Gott silfur gulli betra en hvað nú? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2025 08:02 Hvað nú? Marc Atkins/Getty Images Eftir þrjú silfurverðlaun í röð getur Arsenal loks staðið uppi sem Englandsmeistari? Mikel Arteta, þjálfari, getur allavega ekki beðið um mikið meiri tíma enda stýrt liðinu síðan 2019. Arsenal hefur undanfarin þrjú tímabil endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Bæði 2022-23 og 2023-24 var liðið ekki langt frá því að skáka Manchester City en lærisveinar Pep Guardiola kunna að loka mótum og stóðu uppi sem sigurvegarar bæði árin. Á síðustu leiktíð var Arsenal aldrei nálægt Liverpool sem stóð á endanum uppi sem meistari. Lærisveinar Arne Slot voru hins með færir stig en Skytturnar enduðu með árinu áður. Síðan að félagaskiptaglugginn opnaði hefur Arsenal látið til sín taka á markaðnum og ljóst er að markmiðið er einfalt, það er að verða Englandsmeistari. Liðinu vantaði framherja svo Viktor Einar Gyökeres var sóttur frá Sporting Lissabon á fúlgur fjár. Martín Zubamendi er mættur til að þétta miðsvæðið enn frekar. Honum til halds og trausts er Christian Nörgaard, fyrrverandi fyrirliði Brentford. Hægri vængmaðurinn Noni Madueke á að gefa liðinu auka breidd, innan vallar sem utan. Með komu hans ætti Bukayo Saka – langhættulegasti maður liðsins á síðustu leiktíð – að geta fengið hvíld endrum og eins. Miðvörðurinn Cristhian Mosquera er kominn frá Valencia en miðað við hvernig Arteta hefur spilað undanfarið ætti ekki að koma á óvart ef hann myndi enda í bakverði. Þá er markvörðurinn Kepa Arrizabalaga kominn til að veita David Raya félagsskap í markinu. Báðir eru Spánverjar, líkt og markmannsþjálfari liðsins - Iñaki Caña. Dýrustu leikmenn Arsenal síðan Arteta tók við Declan Rice frá West Ham United – 116.6 milljónir evra Kai Havertz frá Chelsea – 75 milljónir evra Zubameni frá Real Sociedad – 70 milljónir evra Gyökeres frá Sporting – 65.8 milljónir evra Noni Madueke frá Chelsea – 56 milljónir evra Ben White frá Brighton & Hove Albion – 58.5 milljónir evra Gabriel Jesus frá Man City – 52.2 milljónir evra Thomas Partey frá Atlético Madríd – 50 milljónir evra Riccardo Calafiori frá Bologna – 45 milljónir evra Jurrien Timber frá Ajax – 40 milljónir evra Oleksandr Zinchenko frá Man City – 35 milljónir evra Fábio Vieira frá Porto – 35 milljónir evra Martin Ödegaard frá Real Madríd – 35 milljónir evra Sem stendur eru fá lið með jafn breiðan og góðan hóp og Arsenal. Arteta hefur fengið að móta liðið algjörlega eftir sínu höfði og nú er að gera eitthvað meira en að næla í silfur. Arsenal sækir Manchester United heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Arsenal hefur undanfarin þrjú tímabil endað í öðru sæti ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Bæði 2022-23 og 2023-24 var liðið ekki langt frá því að skáka Manchester City en lærisveinar Pep Guardiola kunna að loka mótum og stóðu uppi sem sigurvegarar bæði árin. Á síðustu leiktíð var Arsenal aldrei nálægt Liverpool sem stóð á endanum uppi sem meistari. Lærisveinar Arne Slot voru hins með færir stig en Skytturnar enduðu með árinu áður. Síðan að félagaskiptaglugginn opnaði hefur Arsenal látið til sín taka á markaðnum og ljóst er að markmiðið er einfalt, það er að verða Englandsmeistari. Liðinu vantaði framherja svo Viktor Einar Gyökeres var sóttur frá Sporting Lissabon á fúlgur fjár. Martín Zubamendi er mættur til að þétta miðsvæðið enn frekar. Honum til halds og trausts er Christian Nörgaard, fyrrverandi fyrirliði Brentford. Hægri vængmaðurinn Noni Madueke á að gefa liðinu auka breidd, innan vallar sem utan. Með komu hans ætti Bukayo Saka – langhættulegasti maður liðsins á síðustu leiktíð – að geta fengið hvíld endrum og eins. Miðvörðurinn Cristhian Mosquera er kominn frá Valencia en miðað við hvernig Arteta hefur spilað undanfarið ætti ekki að koma á óvart ef hann myndi enda í bakverði. Þá er markvörðurinn Kepa Arrizabalaga kominn til að veita David Raya félagsskap í markinu. Báðir eru Spánverjar, líkt og markmannsþjálfari liðsins - Iñaki Caña. Dýrustu leikmenn Arsenal síðan Arteta tók við Declan Rice frá West Ham United – 116.6 milljónir evra Kai Havertz frá Chelsea – 75 milljónir evra Zubameni frá Real Sociedad – 70 milljónir evra Gyökeres frá Sporting – 65.8 milljónir evra Noni Madueke frá Chelsea – 56 milljónir evra Ben White frá Brighton & Hove Albion – 58.5 milljónir evra Gabriel Jesus frá Man City – 52.2 milljónir evra Thomas Partey frá Atlético Madríd – 50 milljónir evra Riccardo Calafiori frá Bologna – 45 milljónir evra Jurrien Timber frá Ajax – 40 milljónir evra Oleksandr Zinchenko frá Man City – 35 milljónir evra Fábio Vieira frá Porto – 35 milljónir evra Martin Ödegaard frá Real Madríd – 35 milljónir evra Sem stendur eru fá lið með jafn breiðan og góðan hóp og Arsenal. Arteta hefur fengið að móta liðið algjörlega eftir sínu höfði og nú er að gera eitthvað meira en að næla í silfur. Arsenal sækir Manchester United heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira