Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2025 22:02 Susan Sontag (1933-2004) fjallaði í bók sinni Um sársauka annarra (Regarding the pain of others, 2003) um það hvernig stöðugur fréttaflutningur og umfjöllun um eymd og hörmungar í heiminum getur haft þau áhrif að fólk aðlagar sig, brynjar sig, hættir að heyra og fer að nota eigin réttlætingar fyrir afstöðuleysi. Þó það sé ekki umfjöllunarefni Sontag má líkja þessu við ástand sem kallað hefur verið „samúðarþreyta“ (e. compassion fatigue), þar sem fólk, t.d. í hjálparstörfum, virðist missa hæfileikann til að sýna meðaumkun og samkennd og við tekur dofi, sinnuleysi og kaldhæðni en einnig er undirliggjandi afleidd áfallastreita, depurð og kvíði. Sontag sótti umfjöllun sína að miklu leyti í stríðið á Balkanskaganum sem var þá tiltölulega nýafstaðið en umfjöllunin á ekki síður við nú á dögum þegar við fáum hörmungarnar jafnvel enn meira í æð, það á bæði við um árásarstríð Rússa í Úkraínu en ekki síður þjóðarmorð Ísraels gagnvart íbúum Palestínu. Við höfum að líkindum aldrei séð eins mikið af hörmungum í heimsfréttunum á rauntíma en hættan er á að fólk sem ekki getur hugsað sér að horfast í augu við grimmd heimsins grípi í réttlætingar fyrir ástandinu til að deyfa viðbrögð sín og taka ekki afstöðu. Því sársauki annarra opnar á okkar eigin sársauka og við erum ekki öll nógu sterk til að höndla hann. Algengustu réttlætingar fyrir afstöðuleysi eru að viðkomandi þolandi hljóti að hafa átt þetta skilið eða til þess unnið, eða að þetta sé löngu liðið eða svo langt í burtu (algeng en oftast ómeðvituð réttlæting, það er löngum vitað að hörmungar í þriðja heiminum hafa snert Vesturlandabúa minna en þegar eitthvað kemur fyrir „okkar fólk“) og síðan að við séum hvort eð er vanmáttug og höfum engin úrræði. Fyrstnefnda réttlætingin er algeng meðal þeirra sem ekki geta horfst í augu við grimmdina, það er þeim auðveldara að trúa því að ofbeldið sé réttlætanlegt vegna illsku þolandans eða, að lágmarki, heimskulegra gjörða hans. Þetta er réttlætingin sem notuð var á miðöldum fyrir grimmilegum dauðarefsingum og pyntingum sem almenningur safnaðist saman til að horfa á. Þetta er réttlætingin sem notuð hefur verið gagnvart þolendum kynferðisofbeldis í gegnum tíðina – að viðkomandi hafi boðið upp á ofbeldið og nátengt þessu er ásökunin um lygar - „þetta er nú ekki svona“, „þetta gerðist aldrei“, „stelpur ljúga um nauðgun“, „þetta eru lygar sem Hamas eru að dreifa“. Fullyrðingar um að allir Palestínumenn séu hryðjuverkamenn og nýfædd ungbörnin þá verðandi hryðjuverkamenn. Undirliggjandi er sú sannfæring sumra að mannréttindi séu ekki algild, þú þurfir að vera þeirra verðugur. Aðstoð sé ölmusa, aðeins fyrir þá sem hafa til hennar unnið, sýna auðmýkt og skilyrðislaust þakklæti. Vegna þess að réttindi minnihlutahópa séu ekki virt í Palestínu í sama mæli og á Íslandi sé kjánalegt af þeim hinum sömu minnihlutahópum að mótmæla þjóðarmorðinu. Það virðist til dæmis vera erfitt fyrir fólk sem ekki aðhyllist algild mannréttindi að skilja hvers vegna feministi á Íslandi er fylgjandi því að einstaklingur sem aðhyllist strangar kennisetningar Íslam og jafnvel feðraveldi eigi líka að njóta mannréttinda. Það að þetta sé svo langt í burtu eða langt um liðið er gagnslítil réttlæting í dag því þetta er að gerast í rauntíma á sjónvarps- og símaskjánum hjá okkur. Þrátt fyrir að Ísraelskum stjórnvöldum hafi gengið ágætlega að afmennska Palestínufólk heima fyrir og sú afmennskun nái til stöku Zíonísta hér og annars staðar í Evrópu, sjáum við flest að þetta er að koma fyrir fólk „eins og okkur“; þetta eru feður og mæður, þetta eru lítil börn sem hjala og gráta nákvæmlega eins og börnin okkar og barnabörnin, þetta eru fatlaðir einstaklingar eins og við þekkjum hér heima, Palestínumenn geta líka verið með Downs heilkenni eða í hjólastól en hér á Íslandi er ekki sigað á þeim grimmum hundum. Gamli maðurinn sem hágrét því hann hafði ekki fengið að borða dögum saman er eins og afi okkar og líka hinn gamli maðurinn sem hneig niður þegar komið var að honum að fá matarskammt og var borinn í burtu – örendur. Þetta sjáum við allt nánast í beinni útsendingu. Þá er það réttlætingin – að við getum ekkert gert og því verðum við bara að hætta að finna til. „Hvað getum við gert á litla Íslandi?“ „Ekki er ég þess megnug að stöðva stríð í útlöndum“. Þetta er í takt við áðurnefnda umfjöllun Sontag en hún segir m.a. (bls.129): „Meðaumkun er hvikul tilfinning. Það þarf að virkja hana, annars verður hún að engu“. Það er þess vegna sem við verðum að hrista af okkur dofann og gera eitthvað. Því við getum öll gert eitthvað. Við getum hætt að þegja, við getum sagt upphátt að þetta sé ekki í okkar nafni. Við getum mótmælt, við getum gefið í safnanir, við getum safnað áheitum t.d. í Reykjavíkurmaraþoninu, við getum ávarpað stjórnmálafólk og hvatt þau til dáða. Við getum gengið í samtök eins og Vonarbrú og fengið þar stuðning frá öðru fólki sem er á sömu línu, við getum jafnvel í gegnum netið vingast við fólk í Palestínu sem er að horfast í augu við dauðann. Gefa þeim örlitla líflínu, þó ekki væri nema með því að segja þeim að við sjáum þau, við heyrum í þeim og að þetta er ekki í okkar nafni. Þannig höldum við í samkenndina okkar og hristum af okkur samúðarþreytuna. Mig langar að lokum að skora sérstaklega á kollega mína, félagsráðgjafa á Íslandi, að standa upp og láta í sér heyra því eins og segir í siðareglum félagsráðgjafa: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Félagsmál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Susan Sontag (1933-2004) fjallaði í bók sinni Um sársauka annarra (Regarding the pain of others, 2003) um það hvernig stöðugur fréttaflutningur og umfjöllun um eymd og hörmungar í heiminum getur haft þau áhrif að fólk aðlagar sig, brynjar sig, hættir að heyra og fer að nota eigin réttlætingar fyrir afstöðuleysi. Þó það sé ekki umfjöllunarefni Sontag má líkja þessu við ástand sem kallað hefur verið „samúðarþreyta“ (e. compassion fatigue), þar sem fólk, t.d. í hjálparstörfum, virðist missa hæfileikann til að sýna meðaumkun og samkennd og við tekur dofi, sinnuleysi og kaldhæðni en einnig er undirliggjandi afleidd áfallastreita, depurð og kvíði. Sontag sótti umfjöllun sína að miklu leyti í stríðið á Balkanskaganum sem var þá tiltölulega nýafstaðið en umfjöllunin á ekki síður við nú á dögum þegar við fáum hörmungarnar jafnvel enn meira í æð, það á bæði við um árásarstríð Rússa í Úkraínu en ekki síður þjóðarmorð Ísraels gagnvart íbúum Palestínu. Við höfum að líkindum aldrei séð eins mikið af hörmungum í heimsfréttunum á rauntíma en hættan er á að fólk sem ekki getur hugsað sér að horfast í augu við grimmd heimsins grípi í réttlætingar fyrir ástandinu til að deyfa viðbrögð sín og taka ekki afstöðu. Því sársauki annarra opnar á okkar eigin sársauka og við erum ekki öll nógu sterk til að höndla hann. Algengustu réttlætingar fyrir afstöðuleysi eru að viðkomandi þolandi hljóti að hafa átt þetta skilið eða til þess unnið, eða að þetta sé löngu liðið eða svo langt í burtu (algeng en oftast ómeðvituð réttlæting, það er löngum vitað að hörmungar í þriðja heiminum hafa snert Vesturlandabúa minna en þegar eitthvað kemur fyrir „okkar fólk“) og síðan að við séum hvort eð er vanmáttug og höfum engin úrræði. Fyrstnefnda réttlætingin er algeng meðal þeirra sem ekki geta horfst í augu við grimmdina, það er þeim auðveldara að trúa því að ofbeldið sé réttlætanlegt vegna illsku þolandans eða, að lágmarki, heimskulegra gjörða hans. Þetta er réttlætingin sem notuð var á miðöldum fyrir grimmilegum dauðarefsingum og pyntingum sem almenningur safnaðist saman til að horfa á. Þetta er réttlætingin sem notuð hefur verið gagnvart þolendum kynferðisofbeldis í gegnum tíðina – að viðkomandi hafi boðið upp á ofbeldið og nátengt þessu er ásökunin um lygar - „þetta er nú ekki svona“, „þetta gerðist aldrei“, „stelpur ljúga um nauðgun“, „þetta eru lygar sem Hamas eru að dreifa“. Fullyrðingar um að allir Palestínumenn séu hryðjuverkamenn og nýfædd ungbörnin þá verðandi hryðjuverkamenn. Undirliggjandi er sú sannfæring sumra að mannréttindi séu ekki algild, þú þurfir að vera þeirra verðugur. Aðstoð sé ölmusa, aðeins fyrir þá sem hafa til hennar unnið, sýna auðmýkt og skilyrðislaust þakklæti. Vegna þess að réttindi minnihlutahópa séu ekki virt í Palestínu í sama mæli og á Íslandi sé kjánalegt af þeim hinum sömu minnihlutahópum að mótmæla þjóðarmorðinu. Það virðist til dæmis vera erfitt fyrir fólk sem ekki aðhyllist algild mannréttindi að skilja hvers vegna feministi á Íslandi er fylgjandi því að einstaklingur sem aðhyllist strangar kennisetningar Íslam og jafnvel feðraveldi eigi líka að njóta mannréttinda. Það að þetta sé svo langt í burtu eða langt um liðið er gagnslítil réttlæting í dag því þetta er að gerast í rauntíma á sjónvarps- og símaskjánum hjá okkur. Þrátt fyrir að Ísraelskum stjórnvöldum hafi gengið ágætlega að afmennska Palestínufólk heima fyrir og sú afmennskun nái til stöku Zíonísta hér og annars staðar í Evrópu, sjáum við flest að þetta er að koma fyrir fólk „eins og okkur“; þetta eru feður og mæður, þetta eru lítil börn sem hjala og gráta nákvæmlega eins og börnin okkar og barnabörnin, þetta eru fatlaðir einstaklingar eins og við þekkjum hér heima, Palestínumenn geta líka verið með Downs heilkenni eða í hjólastól en hér á Íslandi er ekki sigað á þeim grimmum hundum. Gamli maðurinn sem hágrét því hann hafði ekki fengið að borða dögum saman er eins og afi okkar og líka hinn gamli maðurinn sem hneig niður þegar komið var að honum að fá matarskammt og var borinn í burtu – örendur. Þetta sjáum við allt nánast í beinni útsendingu. Þá er það réttlætingin – að við getum ekkert gert og því verðum við bara að hætta að finna til. „Hvað getum við gert á litla Íslandi?“ „Ekki er ég þess megnug að stöðva stríð í útlöndum“. Þetta er í takt við áðurnefnda umfjöllun Sontag en hún segir m.a. (bls.129): „Meðaumkun er hvikul tilfinning. Það þarf að virkja hana, annars verður hún að engu“. Það er þess vegna sem við verðum að hrista af okkur dofann og gera eitthvað. Því við getum öll gert eitthvað. Við getum hætt að þegja, við getum sagt upphátt að þetta sé ekki í okkar nafni. Við getum mótmælt, við getum gefið í safnanir, við getum safnað áheitum t.d. í Reykjavíkurmaraþoninu, við getum ávarpað stjórnmálafólk og hvatt þau til dáða. Við getum gengið í samtök eins og Vonarbrú og fengið þar stuðning frá öðru fólki sem er á sömu línu, við getum jafnvel í gegnum netið vingast við fólk í Palestínu sem er að horfast í augu við dauðann. Gefa þeim örlitla líflínu, þó ekki væri nema með því að segja þeim að við sjáum þau, við heyrum í þeim og að þetta er ekki í okkar nafni. Þannig höldum við í samkenndina okkar og hristum af okkur samúðarþreytuna. Mig langar að lokum að skora sérstaklega á kollega mína, félagsráðgjafa á Íslandi, að standa upp og láta í sér heyra því eins og segir í siðareglum félagsráðgjafa: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Höfundur er félagsráðgjafi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun