Innlent

Heitavatnslaust í Laugar­dal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áætlað bilanasvæði teygir sig til Kringlymýrarbrautar í vestri og Suðurlandsbrautar í suðri, Sæbrautar í norðri og upp í Vesturbrún.
Áætlað bilanasvæði teygir sig til Kringlymýrarbrautar í vestri og Suðurlandsbrautar í suðri, Sæbrautar í norðri og upp í Vesturbrún.

Vegna bilunar er heitvatnslaust í Laugardal og næsta nágrenni og hefur verið síðan klukkan eitt eftir hádegi. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að einhverjir viðskiptavinir muni finna fyrir minni þrýstingi á heitum vatni. Kort af svæðinu sem bilunin nær til má sjá að ofan.

Veitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að valda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×