Innlent

Bónus og Prís virða frí­dag verslunar­manna en aðrir ekki

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Það verður líklega ekki öngþveiti neins staðar í dag vegna þess hve margar verslanir eru opnar.
Það verður líklega ekki öngþveiti neins staðar í dag vegna þess hve margar verslanir eru opnar. Vísir/Rúnar

Gegnum tíðina hafa verslunarmenn yfirleitt lokað verslunum sínum á frídegi verslunarmanna en sú venja virðist á undanhaldi. Bónus lokar öllum verslunum sínum í dag en flestar aðrar matvöruverslanir eru með venjulegan opnunartíma.

Fréttastofa hugðist taka saman opnunartíma matvöruverslana hér að neðan svo fólk myndi ekki lenda í neinum vandræðum með innkaupin eftir helgina. Raunin er þó að flestir verslunarmenn hafa ákveðið að halda matvöruverslunum sínum opnum.

Bónus

Allar verslanir Bónus verða lokaðar á frídegi verslunarmanna, alls staðar á landinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Bónus en þar segir einnig að lokað hafi verið í Kringlunni í gær, sunnudaginn 3. ágúst.

„Bónus virðir frídag verslunarmanna,“ segir á vefsíðunni.

Krónan

Krónan greindi frá því á Facebook-síðu sinni á föstudag að allar verslanir Krónunnar yrðu opnar yfir Verslunarmannahelgina og á mánudag.

„Góða skemmtun um verslunarmannahelgina! Það er opið í öllum verslunum Krónunnar um helgina og á mánudag!“ sagði í tilkynningunni.

Prís

Lágvöruverslunin Prís á Smáratorgi verður lokuð í dag.

Nettó

Nettó var með hefðbundna opnunartíma yfir Verslunarmannahelgina og verða með opið í dag í öllum verslunum sínum.

Krambúðin

Krambúðin, sem er í eigu Samkaupa eins og Nettó, verður einnig með opið í verslunum sínum í dag, alveg eins og síðustu tvo daga.

Hagkaup

Verslanir Hagkaupa í Skeifunni, Garðabæ, Spönginni, Eiðistorgi og Akureyri voru opnar um helgina og verða það jafnframt í dag.

Verslanir Hagkaupa í Smáralind og Kringlunni verða hins vegar lokaðar í dag, rétt eins og í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×