„Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 20:13 Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar, segir að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sé rökþrota þegar hún ber forstjóra Landsvirkjunar saman við heimilisofbeldismann sem gangi konum og börnum í skrokk. Þung orð hafa verið látin falla í umræðunni um Hvammsvirkjun, ekki síst af Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar, sem líkti Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar við ofbeldismann og sagði aðferðir hans minna á hvernig heimilisofbeldi sé þaggað niður. „Ekkert er að,“ skrifaði Björg í skoðanagrein á Vísi, „húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Greinilega rökþrota Þóra Arnórsdóttir samskiptastjóri Landsvirkjunar svaraði þessu í setti í fréttatíma Synar í kvöld. Sjá má viðbrögð hennar í spilaranum hér að neðan á mínútu þrjú. Þóra bendir á að vandað hafi verið til verka við undirbúning Hvammsvirkjunar. „Það er löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra segir að virkjunin njóti stuðnings á Alþingi og að skoðanakannanir sýni að almenningur styðji við aukna orkuöflun. „Þegar ég las greinina hennar Bjargar Evu í gærmorgun blöskraði mér fyrst. En svo fann ég til með henni vegna þess að... manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota,“ segir hún. „Að líkja Herði Arnarsyni við ofbeldismann sem gangi í skrokk á konum og börnum og segi þeim að ljúga til um hvaðan áverkarnir séu komnir þegar þau ganga um blámarin, ég held að við þurfum ekkert doktorspróf til að sjá að þessi samlíking sé langt út fyrir velsæmismörk.“ Hún segist skilja að fólki gangi kapp í kinn. „En þetta er bara svo ósmekklegt.“ Hún segir engar staðreyndir eða rök að ræða í grein Bjargar og bendir á að Landsvirkjun hafi fylgt lögum og reglum upp á punkt á prik í „þessu óralanga borðspili sem stjórnvöld hafa boðið upp á í kringum þessa virkjun.“ „Það sér nú fyrir endann á þessu.“ Segir hún alla dóma sem fallið hafa í málinu fjalla um formgalla, málsmeðferð stjórnsýslunnar eða mistök við lagasetningu eins og kom fram í Hæstaréttardómnum sem staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Þóra segir jákvætt að sjá í bráðabirgðaúrskurði úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála að ekki sé sett út á neitt um sjálfa virkjunina. „Þar kemur fram að, út af því að það er búið að leiðrétta lögin, að þá sé von á bráðabirgðavirkjunarleyfi í ágúst — ég sá í færslu frá ráðherra að það gæti jafnvel orðið í næstu viku — og samkvæmt leiðbeiningum nefndarinnar geti Landsvirkjun sótt um framkvæmdaleyfi fyrir öllum undirbúningsframkvæmdum í framhaldi af því.“ Svo geti Landsvirkjun fengið fullt virkjunarleyfi þegar „búið er að fara allan hringinn sem farið var áður,“ segir hún. „Þannig að það sér nú fyrir endann á þessu.“ Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þung orð hafa verið látin falla í umræðunni um Hvammsvirkjun, ekki síst af Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar, sem líkti Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar við ofbeldismann og sagði aðferðir hans minna á hvernig heimilisofbeldi sé þaggað niður. „Ekkert er að,“ skrifaði Björg í skoðanagrein á Vísi, „húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Greinilega rökþrota Þóra Arnórsdóttir samskiptastjóri Landsvirkjunar svaraði þessu í setti í fréttatíma Synar í kvöld. Sjá má viðbrögð hennar í spilaranum hér að neðan á mínútu þrjú. Þóra bendir á að vandað hafi verið til verka við undirbúning Hvammsvirkjunar. „Það er löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra segir að virkjunin njóti stuðnings á Alþingi og að skoðanakannanir sýni að almenningur styðji við aukna orkuöflun. „Þegar ég las greinina hennar Bjargar Evu í gærmorgun blöskraði mér fyrst. En svo fann ég til með henni vegna þess að... manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota,“ segir hún. „Að líkja Herði Arnarsyni við ofbeldismann sem gangi í skrokk á konum og börnum og segi þeim að ljúga til um hvaðan áverkarnir séu komnir þegar þau ganga um blámarin, ég held að við þurfum ekkert doktorspróf til að sjá að þessi samlíking sé langt út fyrir velsæmismörk.“ Hún segist skilja að fólki gangi kapp í kinn. „En þetta er bara svo ósmekklegt.“ Hún segir engar staðreyndir eða rök að ræða í grein Bjargar og bendir á að Landsvirkjun hafi fylgt lögum og reglum upp á punkt á prik í „þessu óralanga borðspili sem stjórnvöld hafa boðið upp á í kringum þessa virkjun.“ „Það sér nú fyrir endann á þessu.“ Segir hún alla dóma sem fallið hafa í málinu fjalla um formgalla, málsmeðferð stjórnsýslunnar eða mistök við lagasetningu eins og kom fram í Hæstaréttardómnum sem staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Þóra segir jákvætt að sjá í bráðabirgðaúrskurði úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála að ekki sé sett út á neitt um sjálfa virkjunina. „Þar kemur fram að, út af því að það er búið að leiðrétta lögin, að þá sé von á bráðabirgðavirkjunarleyfi í ágúst — ég sá í færslu frá ráðherra að það gæti jafnvel orðið í næstu viku — og samkvæmt leiðbeiningum nefndarinnar geti Landsvirkjun sótt um framkvæmdaleyfi fyrir öllum undirbúningsframkvæmdum í framhaldi af því.“ Svo geti Landsvirkjun fengið fullt virkjunarleyfi þegar „búið er að fara allan hringinn sem farið var áður,“ segir hún. „Þannig að það sér nú fyrir endann á þessu.“
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent