Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2025 13:00 Jenný Kristín Valberg segir ljóst að tíðni ofbeldis gegn eldri borgurum sé mun meira en gögn bendi til. Vísir/Ívar Fannar Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni sé sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Fram kom að Neyðarlínunni hafi borist símtal að morgni föstudagsins 11. apríl frá heimilinu í Súlunesi í Garðabæ. Þar hafði hinn 80 ára gamli faðir misst meðvitund að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina og þá var eiginkona hans jafnframt fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Auk þess þurfti faðirinn nokkrum dögum fyrir árásina að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sökum árásar dótturinnar. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir slíkt heimilisofbeldi gegn eldri borgurum vera það ofbeldi sem erfiðast er að varpa ljósi á. „Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að það er miklu meira um þessi brot heldur en þær tilkynningar sem verða og erlend rannsókn sem ég fletti upp núna segir að það sé talið að einn af hverjum sex einstaklingum eldri en sextíu ára hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni og fólk sem er eldra en sextíu ára er líklegra að verða fyrir ofbeldi af hendi skyldra eða tengdra aðila.“ Ólík viðhorf Eldri brotaþolar séu líklegri til að búa með gerendum sínum og ólíklegri til að fara frá þeim þar sem þeir þurfi að treysta á þá varðandi umönnun og annað. Jenný segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé duglegt að spyrja möguleg fórnarlömb heimilisofbeldis spurninga og vera tilbúin til að hlusta og veita ráðgjöf. Ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar greini ekki frá ofbeldi barna sinna. „Svo er auðvitað viðhorf, hvað er ofbeldi? Það eru mismunandi skilgreiningar á milli kynslóða hvað er ofbeldi og auðvitað skömm. Svo er mjög erfitt ef til dæmis börn eru gerendur, uppkomin börn þolenda, að þolendur upplifa skömm; já þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Lögreglumál Heimilisofbeldi Grunuð um manndráp við Súlunes Eldri borgarar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni sé sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Fram kom að Neyðarlínunni hafi borist símtal að morgni föstudagsins 11. apríl frá heimilinu í Súlunesi í Garðabæ. Þar hafði hinn 80 ára gamli faðir misst meðvitund að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina og þá var eiginkona hans jafnframt fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Auk þess þurfti faðirinn nokkrum dögum fyrir árásina að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sökum árásar dótturinnar. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir slíkt heimilisofbeldi gegn eldri borgurum vera það ofbeldi sem erfiðast er að varpa ljósi á. „Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að það er miklu meira um þessi brot heldur en þær tilkynningar sem verða og erlend rannsókn sem ég fletti upp núna segir að það sé talið að einn af hverjum sex einstaklingum eldri en sextíu ára hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni og fólk sem er eldra en sextíu ára er líklegra að verða fyrir ofbeldi af hendi skyldra eða tengdra aðila.“ Ólík viðhorf Eldri brotaþolar séu líklegri til að búa með gerendum sínum og ólíklegri til að fara frá þeim þar sem þeir þurfi að treysta á þá varðandi umönnun og annað. Jenný segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé duglegt að spyrja möguleg fórnarlömb heimilisofbeldis spurninga og vera tilbúin til að hlusta og veita ráðgjöf. Ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar greini ekki frá ofbeldi barna sinna. „Svo er auðvitað viðhorf, hvað er ofbeldi? Það eru mismunandi skilgreiningar á milli kynslóða hvað er ofbeldi og auðvitað skömm. Svo er mjög erfitt ef til dæmis börn eru gerendur, uppkomin börn þolenda, að þolendur upplifa skömm; já þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“
Lögreglumál Heimilisofbeldi Grunuð um manndráp við Súlunes Eldri borgarar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira