Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 20:26 Nýir eigendur, Bríet og Markús, tóku við lyklunum frá Kristínu Björgu, fyrri eiganda, að húsnæðinu í dag. Aðsend Nýir eigendur tóku við rekstri Kaffi Laugalækjar í dag. Fráfarandi eigendur hlakka til nýrra verkefna og segja veitingarekstur mikið hugsjónastarf. Nýir eigendur lofa sömu stemningu og fyrr en boða í senn breytingar. Það taldist til nýjungar í Laugarneshverfi þegar fréttir um að nýtt kaffihús sem byði upp á veitingar og vín tæki brátt til starfa bárust árið 2016. Þá hafði Kaffihús Vesturbæjar, staður að svipaðri fyrirmynd, verið opinn í tvö ár. Innblástur í Singapúr Kristín Björg Viggósdóttir og Björn Arnar Hauksson eru meðal stofnanda og eigenda kaffihússins. Kristín segir hugmyndina hafa sprottið þegar þau bjuggu í Singapúr og urðu fyrir innblæstri af fjölskylduvænum hverfiskaffihúsum sem buðu hráefni beint frá býli. „Þetta var tími þar sem það var allt að fyllast af ferðamönnum niðri í bæ og Kaffi Vest komið á fullt,“ segir Kristín Björg í samtali við fréttastofu. Fjölskyldan hafði fest kaup á fasteign í Laugardal og húsnæði kvennafatabúðarinnar Verðlistans verið á sölu um hríð. Kristín og Björn hafi þá stokkið á tækifærið ásamt öðru pari, Herði Jóhannessyni og Svanhildi Unu með áform um að opna þar veitingastað. „Það var okkur svolítið ofviða að breyta fatabúð í veitingastað, enda ekkert endilega skynsamlegast,“ segir Kristín, sem segir stofnendahópinn hafa verið blautan bak við eyrun í fyrstu. Staðurinn opnaði í september 2016 og hefur að sögn Kristínar verið rekinn með svipuðu móti frá opnun. Staðurinn hefur notið vinsælda bæði innan og utan hverfisins. „Þetta gekk upp, en var ekki alltaf auðvelt. Þetta er mikið hugsjónastarf og veitingarekstur er viðkvæmur rekstur í dag. En við erum heppin að vera frekar vinsæll staður,“ segir Kristín. Hlakka til nýrra breytinga Eftir tæplega níu ára rekstur hafa Kristín og Björn ákveðið að láta gott heita. Reksturinn hefur verið seldur í hendur hjónanna Markúsar Haukssonar og Bríetar Óskar Guðrúnardóttur. Markús hefur reynslu í veitingarekstri, hefur til að mynda rekið veitingastaðinn Dillon á Laugarvegi um skeið. Markús og Bríet búa að auki í hverfinu en hafa að undanförnu tekið sér hlé frá veitingarekstri. „Við vorum eiginlega bara búin með orkuna í þetta. Við reyndum að sinna þessu eins og við gátum. Þetta er ekkert endilega hugsað sem ævistarf og níu ár er góður tími í veitingarekstri á sömu kennitölu,“ segir Kristín. Blásið var til kveðjuveislu á Kaffi Laugalæk í gær. Meðal dagskrárliða var spurningakeppnin: Hversu vel þekkir þú Kaffi Laugalæk?Aðsend Björn er hagfræðingur að mennt og Kristín iðjuþjálfi og hún segir þau spennt að snúa aftur í sín fög. Þá hlakka þau til að sjá hvað nýir eigendur hafa í hyggju að gera við staðinn og eru opin fyrir breytingum. „Ég held að þau séu að fara að gera mjög góða hluti. Auðvitað breyta þau og gera að sínu og það er allt í lagi. Þetta hefði mátt breytast í tælenskan veitingastað fyrir mér svo framarlega sem sami góði andinn verður þarna áfram.“ Lofa að nýtískuvæða ekki Markús og Bríet Ósk, hinir nýju kaupendur, eru að sögn Bríetar spenntir fyrir tímamótunum. Markús hefur starfað í veitingarekstri um árabil og Bríet er innanhússhönnuður. „Við erum búin að vera að leita okkur að tækifæri og langað að gera eitthvað skemmtilegt. Við búum í hverfinu og þetta hefur verið okkar go-to staður þegar við höfum farið með börnin út að borða,“ segir Bríet í samtali við fréttastofu. Þegar þau sáu að reksturinn var falur hafi þau ákveðið að stökkva á tækifærið. „Við ætlum að halda uppi sömu stemningu og Kristín og Björn hafa skapað en auðvitað langar okkur að koma með okkar fíling á þetta,“ segir Bríet, sem lofar að þau ætli ekki að nýtískuvæða staðinn en boðar einhverjar breytingar á útliti staðarins og matseðli. Vistaskipti Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira
Það taldist til nýjungar í Laugarneshverfi þegar fréttir um að nýtt kaffihús sem byði upp á veitingar og vín tæki brátt til starfa bárust árið 2016. Þá hafði Kaffihús Vesturbæjar, staður að svipaðri fyrirmynd, verið opinn í tvö ár. Innblástur í Singapúr Kristín Björg Viggósdóttir og Björn Arnar Hauksson eru meðal stofnanda og eigenda kaffihússins. Kristín segir hugmyndina hafa sprottið þegar þau bjuggu í Singapúr og urðu fyrir innblæstri af fjölskylduvænum hverfiskaffihúsum sem buðu hráefni beint frá býli. „Þetta var tími þar sem það var allt að fyllast af ferðamönnum niðri í bæ og Kaffi Vest komið á fullt,“ segir Kristín Björg í samtali við fréttastofu. Fjölskyldan hafði fest kaup á fasteign í Laugardal og húsnæði kvennafatabúðarinnar Verðlistans verið á sölu um hríð. Kristín og Björn hafi þá stokkið á tækifærið ásamt öðru pari, Herði Jóhannessyni og Svanhildi Unu með áform um að opna þar veitingastað. „Það var okkur svolítið ofviða að breyta fatabúð í veitingastað, enda ekkert endilega skynsamlegast,“ segir Kristín, sem segir stofnendahópinn hafa verið blautan bak við eyrun í fyrstu. Staðurinn opnaði í september 2016 og hefur að sögn Kristínar verið rekinn með svipuðu móti frá opnun. Staðurinn hefur notið vinsælda bæði innan og utan hverfisins. „Þetta gekk upp, en var ekki alltaf auðvelt. Þetta er mikið hugsjónastarf og veitingarekstur er viðkvæmur rekstur í dag. En við erum heppin að vera frekar vinsæll staður,“ segir Kristín. Hlakka til nýrra breytinga Eftir tæplega níu ára rekstur hafa Kristín og Björn ákveðið að láta gott heita. Reksturinn hefur verið seldur í hendur hjónanna Markúsar Haukssonar og Bríetar Óskar Guðrúnardóttur. Markús hefur reynslu í veitingarekstri, hefur til að mynda rekið veitingastaðinn Dillon á Laugarvegi um skeið. Markús og Bríet búa að auki í hverfinu en hafa að undanförnu tekið sér hlé frá veitingarekstri. „Við vorum eiginlega bara búin með orkuna í þetta. Við reyndum að sinna þessu eins og við gátum. Þetta er ekkert endilega hugsað sem ævistarf og níu ár er góður tími í veitingarekstri á sömu kennitölu,“ segir Kristín. Blásið var til kveðjuveislu á Kaffi Laugalæk í gær. Meðal dagskrárliða var spurningakeppnin: Hversu vel þekkir þú Kaffi Laugalæk?Aðsend Björn er hagfræðingur að mennt og Kristín iðjuþjálfi og hún segir þau spennt að snúa aftur í sín fög. Þá hlakka þau til að sjá hvað nýir eigendur hafa í hyggju að gera við staðinn og eru opin fyrir breytingum. „Ég held að þau séu að fara að gera mjög góða hluti. Auðvitað breyta þau og gera að sínu og það er allt í lagi. Þetta hefði mátt breytast í tælenskan veitingastað fyrir mér svo framarlega sem sami góði andinn verður þarna áfram.“ Lofa að nýtískuvæða ekki Markús og Bríet Ósk, hinir nýju kaupendur, eru að sögn Bríetar spenntir fyrir tímamótunum. Markús hefur starfað í veitingarekstri um árabil og Bríet er innanhússhönnuður. „Við erum búin að vera að leita okkur að tækifæri og langað að gera eitthvað skemmtilegt. Við búum í hverfinu og þetta hefur verið okkar go-to staður þegar við höfum farið með börnin út að borða,“ segir Bríet í samtali við fréttastofu. Þegar þau sáu að reksturinn var falur hafi þau ákveðið að stökkva á tækifærið. „Við ætlum að halda uppi sömu stemningu og Kristín og Björn hafa skapað en auðvitað langar okkur að koma með okkar fíling á þetta,“ segir Bríet, sem lofar að þau ætli ekki að nýtískuvæða staðinn en boðar einhverjar breytingar á útliti staðarins og matseðli.
Vistaskipti Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Fleiri fréttir Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Sjá meira