Halldór óttast ekki að fá annan skell Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júlí 2025 13:47 Halldór Árnason og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika á blaðamannafundi. Þeir munu fá góðan stuðning í kvöld. vísir/sigurjón Breiðablik tekur á móti pólska liðinu Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og er óhætt að segja að það sé á brattann að sækja hjá Íslandsmeisturunum. Fyrri leik liðanna í Póllandi lyktaði með 7-1 sigri heimamanna og leikurinn í kvöld því formsatriði. „Það er auðvitað svekkjandi að vera ekki að spila um meira en raun ber vitni. Við verðum að taka þennan leik alvarlega. Þetta er forkeppni Meistaradeildar gegn stórliði á evrópskan mælikvarða,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Klippa: Halldór Árnason um seinni leikinn gegn Lech Poznan „Við getum notað þennan leik til að læra af. Munum stilla upp góðu liði. Þetta getur reynst mjög dýrmætt inn í framhaldið í Evrópu.“ Þó svo Blikar falli úr leik í Meistaradeildinni þá fara þeir beint inn í Sambandsdeildina þar sem liðið fær nýtt líf. Halldór segir ekki koma til greina að stilla upp einhvers konar varaliði. „Við spilum á sterku liði. Það verða breytingar eins og venjulega. Allir sem byrja hafa verið í hlutverki hjá okkur í sumar. Söknum Viktors Arnar sem er í leikbanni og svo er Anton Logi lítillega meiddur,“ segir þjálfarinn ákveðinn en hann óttast ekki að fá annan skell. „Nei, alls ekki. Við getum ekki hugsað þetta þannig. Við erum búnir að vera lengi saman og höfum upplifað ýmislegt. Við höfum alltaf komið til baka er gefur á bátinn.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport og hefst útsending klukkan 18.15. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Fyrri leik liðanna í Póllandi lyktaði með 7-1 sigri heimamanna og leikurinn í kvöld því formsatriði. „Það er auðvitað svekkjandi að vera ekki að spila um meira en raun ber vitni. Við verðum að taka þennan leik alvarlega. Þetta er forkeppni Meistaradeildar gegn stórliði á evrópskan mælikvarða,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Klippa: Halldór Árnason um seinni leikinn gegn Lech Poznan „Við getum notað þennan leik til að læra af. Munum stilla upp góðu liði. Þetta getur reynst mjög dýrmætt inn í framhaldið í Evrópu.“ Þó svo Blikar falli úr leik í Meistaradeildinni þá fara þeir beint inn í Sambandsdeildina þar sem liðið fær nýtt líf. Halldór segir ekki koma til greina að stilla upp einhvers konar varaliði. „Við spilum á sterku liði. Það verða breytingar eins og venjulega. Allir sem byrja hafa verið í hlutverki hjá okkur í sumar. Söknum Viktors Arnar sem er í leikbanni og svo er Anton Logi lítillega meiddur,“ segir þjálfarinn ákveðinn en hann óttast ekki að fá annan skell. „Nei, alls ekki. Við getum ekki hugsað þetta þannig. Við erum búnir að vera lengi saman og höfum upplifað ýmislegt. Við höfum alltaf komið til baka er gefur á bátinn.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport og hefst útsending klukkan 18.15.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira