„Bara pæling sem kom frá Caulker“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 22:03 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego „Mér líður bara mjög vel. Það er fulllangt síðan við unnum,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. „Mér líður mjög vel með sigurinn, en mér fannst þetta líka góður leikur hjá okkur. Fyrir utan kannski einn þriðja af leiknum, sem mér fannst frekar hægur hjá okkur, fannst mér við spila vel. Það var aðeins framhald sóknarlega frá síðasta leik, en svo kveiktu menn á sér síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri. Eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning. Auðvitað hjálpar rauða spjaldið, en mér fannst við vera að komast í gang og ég hafði fulla trú á því að við værum að fara að vinna þetta þó það væri jafnt í liðum.“ Hann viðurkennir þó að leikurinn hafi orðið mun auðveldari eftir að gestirnir misstu mann af velli. „Auðvitað. Mér fannst þeir í miklu basli með að verjast okkur manni færri og það er erfitt að vera færri. En ætla líka að fá að hrósa mínum strákum fyrir það hvernig þeir leystu þetta og fundu lausnir. Það er ekkert alltaf auðvelt að spila á móti liði sem bara þéttir manni færri.“ „En þetta var bara klárt rautt spjald og ekkert annað að gera en að fækka í liðinu hjá þeim. Bara eðlilegt miðað við hvernig gangurinn var.“ Jökull segist þó ekki hafa gert miklar áherslubreytingar í hálfleik, þrátt fyrir liðsmuninn. „Við vorum í rauninni sóknarlega að spila með þrjá aftast og Þorri fer upp. Svo breytum við því og ákveðum að vera bara með þrjá varnarmenn og setjum aukamann fram af því að þeir voru orðnir manni færri. Þetta var bara pæling sem kom frá (Steven) Caulker og virkilega góð pæling.“ „Þannig áttum við fleiri menn í teignum og það var kannski það sem var hægt að setja út á sóknarleikinn okkar í fyrri hálfleik. Við komum boltanum of sjaldan inn í teiginn og það voru of fáir þar. Það var miklu betra í seinni.“ Jökull útskýrði einnig ákvörðunina um að nota ekki Steven Caulker í kvöld, þrátt fyrir að missa miðvörð af velli. „Við vorum marki undir og þurftum bara að sækja leikinn. Mér fannst eðlilegast að setja Samúel Kára niður því hann er búinn að spila miðvörð hjá okkur alveg slatta og er vanur stöðunni. Hann er miðjumaður, jafnvel framliggjandi miðjumaður, og mér fannst okkur frekar vanta þannig en það sem Caulker kemur með að borðinu. Þetta var bara sóknarsinnaðri pæling.“ Hann fullvissaði fólk þó um að Caulker, sem á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið á Borð við Tottenham og Liverpool, myndi koma við sögu í sumar. „Við eigum von á því að sjá hann spila. Þessi leikur var bara búinn að þróast þannig að menn sem eru búnir að vinna fyrir tækifærinu sínu fengu það. Eina sem ég get sagt er að ég veit að það eru mábyggilega margir stuðningsmenn sem komu til að sjá hann og ég vona að þeir fjölmenni bara aftur næst og sjái hann þá,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
„Mér líður mjög vel með sigurinn, en mér fannst þetta líka góður leikur hjá okkur. Fyrir utan kannski einn þriðja af leiknum, sem mér fannst frekar hægur hjá okkur, fannst mér við spila vel. Það var aðeins framhald sóknarlega frá síðasta leik, en svo kveiktu menn á sér síðustu 10-15 mínúturnar í fyrri. Eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning. Auðvitað hjálpar rauða spjaldið, en mér fannst við vera að komast í gang og ég hafði fulla trú á því að við værum að fara að vinna þetta þó það væri jafnt í liðum.“ Hann viðurkennir þó að leikurinn hafi orðið mun auðveldari eftir að gestirnir misstu mann af velli. „Auðvitað. Mér fannst þeir í miklu basli með að verjast okkur manni færri og það er erfitt að vera færri. En ætla líka að fá að hrósa mínum strákum fyrir það hvernig þeir leystu þetta og fundu lausnir. Það er ekkert alltaf auðvelt að spila á móti liði sem bara þéttir manni færri.“ „En þetta var bara klárt rautt spjald og ekkert annað að gera en að fækka í liðinu hjá þeim. Bara eðlilegt miðað við hvernig gangurinn var.“ Jökull segist þó ekki hafa gert miklar áherslubreytingar í hálfleik, þrátt fyrir liðsmuninn. „Við vorum í rauninni sóknarlega að spila með þrjá aftast og Þorri fer upp. Svo breytum við því og ákveðum að vera bara með þrjá varnarmenn og setjum aukamann fram af því að þeir voru orðnir manni færri. Þetta var bara pæling sem kom frá (Steven) Caulker og virkilega góð pæling.“ „Þannig áttum við fleiri menn í teignum og það var kannski það sem var hægt að setja út á sóknarleikinn okkar í fyrri hálfleik. Við komum boltanum of sjaldan inn í teiginn og það voru of fáir þar. Það var miklu betra í seinni.“ Jökull útskýrði einnig ákvörðunina um að nota ekki Steven Caulker í kvöld, þrátt fyrir að missa miðvörð af velli. „Við vorum marki undir og þurftum bara að sækja leikinn. Mér fannst eðlilegast að setja Samúel Kára niður því hann er búinn að spila miðvörð hjá okkur alveg slatta og er vanur stöðunni. Hann er miðjumaður, jafnvel framliggjandi miðjumaður, og mér fannst okkur frekar vanta þannig en það sem Caulker kemur með að borðinu. Þetta var bara sóknarsinnaðri pæling.“ Hann fullvissaði fólk þó um að Caulker, sem á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið á Borð við Tottenham og Liverpool, myndi koma við sögu í sumar. „Við eigum von á því að sjá hann spila. Þessi leikur var bara búinn að þróast þannig að menn sem eru búnir að vinna fyrir tækifærinu sínu fengu það. Eina sem ég get sagt er að ég veit að það eru mábyggilega margir stuðningsmenn sem komu til að sjá hann og ég vona að þeir fjölmenni bara aftur næst og sjái hann þá,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira