Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 09:02 Rússneska sigursveitin er hér á verðlaunapallinum en þau eru frá vinstri: Miron Lifintsev, Kirill Prigoda, Daria Klepikova og Daria Trofimova. Getty/Quinn Rooney Rússar fengu aftur keppnisleyfi á heimsmeistaramótinu í sundi sem stendur nú yfir í Singapúr. Nú hafa Rússar unnið sitt fyrsta heimsmeistaragull síðan rússneski herinn gerði innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Alþjóðasundsambandið setti Rússa í bann eftir innrásina en gaf eftir þremur árum seinna og leyfði Rússum að keppa á mótinu undir hlutlausum fána. Það sem vekur athygli að þeir fengu ekki bara að keppa sem einstaklingar heldur einnig að keppa sem lið í boðsundi. Það fór svo að hlutlausa rússneska sveitin tryggði sér gullið hjá blönduðum boðsundssveitum í 4 x 100 metra boðsundi. Miron Lifintsev, Kirill Prigoda, Daria Klepikova og Daria Trofimova fóru því öll upp á pall en þrátt fyrir sigurinn var enginn þjóðsöngur spilaður. „Okkar síðasta HM-gull í boðsundum kom árið 2003 og þá var ég ekki einu sinni fæddur. Þetta er meiriháttar. Ég sagði Kirill að í dag ætluðum við að skrifa söguna og ég var engu að ljúga um þar. Ég vissi að við gætum synt hratt í dag,“ sagði Miron Lifintsev við rússneska miðilinn Championat. Rússneska sveitin kom í mark á 3.37.97 mín. og setti nýtt mótsmet. Íslenska sveitin tók einnig þátt í þessu sundi og synti á tímanum 3:56,02 mín. sem er nálægt íslenska metinu 3:54,91 mín., sem sett var á Smáþjóðaleikunum í Andorra í maí. Þau enduðu í 20. sæti af alls 37 þjóðum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leó Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Sund Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Nú hafa Rússar unnið sitt fyrsta heimsmeistaragull síðan rússneski herinn gerði innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Alþjóðasundsambandið setti Rússa í bann eftir innrásina en gaf eftir þremur árum seinna og leyfði Rússum að keppa á mótinu undir hlutlausum fána. Það sem vekur athygli að þeir fengu ekki bara að keppa sem einstaklingar heldur einnig að keppa sem lið í boðsundi. Það fór svo að hlutlausa rússneska sveitin tryggði sér gullið hjá blönduðum boðsundssveitum í 4 x 100 metra boðsundi. Miron Lifintsev, Kirill Prigoda, Daria Klepikova og Daria Trofimova fóru því öll upp á pall en þrátt fyrir sigurinn var enginn þjóðsöngur spilaður. „Okkar síðasta HM-gull í boðsundum kom árið 2003 og þá var ég ekki einu sinni fæddur. Þetta er meiriháttar. Ég sagði Kirill að í dag ætluðum við að skrifa söguna og ég var engu að ljúga um þar. Ég vissi að við gætum synt hratt í dag,“ sagði Miron Lifintsev við rússneska miðilinn Championat. Rússneska sveitin kom í mark á 3.37.97 mín. og setti nýtt mótsmet. Íslenska sveitin tók einnig þátt í þessu sundi og synti á tímanum 3:56,02 mín. sem er nálægt íslenska metinu 3:54,91 mín., sem sett var á Smáþjóðaleikunum í Andorra í maí. Þau enduðu í 20. sæti af alls 37 þjóðum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leó Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir.
Sund Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira