Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. ágúst 2025 20:59 Gleðin verður allsráðandi um alla borg í kvöld. Vísir/Viktor Freyr Páll Óskar slær botninn í hinsegin daga að venju og engu verður sparað í hátíðarhöldunum. Í kvöld kemur hann fram við tilefnið í 25. sinn og hann segist hvergi af baki dottinn. Hann flutti ungu hinsegin fólki falleg skilaboð í kvöldfréttum Sýnar. Klukkan níu í kvöld hefst alvöru Pallaball sem stendur fram til klukkan eitt í nótt. Eins og fyrr segir er þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Palli stendur fyrir tónleikum í tilefni hátíðarinnar. „Ég segi alltaf við sjálfan mig: „Heyrðu, þetta verður í síðasta skiptið.“ Svo þegar maður sér vídjóin, fréttaflutninginn og ljósmyndir frá fólki þá fatta ég hvað þetta er flott og þá nenni ég þessu aftur,“ segir hann. Páll Óskar segir hinsegin daga alltaf jafnmikilvæga. „Hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, trans, interse, allur heili pakkinn. Við höfum verið hérna alla tíð, alla mannkynssöguna. Fólkið sem finnur okkur allt til foráttu og lætur okkur fara í taugarnar á sér hefur líka alltaf verið til. Það verður alltaf svona núningur, pendúllinn sveiflast frá vinstri til hægri, fram og til baka. En við sem erum hinsegin höfum lifað tímana tvenna, og þrenna. Við höfum alltaf lifað allt af. Við höfum meira að segja lifað af að vera í mjög krefjandi umhverfi, jafnvel með fólki sem hatar okkur. Við höfum samt bara átt mjög gott líf, með hvort öðru, búið til samfélag með hvort öðru,“ segir hann. „Það eina sem ég vil ráðleggja fólki sem er enn þá að kveljast úr efasemdum um sig sjálft og þorir ekki út úr skápnum jafnvel. Farðu og finndu fólkið þitt. Við erum hérna, við bíðum eftir þér. Við getum séð mjög vel um þig þó annað fólk sem stendur þér nærri vilji það ekki eða geti það ekki,“ segir Páll Óskar. Ballið hefst klukkan níu í Gamla bíói og ásamt Palla koma fram dragdrottningarnar Crisartista, Lady Bunny og Sherry Vine og svo nýjasta hinsegin poppstjarnan Torfi, að því er segir í viðburðarlýsingunni. Hinsegin Gleðigangan Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Klukkan níu í kvöld hefst alvöru Pallaball sem stendur fram til klukkan eitt í nótt. Eins og fyrr segir er þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Palli stendur fyrir tónleikum í tilefni hátíðarinnar. „Ég segi alltaf við sjálfan mig: „Heyrðu, þetta verður í síðasta skiptið.“ Svo þegar maður sér vídjóin, fréttaflutninginn og ljósmyndir frá fólki þá fatta ég hvað þetta er flott og þá nenni ég þessu aftur,“ segir hann. Páll Óskar segir hinsegin daga alltaf jafnmikilvæga. „Hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, trans, interse, allur heili pakkinn. Við höfum verið hérna alla tíð, alla mannkynssöguna. Fólkið sem finnur okkur allt til foráttu og lætur okkur fara í taugarnar á sér hefur líka alltaf verið til. Það verður alltaf svona núningur, pendúllinn sveiflast frá vinstri til hægri, fram og til baka. En við sem erum hinsegin höfum lifað tímana tvenna, og þrenna. Við höfum alltaf lifað allt af. Við höfum meira að segja lifað af að vera í mjög krefjandi umhverfi, jafnvel með fólki sem hatar okkur. Við höfum samt bara átt mjög gott líf, með hvort öðru, búið til samfélag með hvort öðru,“ segir hann. „Það eina sem ég vil ráðleggja fólki sem er enn þá að kveljast úr efasemdum um sig sjálft og þorir ekki út úr skápnum jafnvel. Farðu og finndu fólkið þitt. Við erum hérna, við bíðum eftir þér. Við getum séð mjög vel um þig þó annað fólk sem stendur þér nærri vilji það ekki eða geti það ekki,“ segir Páll Óskar. Ballið hefst klukkan níu í Gamla bíói og ásamt Palla koma fram dragdrottningarnar Crisartista, Lady Bunny og Sherry Vine og svo nýjasta hinsegin poppstjarnan Torfi, að því er segir í viðburðarlýsingunni.
Hinsegin Gleðigangan Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent