Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2025 19:30 Sigurður kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við og bjóði eldri borgurum sem verða fyrir ofbeldi upp á alvöru úrræði. Vísir/Bjarni Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. Alvarlegt ofbeldi ættingja gegn eldri borgurum er það heimilisofbeldi sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkahlíð sem ræddi málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilefnið er andlát áttræðs karlmanns sem lést í apríl eftir næturlanga líkamsárás dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru á hendur dótturinni lét hún högg og spörk dynja á foreldrum sínum í tíu klukkustundir áður en maðurinn örmagnaðist og lést á flótta af heimili sínu. Áður en dóttir mannsins varð honum að bana þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann og móðir hennar margsinnis leitað sér aðstoð lækna vegna árásarinnar. Örfáum dögum fyrir andlátið hafði hann legið inni á spítala í tvo daga eftir alvarlega árás. Geti hvergi leitað Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður Landssambands eldri borgara segir málið sýna svart á hvítu að eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi fjölskyldumeðlima geti hvergi leitað. „Þegar lögreglan mætir á staðinn þá getur hún ekkert vísað málinu til einhvers sem tæki við málinu heldur fer þetta bara í skýrslubunka,“ segir Sigurður sem segist vilja sjá sambærileg úrræði standa öldruðum til boða og býst börnum sem verða fyrir ofbeldi. „Þegar lögregla mætir á staðinn og það er grunur um ofbeldi gegn barni þá er kallaður til fulltrúi frá Barnavernd sem kemur á staðinn þannig lögregla fer ekki af staðnum fyrr en sá fulltrúi er kominn og tekur við málinu. Það er til umboðsmaður barna. Af hverju getur sá sami aðili ekki líka verið umboðsmaður eldri borgara?“ Hann segir ljóst að um falið vandamál sé að ræða, rannsóknir erlendis frá sýni að tilkynnt brot séu einungis toppurinn á ísjakanum. „Og það er talað um að sextán prósent á aldrinum sextíu ára plús verði fyrir ofbeldi og ef við uppfærum þetta á Ísland erum að tala um um og yfir þúsund tilfelli á ári.“ Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Alvarlegt ofbeldi ættingja gegn eldri borgurum er það heimilisofbeldi sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkahlíð sem ræddi málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilefnið er andlát áttræðs karlmanns sem lést í apríl eftir næturlanga líkamsárás dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru á hendur dótturinni lét hún högg og spörk dynja á foreldrum sínum í tíu klukkustundir áður en maðurinn örmagnaðist og lést á flótta af heimili sínu. Áður en dóttir mannsins varð honum að bana þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann og móðir hennar margsinnis leitað sér aðstoð lækna vegna árásarinnar. Örfáum dögum fyrir andlátið hafði hann legið inni á spítala í tvo daga eftir alvarlega árás. Geti hvergi leitað Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður Landssambands eldri borgara segir málið sýna svart á hvítu að eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi fjölskyldumeðlima geti hvergi leitað. „Þegar lögreglan mætir á staðinn þá getur hún ekkert vísað málinu til einhvers sem tæki við málinu heldur fer þetta bara í skýrslubunka,“ segir Sigurður sem segist vilja sjá sambærileg úrræði standa öldruðum til boða og býst börnum sem verða fyrir ofbeldi. „Þegar lögregla mætir á staðinn og það er grunur um ofbeldi gegn barni þá er kallaður til fulltrúi frá Barnavernd sem kemur á staðinn þannig lögregla fer ekki af staðnum fyrr en sá fulltrúi er kominn og tekur við málinu. Það er til umboðsmaður barna. Af hverju getur sá sami aðili ekki líka verið umboðsmaður eldri borgara?“ Hann segir ljóst að um falið vandamál sé að ræða, rannsóknir erlendis frá sýni að tilkynnt brot séu einungis toppurinn á ísjakanum. „Og það er talað um að sextán prósent á aldrinum sextíu ára plús verði fyrir ofbeldi og ef við uppfærum þetta á Ísland erum að tala um um og yfir þúsund tilfelli á ári.“
Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00