Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2025 19:02 Það var erfið stemning á tjaldsvæðinu í Eyjum í morgun en töluvert skárra veður nú síðdegis. Vísir/Viktor Freyr Fjölmargir þjóðhátíðargestir sem hugðust gista í tjöldum í nótt í Vestmannaeyjum þurftu að leita sér skjóls í Herjólfshöll en þrumuveður, rok og rigning lék skipuleggjendur grátt. Þjóðhátíðargestir sem fréttastofa ræddi við segjast enn blautir eftir gærnóttina og þá eru stígvél uppseld á eyjunni. Veðrið í Vestmannaeyjum í nótt þegar verst var lítur ekki sérlega vel út á upptökum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum en Þjóðhátíðarnefnd hafði fyrr um kvöldið virkað viðbragðsáætlun, hætt við að kveikja í brennunni á Fjósakletti og opnað dyr Herjólfshallarinnar fyrir gestum. Á miðnætti kom hvellur með tilheyrandi hvassviðri sem tók með sér nokkur hvít tjöld og þegar skipuleggjendur hugðust taka niður bjórtjaldið fauk tjaldið og eyðilagðist. Veðrið í eyjunni var töluvert skárra í dag en nú síðdegis var tilkynnt að vegna aðstæðna í Landeyjahöfn muni ferðir Herjólfs falla niður í kvöld. Aðstæður til siglinga á morgun verða metnar út frá nýjustu veðurspá og tilkynning send um morgundaginn klukkan fimm í fyrramálið. Kristófer Kári Magnússon gisti ásamt þremur félögum sínum í tjaldi í Eyjum í nótt. „Vindurinn var náttúrulega svakalegur. Tjöldin voru svona, járnin sem halda þeim niðri, þau voru alveg að taka þau af, við þurftum að fara þrisvar til fjórum sinnum út að laga þau. Rigningin var ekki góð, við fórum út að laga þetta og komum bara inn jafnblautir og þegar við vorum að koma úr Dalnum. Nóttin var erfið, það var erfitt að sofna og já þetta var bara erfitt.“ Gestum hafi sérstaklega brugðið þegar teknótjaldið svokallaða hafi einfaldlega farið á hvolf vegna veðurs. „Það voru pollar þarna út um mörg svæði þar sem fólk var að dansa, þetta var mikið álag. Maður hafði alveg gaman. Þetta er meira veðurhugarfar, maður á alltaf að búast við vondu veðri. Ég hafði alveg gaman en nóttin var erfið og morguninn klárlega erfiður.“ Hann segist enn blautur eftir ævintýri næturinnar. Vinkonurnar Ásdís Gréta Stefánsdóttir og Tinna Björk Arnarsdóttir segjast aldrei hafa upplifað annað eins veður. „Ég hef aldrei lent í öðru eins sko. Þetta var hræðilegt. Ég var alveg bara: Já, það er bara smá rigning. Nei nei það var bara rigning og rok og allt sko, díses,“ segir Tinna. „Ég var í strigaskóm og þeir eru rennandi blautir,“ segir Ásdís en vinkona hennar segir hlæjandi: „Hún eitthvað: Já já, ég gat alveg verið í þeim í fyrra, ég ætla bara að vera í þeim aftur núna. Ásdís segist hafa farið í Icewear og ætlað að kaupa sér stígvél. Hún kom að tómum kofa. „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld. Ég fór í nokkrar búðir.“ @idunnragg ♬ Jet2 Advert - ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧 Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Veðrið í Vestmannaeyjum í nótt þegar verst var lítur ekki sérlega vel út á upptökum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum en Þjóðhátíðarnefnd hafði fyrr um kvöldið virkað viðbragðsáætlun, hætt við að kveikja í brennunni á Fjósakletti og opnað dyr Herjólfshallarinnar fyrir gestum. Á miðnætti kom hvellur með tilheyrandi hvassviðri sem tók með sér nokkur hvít tjöld og þegar skipuleggjendur hugðust taka niður bjórtjaldið fauk tjaldið og eyðilagðist. Veðrið í eyjunni var töluvert skárra í dag en nú síðdegis var tilkynnt að vegna aðstæðna í Landeyjahöfn muni ferðir Herjólfs falla niður í kvöld. Aðstæður til siglinga á morgun verða metnar út frá nýjustu veðurspá og tilkynning send um morgundaginn klukkan fimm í fyrramálið. Kristófer Kári Magnússon gisti ásamt þremur félögum sínum í tjaldi í Eyjum í nótt. „Vindurinn var náttúrulega svakalegur. Tjöldin voru svona, járnin sem halda þeim niðri, þau voru alveg að taka þau af, við þurftum að fara þrisvar til fjórum sinnum út að laga þau. Rigningin var ekki góð, við fórum út að laga þetta og komum bara inn jafnblautir og þegar við vorum að koma úr Dalnum. Nóttin var erfið, það var erfitt að sofna og já þetta var bara erfitt.“ Gestum hafi sérstaklega brugðið þegar teknótjaldið svokallaða hafi einfaldlega farið á hvolf vegna veðurs. „Það voru pollar þarna út um mörg svæði þar sem fólk var að dansa, þetta var mikið álag. Maður hafði alveg gaman. Þetta er meira veðurhugarfar, maður á alltaf að búast við vondu veðri. Ég hafði alveg gaman en nóttin var erfið og morguninn klárlega erfiður.“ Hann segist enn blautur eftir ævintýri næturinnar. Vinkonurnar Ásdís Gréta Stefánsdóttir og Tinna Björk Arnarsdóttir segjast aldrei hafa upplifað annað eins veður. „Ég hef aldrei lent í öðru eins sko. Þetta var hræðilegt. Ég var alveg bara: Já, það er bara smá rigning. Nei nei það var bara rigning og rok og allt sko, díses,“ segir Tinna. „Ég var í strigaskóm og þeir eru rennandi blautir,“ segir Ásdís en vinkona hennar segir hlæjandi: „Hún eitthvað: Já já, ég gat alveg verið í þeim í fyrra, ég ætla bara að vera í þeim aftur núna. Ásdís segist hafa farið í Icewear og ætlað að kaupa sér stígvél. Hún kom að tómum kofa. „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld. Ég fór í nokkrar búðir.“ @idunnragg ♬ Jet2 Advert - ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira