Enski boltinn

Liver­pool vann At­hletic tví­vegis á Anfield

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gakpo bætti upp fyrir mistök sín.
Gakpo bætti upp fyrir mistök sín. Liverpool

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool og spænska efstu deildarliðið Athletic Club léku tvo æfingaleiki í dag. Báðir fóru fram á Anfield og vann Liverpool báða þeirra.

Liðin eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil og því var ákveðið að spila tvo leiki svo sem flestir leikmenn gætu fengið mikilvægar mínútur á vellinum. Þar sem allir voru að fá mínútur voru leikmannahóparnir nokkuð áhugaverðir.

Byrjunarlið Liverpool í fyrri leiknum má sjá hér að neðan.

Liverpool vann þann leik 4-1 þökk sé mörkum frá Rio Ngumoha, Darwin Núñez, Alex Padilla (sjálfsmark) og Harvey Elliott. Gorka Guruzeta skoraði mark Athletic.

Byrjunarliðið fyrir síðari leikinn má sjá hér að neðan. Þar má segja að stærstu nöfn félagsins hafi spilað.

Sá sigur var öllu naumari, lokatölur 3-2. Cody Gakpo kom gestunum yfir þegar hann setti boltann í eigið net á sjöttu mínútu. Salah jafnaði metn áður en Oihan Sancet kom gestunum yfir á nýjan leik.

Gakpo skoraði hins vegar tvívegis í síðari hálfleik og sá til þessa að Liverpool endaði daginn með stæl.

Liverpool hefur ensku úrvalsdeildina þann 15. ágúst næstkomandi þegar Bournemouth kemur í heimsókn. 

Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport.

Hér má tryggja sér áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×