Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2025 11:00 Dean Martin og Heimir Guðjónsson nudduðu saman höfðum. sýn sport Sérfræðingar Stúkunnar höfðu gaman að látunum á hliðarlínunni í leik FH og ÍA í Bestu deild karla í gær. Ólafur Kristjánsson efast þó um að þau hafi haft mikil áhrif á gang mála inni á vellinum. Þegar skammt var til hálfleiks í viðureigninni í Kaplakrika í gær voru þeir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og Dean Martin, aðstoðarþjálfari ÍA, reknir af velli fyrir að kýtast á hliðarlínunni. „Ég hafði ógeðslega gaman að þessu. Ég verð bara að viðurkenna það. Ég elska þetta. Það er helvítis hundur í Heimi,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann telur líklegt að Heimir hafi ákveðið að hleypa öllu í bál og brand til að kveikja í FH-liðinu sem var í erfiðri stöðu. „Heimir er líka 0-2 undir. Það kom smá glott á hann þarna. Það er einhver leikþáttur í gangi. En Deano, að fara í þetta, að kveikja í þessu, það eru mistökin. Ekki að dómarinn hafi hent rauðu spjaldi,“ sagði Albert en FH skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér sigurinn. Ólafur Kristjánsson er efins um að gangur leiksins hafi breyst vegna uppákomunnar á hliðarlínunni. „Lárus Orri [Sigurðsson, þjálfari ÍA] að það hafi einhver leikþáttur farið í gang og haft áhrif á leikinn. Við getum valið að segja að við þetta rauða spjald hafi leikurinn snúist við. Þetta voru tveir menn utan vallar sem fengu rautt spjald. Inni á vellinum voru sömu þátttakendur voru fram að rauða spjaldinu. Við getum gefið þessu mikla þýðingu; þegar Heimir og Deano fengu rautt varð FH betra,“ sagði Ólafur. „Ég hef þjálfað oft á móti Heimi, spilaði með honum og þekki hann mjög vel. Hann er rólegur og yfirvegaður en það eru grensur og honum hefur fundist eitthvað hinum megin á bekknum að vera að ögra sér og hann svarar því. Bæði hann og Dean Martin gera hluti sem þú mátt ekki gera og er refsað fyrir hvað, hvort sem okkur líkar það vel eða illa. En vendipunkturinn var inni á vellinum, ekki þarna fyrir utan. Það getur vel verið að þetta hafi haft einhver áhrif en það voru fullt af hlutum sem áttu eftir að gerast og voru búnir að gerast. En ég hafði gaman að þessu.“ Klippa: Stúkan - umræða um lætin í Kaplakrika Umræðuna um lætin í Kaplakrika má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH ÍA Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga FH og KR komu til baka og unnu mikilvæga sigra á ÍA og Aftureldingu í Bestu deild karla í gær. 12. ágúst 2025 10:01 „Dóri verður að hætta þessu væli“ Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er orðinn þreyttur á því sem honum finnast vera tíðar afsakanir Halldórs Árnasonar, þjálfara Breiðabliks, í viðtölum eftir leiki. 12. ágúst 2025 09:03 „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“ 11. ágúst 2025 22:09 „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sigurður Bjartur Hallsson framherji FH var maður leiksins á Kaplakrikavelli, skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum stigin þrjú gegn ÍA í Bestu deild karla. Hann var glaður en þreyttur eftir átökin í kvöld. 11. ágúst 2025 21:51 Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Liðsfélagarnir fyrrverandi Heimir Guðjónsson og Dean Martin fengu báðir rautt spjald eftir að þeim lenti saman í leik FH og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta. Atvikið má sjá hér að neðan. 11. ágúst 2025 20:24 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Þegar skammt var til hálfleiks í viðureigninni í Kaplakrika í gær voru þeir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og Dean Martin, aðstoðarþjálfari ÍA, reknir af velli fyrir að kýtast á hliðarlínunni. „Ég hafði ógeðslega gaman að þessu. Ég verð bara að viðurkenna það. Ég elska þetta. Það er helvítis hundur í Heimi,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann telur líklegt að Heimir hafi ákveðið að hleypa öllu í bál og brand til að kveikja í FH-liðinu sem var í erfiðri stöðu. „Heimir er líka 0-2 undir. Það kom smá glott á hann þarna. Það er einhver leikþáttur í gangi. En Deano, að fara í þetta, að kveikja í þessu, það eru mistökin. Ekki að dómarinn hafi hent rauðu spjaldi,“ sagði Albert en FH skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér sigurinn. Ólafur Kristjánsson er efins um að gangur leiksins hafi breyst vegna uppákomunnar á hliðarlínunni. „Lárus Orri [Sigurðsson, þjálfari ÍA] að það hafi einhver leikþáttur farið í gang og haft áhrif á leikinn. Við getum valið að segja að við þetta rauða spjald hafi leikurinn snúist við. Þetta voru tveir menn utan vallar sem fengu rautt spjald. Inni á vellinum voru sömu þátttakendur voru fram að rauða spjaldinu. Við getum gefið þessu mikla þýðingu; þegar Heimir og Deano fengu rautt varð FH betra,“ sagði Ólafur. „Ég hef þjálfað oft á móti Heimi, spilaði með honum og þekki hann mjög vel. Hann er rólegur og yfirvegaður en það eru grensur og honum hefur fundist eitthvað hinum megin á bekknum að vera að ögra sér og hann svarar því. Bæði hann og Dean Martin gera hluti sem þú mátt ekki gera og er refsað fyrir hvað, hvort sem okkur líkar það vel eða illa. En vendipunkturinn var inni á vellinum, ekki þarna fyrir utan. Það getur vel verið að þetta hafi haft einhver áhrif en það voru fullt af hlutum sem áttu eftir að gerast og voru búnir að gerast. En ég hafði gaman að þessu.“ Klippa: Stúkan - umræða um lætin í Kaplakrika Umræðuna um lætin í Kaplakrika má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH ÍA Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga FH og KR komu til baka og unnu mikilvæga sigra á ÍA og Aftureldingu í Bestu deild karla í gær. 12. ágúst 2025 10:01 „Dóri verður að hætta þessu væli“ Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er orðinn þreyttur á því sem honum finnast vera tíðar afsakanir Halldórs Árnasonar, þjálfara Breiðabliks, í viðtölum eftir leiki. 12. ágúst 2025 09:03 „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“ 11. ágúst 2025 22:09 „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sigurður Bjartur Hallsson framherji FH var maður leiksins á Kaplakrikavelli, skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum stigin þrjú gegn ÍA í Bestu deild karla. Hann var glaður en þreyttur eftir átökin í kvöld. 11. ágúst 2025 21:51 Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Liðsfélagarnir fyrrverandi Heimir Guðjónsson og Dean Martin fengu báðir rautt spjald eftir að þeim lenti saman í leik FH og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta. Atvikið má sjá hér að neðan. 11. ágúst 2025 20:24 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga FH og KR komu til baka og unnu mikilvæga sigra á ÍA og Aftureldingu í Bestu deild karla í gær. 12. ágúst 2025 10:01
„Dóri verður að hætta þessu væli“ Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er orðinn þreyttur á því sem honum finnast vera tíðar afsakanir Halldórs Árnasonar, þjálfara Breiðabliks, í viðtölum eftir leiki. 12. ágúst 2025 09:03
„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“ 11. ágúst 2025 22:09
„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sigurður Bjartur Hallsson framherji FH var maður leiksins á Kaplakrikavelli, skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum stigin þrjú gegn ÍA í Bestu deild karla. Hann var glaður en þreyttur eftir átökin í kvöld. 11. ágúst 2025 21:51
Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Liðsfélagarnir fyrrverandi Heimir Guðjónsson og Dean Martin fengu báðir rautt spjald eftir að þeim lenti saman í leik FH og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta. Atvikið má sjá hér að neðan. 11. ágúst 2025 20:24