Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2025 07:13 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. VR Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segir margt að athuga við röksemdir dómsmálaráðherra hvað varðar fólksfjölgun á Íslandi og segist vona að umræður muni skapast um málið. Ráðherrann, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, boðaði ný útlendingalög í haust í grein sem birtist á Vísi í gær, þar sem hún sagði meðal annars að endurskoða þyrfti reglur um dvalarleyfi. Í færslu á Facebook bendir Halla meðal annars á að langflestir innflytjendur á Íslandi komi frá löndum innan EES, þar af flestir frá Póllandi. Þeir þurfi ekki dvalarleyfi en sinni fjölda starfa sem haldi uppi samfélaginu. Flestir innflytjendur utan EES komi frá Úkraínu og Bandaríkjunum en þar fyrir utan frá Filippseyjum og þar séu filippseyskar konur helmingi fleiri en filippseyskir karlar. „Ein af ástæðunum er sú að filippseyskir hjúkrunarfræðingar halda uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi,“ segir Halla. „Dvalarleyfin sem dómsmálaráðherra ætlar að skera upp herör gegn eru í grunninn vegna starfa sem ekki fæst starfsfólk til að sinna á EES-svæðinu. Þar má nefna filippseysku hjúkrunarfræðingana en líka fjölda einstaklinga af afar ólíkum þjóðernum sem starfa hjá stórum fyrirtækjum á borð við Alvotech, Össur og CCP. Þessi fyrirtæki gætu tæplega starfað án einstaklinga utan EES,“ bætir hún við. Halla segir sannarlega þörf á jafnvægi og yfirvegun í umræðunni um útlendingamál. Ef markmiðið sé að fækka innflytjendum, sem sé hæpið í sjálfu sér, þurfi líklega að gera það í gegnum atvinnustefnu og þá sé spurning hvar grípa eigi niður. „Á að stuðla að minnkum ferðaþjónustunnar? Er hægt að fækka erlendu starfsfólki í byggingargeiranum? Hvernig má endurhanna fyrirtæki og stofnanir sem almennt reiða sig á erlent starfsfólk? Þetta eru stórar og aðkallandi spurningar og það má spyrja stjórnmálamenn hvort þeir séu tilbúnir að takast á við þær. Eða er kannski auðveldara að beina spjótunum bara að einstaklingum sem njóta hvað minnstra réttinda í samfélaginu?“ spyr Halla. „Í öllu falli virðist það vera lenskan.“ Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Nýtt slagorð ungra Miðflokksmanna: „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Ráðherrann, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, boðaði ný útlendingalög í haust í grein sem birtist á Vísi í gær, þar sem hún sagði meðal annars að endurskoða þyrfti reglur um dvalarleyfi. Í færslu á Facebook bendir Halla meðal annars á að langflestir innflytjendur á Íslandi komi frá löndum innan EES, þar af flestir frá Póllandi. Þeir þurfi ekki dvalarleyfi en sinni fjölda starfa sem haldi uppi samfélaginu. Flestir innflytjendur utan EES komi frá Úkraínu og Bandaríkjunum en þar fyrir utan frá Filippseyjum og þar séu filippseyskar konur helmingi fleiri en filippseyskir karlar. „Ein af ástæðunum er sú að filippseyskir hjúkrunarfræðingar halda uppi hluta heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi,“ segir Halla. „Dvalarleyfin sem dómsmálaráðherra ætlar að skera upp herör gegn eru í grunninn vegna starfa sem ekki fæst starfsfólk til að sinna á EES-svæðinu. Þar má nefna filippseysku hjúkrunarfræðingana en líka fjölda einstaklinga af afar ólíkum þjóðernum sem starfa hjá stórum fyrirtækjum á borð við Alvotech, Össur og CCP. Þessi fyrirtæki gætu tæplega starfað án einstaklinga utan EES,“ bætir hún við. Halla segir sannarlega þörf á jafnvægi og yfirvegun í umræðunni um útlendingamál. Ef markmiðið sé að fækka innflytjendum, sem sé hæpið í sjálfu sér, þurfi líklega að gera það í gegnum atvinnustefnu og þá sé spurning hvar grípa eigi niður. „Á að stuðla að minnkum ferðaþjónustunnar? Er hægt að fækka erlendu starfsfólki í byggingargeiranum? Hvernig má endurhanna fyrirtæki og stofnanir sem almennt reiða sig á erlent starfsfólk? Þetta eru stórar og aðkallandi spurningar og það má spyrja stjórnmálamenn hvort þeir séu tilbúnir að takast á við þær. Eða er kannski auðveldara að beina spjótunum bara að einstaklingum sem njóta hvað minnstra réttinda í samfélaginu?“ spyr Halla. „Í öllu falli virðist það vera lenskan.“
Innflytjendamál Vinnumarkaður Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Nýtt slagorð ungra Miðflokksmanna: „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira