skildi það. Beindi hann orðum sínum til Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og gaf í skyn að yfirmenn hersins væru ekki að segja honum satt frá ástandinu. Þá sagði hann manneklu og skort á yfirsýn hjá æðstu stjórnendum stóran hluta vandans. Með færslunni fylgdi mynd, þar sem hann reyndi að sýna hvernig „víglínan“ liti í rauninni út. Пане Президенте,Я щиро не знаю, що саме Вам доповідають, але інформую: на лінії Покровськ – Костянтинівка без перебільшення повна пізда. І ця пізда наростає вже давно, погіршуючись з кожним днем.Ті командування, які зараз призначають (чи вже призначили), щоб «виправити… pic.twitter.com/1BDAVhEfnb— Bohdan Krotevych (@BohdanKrotevych) August 11, 2025 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka rétt Úkraínumanna til að ákvarða eigin framtíð. Þá segja þeir mögulegt samkomulag verða að tryggja öryggishagsmuni Úkraínu og Evrópu. 12. ágúst 2025 06:45 „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreifingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður. 11. ágúst 2025 22:31 Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. 11. ágúst 2025 16:16 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Talið er að Rússar séu komnir allt að tuttugu kílómetra gegnum línu Úkraínumanna. Sókn Rússa fór fram norður af borginni Pokrovsk, sem þeir hafa reynt að hernema um langt skeið. Undanfarið hafa Rússar lagt meiri áherslu á að reyna að komast fram hjá borginni og umkringja hana og virðist það hafa borið árangur. Nú ógna Rússar birgðalínum Úkraínumanna í Pokrovsk, Kostiantynivka og Kramatorsk og stóru svæði þar í kring, austur af Pokrovsk. Fall Pokrovsk hefur legið í loftinu um nokkuð skeið. Áhlaupið hófst í raun snemma á síðasta ári en aukinn kraftur hefur færst í það að undanförnu og hafa Rússar lagt mikla áherslu á að gera birgðaflutninga til úkraínskra hermanna á svæðinu erfiða með notkun snúrutengdra dróna. Það eru drónar sem eru tengdir með þunnum en löngum netsnúrum en það þýðir að ómögulegt er að nota sérstakan búnað til að trufla þá rafrænt og láta stjórnendur missa sambandið við þá. Þessir drónar Rússa eru nú farnir að drífa allt að 25 kílómetra. Nú eru Rússar mögulega búnir að ná tökum á mikilvægum vegi á svæðinu, sem gæti gert birgðaflutninga Úkraínumanna á svæðinu enn erfiðari. Yfirmaður herafla Úkraínu á svæðinu neitaði í yfirlýsingu í gær að Rússar hefðu brotið sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Þess í stað væru tiltölulega fámennir hópar rússneskra hermanna komnir þar í gegn og það markaði ekki að Rússar hefðu náð tökum á svæðinu. Hann viðurkenndi þó að ástandið væri erfitt. Nýttu sér manneklu Rússar eru sagðir hafa nýtt sér mikla manneklu á varnarlínu Úkraínumanna til að brjóta sér leið í gegnum hana eða hreinlega finna gat á henni og dæla þangað hermönnum. Til að sporna gegn manneklunni hafa Úkraínumenn á undanförnum mánuðum reynt að stækka einskismannslandið milli hersveitanna og notað dróna í meira magni gegn Rússum. Þannig hefur þeim hingað til tekist að halda víglínunni með færri mönnum en áður. Nánar má skoða stöðuna á korti hóps sem kallast DeepState. Síðustu mánuði hefur þó færst aukinn hraði í framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu, þó hann sé enn tiltölulega hægur. Rússum hefur tekist að beita yfirburðum sínum í mannafla til að þrýsta á úkraínska hermenn víða á víglínunni og dreifa þannig enn frekar úr þeim með nokkrum árangri en Rússar eru þó taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli. This is not an operational breakthrough. It is, however, a penetration of the defenses - something @J_JHelin has already noted. And a penetration can turn into a breakthrough. For now, though, what we’re seeing is more of a massive “walkthrough”— Tatarigami_UA (@Tatarigami_UA) August 11, 2025 Næstu dagar munu skipta sköpum fyrir Úkraínumenn og munu þeir þurfa að leggja mikið kapp á að fylla upp í holur sínar á varnarlínunni. Úkraínskir herbloggarar hafa líkt varnarlínunni á svæðinu sem „sigti“. Kiyv Independent segir Azov-stórdeildina, sem er tiltölulega nýmynduð herdeild eftir kerfisbreytingar á úkraínskum herafla skipuð vönum hermönnum, hafa verið senda til svæðisins. Þangað eiga þeir að hafa komið á undanförnum dögum og eru yfirmenn sveitarinnar sagðir hafa lýst ástandinu sem „flóknu“ og „breytilegu“. Þeir munu væntanlega reyna fyrst að stöðva framsókn Rússa og í kjölfarið reyna að reka þá aftur, áður en Rússar geta sent enn frekari liðsauka á svæðið og nýtt sér óreiðuna frekar. Áhyggjur í Kænugarði Í frétt Financial Times segir að staðan við Pokrovsk hafi valdið miklum áhyggjum í Kænugarði. Tímasetningin sé heldur ekki góð, þar sem Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, ætli að hittast í Alaska á föstudaginn. Þar segist Trump ætla að reyna að komast að því hvort hægt sé að koma á friði og hefur hann talað um að Úkraínumenn muni þurfa að láta landsvæði af hendi fyrir frið. Bohdan Krotevych, fyrrverandi yfirmaður hjá Azov og ofursti í þjóðvarðliði Úkraínu, skrifaði gær langan pistil um að staðan milli Pokrovsk og Kramatorsk einkenndist af óreiðu. Þannig hefði ástandið verið um alllangt skeið og það hefði versnað með hverjum deginum. Hann sagði að í raun væri engin víglína þarna, eins og fólk skildi það. Beindi hann orðum sínum til Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og gaf í skyn að yfirmenn hersins væru ekki að segja honum satt frá ástandinu. Þá sagði hann manneklu og skort á yfirsýn hjá æðstu stjórnendum stóran hluta vandans. Með færslunni fylgdi mynd, þar sem hann reyndi að sýna hvernig „víglínan“ liti í rauninni út. Пане Президенте,Я щиро не знаю, що саме Вам доповідають, але інформую: на лінії Покровськ – Костянтинівка без перебільшення повна пізда. І ця пізда наростає вже давно, погіршуючись з кожним днем.Ті командування, які зараз призначають (чи вже призначили), щоб «виправити… pic.twitter.com/1BDAVhEfnb— Bohdan Krotevych (@BohdanKrotevych) August 11, 2025
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka rétt Úkraínumanna til að ákvarða eigin framtíð. Þá segja þeir mögulegt samkomulag verða að tryggja öryggishagsmuni Úkraínu og Evrópu. 12. ágúst 2025 06:45 „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreifingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður. 11. ágúst 2025 22:31 Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. 11. ágúst 2025 16:16 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka rétt Úkraínumanna til að ákvarða eigin framtíð. Þá segja þeir mögulegt samkomulag verða að tryggja öryggishagsmuni Úkraínu og Evrópu. 12. ágúst 2025 06:45
„Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreifingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður. 11. ágúst 2025 22:31
Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. 11. ágúst 2025 16:16