Íslenski boltinn

Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðar­línunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Liðsfélagarnir fyrrverandi ræða málin.
Liðsfélagarnir fyrrverandi ræða málin. Sýn Sport Ísland

Liðsfélagarnir fyrrverandi Heimir Guðjónsson og Dean Martin fengu báðir rautt spjald eftir að þeim lenti saman í leik FH og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta. Atvikið má sjá hér að neðan.

Þeir Heimir og Dean léku saman með ÍA á sínum tíma. Í dag er Heimir aðalþjálfari FH og Dean er aðstoðarþjálfari ÍA. Þeir virðast hafa átt ýmislegt vantalað við hvorn annan og ákváðu því að ræða málin líka svona innilega í leik liðanna í kvöld. 

Klippa: Læti í Kaplakrika

Eftir að lenda 0-2 undir kom FH til baka og vann 3-2 sigur. Það virðist því sem Heimir hafi náð að kveikja í sínum mönnum með því að láta reka sig af velli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×