„Bara pæling sem kom frá Caulker“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 22:03 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego „Mér líður bara mjög vel. Það er fulllangt síðan við unnum,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. „Mér líður mjög vel með sigurinn, en mér fannst þetta líka góður leikur hjá okkur. Fyrir utan kannski einn þriðja af leiknum, sem mér fannst frekar hægur hjá okkur, fannst mér við spila vel. Það var aðeins framhald sóknarlega frá síðasta leik, en svo kveiktu menn á sér síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri. Eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning. Auðvitað hjálpar rauða spjaldið, en mér fannst við vera að komast í gang og ég hafði fulla trú á því að við værum að fara að vinna þetta þó það væri jafnt í liðum.“ Hann viðurkennir þó að leikurinn hafi orðið mun auðveldari eftir að gestirnir misstu mann af velli. „Auðvitað. Mér fannst þeir í miklu basli með að verjast okkur manni færri og það er erfitt að vera færri. En ætla líka að fá að hrósa mínum strákum fyrir það hvernig þeir leystu þetta og fundu lausnir. Það er ekkert alltaf auðvelt að spila á móti liði sem bara þéttir manni færri.“ „En þetta var bara klárt rautt spjald og ekkert annað að gera en að fækka í liðinu hjá þeim. Bara eðlilegt miðað við hvernig gangurinn var.“ Jökull segist þó ekki hafa gert miklar áherslubreytingar í hálfleik, þrátt fyrir liðsmuninn. „Við vorum í rauninni sóknarlega að spila með þrjá aftast og Þorri fer upp. Svo breytum við því og ákveðum að vera bara með þrjá varnarmenn og setjum aukamann fram af því að þeir voru orðnir manni færri. Þetta var bara pæling sem kom frá (Steven) Caulker og virkilega góð pæling.“ „Þannig áttum við fleiri menn í teignum og það var kannski það sem var hægt að setja út á sóknarleikinn okkar í fyrri hálfleik. Við komum boltanum of sjaldan inn í teiginn og það voru of fáir þar. Það var miklu betra í seinni.“ Jökull útskýrði einnig ákvörðunina um að nota ekki Steven Caulker í kvöld, þrátt fyrir að missa miðvörð af velli. „Við vorum marki undir og þurftum bara að sækja leikinn. Mér fannst eðlilegast að setja Samúel Kára niður því hann er búinn að spila miðvörð hjá okkur alveg slatta og er vanur stöðunni. Hann er miðjumaður, jafnvel framliggjandi miðjumaður, og mér fannst okkur frekar vanta þannig en það sem Caulker kemur með að borðinu. Þetta var bara sóknarsinnaðri pæling.“ Hann fullvissaði fólk þó um að Caulker, sem á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið á Borð við Tottenham og Liverpool, myndi koma við sögu í sumar. „Við eigum von á því að sjá hann spila. Þessi leikur var bara búinn að þróast þannig að menn sem eru búnir að vinna fyrir tækifærinu sínu fengu það. Eina sem ég get sagt er að ég veit að það eru mábyggilega margir stuðningsmenn sem komu til að sjá hann og ég vona að þeir fjölmenni bara aftur næst og sjái hann þá,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel með sigurinn, en mér fannst þetta líka góður leikur hjá okkur. Fyrir utan kannski einn þriðja af leiknum, sem mér fannst frekar hægur hjá okkur, fannst mér við spila vel. Það var aðeins framhald sóknarlega frá síðasta leik, en svo kveiktu menn á sér síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri. Eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning. Auðvitað hjálpar rauða spjaldið, en mér fannst við vera að komast í gang og ég hafði fulla trú á því að við værum að fara að vinna þetta þó það væri jafnt í liðum.“ Hann viðurkennir þó að leikurinn hafi orðið mun auðveldari eftir að gestirnir misstu mann af velli. „Auðvitað. Mér fannst þeir í miklu basli með að verjast okkur manni færri og það er erfitt að vera færri. En ætla líka að fá að hrósa mínum strákum fyrir það hvernig þeir leystu þetta og fundu lausnir. Það er ekkert alltaf auðvelt að spila á móti liði sem bara þéttir manni færri.“ „En þetta var bara klárt rautt spjald og ekkert annað að gera en að fækka í liðinu hjá þeim. Bara eðlilegt miðað við hvernig gangurinn var.“ Jökull segist þó ekki hafa gert miklar áherslubreytingar í hálfleik, þrátt fyrir liðsmuninn. „Við vorum í rauninni sóknarlega að spila með þrjá aftast og Þorri fer upp. Svo breytum við því og ákveðum að vera bara með þrjá varnarmenn og setjum aukamann fram af því að þeir voru orðnir manni færri. Þetta var bara pæling sem kom frá (Steven) Caulker og virkilega góð pæling.“ „Þannig áttum við fleiri menn í teignum og það var kannski það sem var hægt að setja út á sóknarleikinn okkar í fyrri hálfleik. Við komum boltanum of sjaldan inn í teiginn og það voru of fáir þar. Það var miklu betra í seinni.“ Jökull útskýrði einnig ákvörðunina um að nota ekki Steven Caulker í kvöld, þrátt fyrir að missa miðvörð af velli. „Við vorum marki undir og þurftum bara að sækja leikinn. Mér fannst eðlilegast að setja Samúel Kára niður því hann er búinn að spila miðvörð hjá okkur alveg slatta og er vanur stöðunni. Hann er miðjumaður, jafnvel framliggjandi miðjumaður, og mér fannst okkur frekar vanta þannig en það sem Caulker kemur með að borðinu. Þetta var bara sóknarsinnaðri pæling.“ Hann fullvissaði fólk þó um að Caulker, sem á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið á Borð við Tottenham og Liverpool, myndi koma við sögu í sumar. „Við eigum von á því að sjá hann spila. Þessi leikur var bara búinn að þróast þannig að menn sem eru búnir að vinna fyrir tækifærinu sínu fengu það. Eina sem ég get sagt er að ég veit að það eru mábyggilega margir stuðningsmenn sem komu til að sjá hann og ég vona að þeir fjölmenni bara aftur næst og sjái hann þá,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira