Bátar brenna í Bolungarvík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2025 11:59 Tjónið virðist mikið. Jón Páll Hreinsson Eldur kviknaði í tveimur bátum í Bolungarvíkurhöfn í dag. Mikið viðbragð er á vettvangi og slökkvistarf stendur yfir. Þetta staðfestir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu en héraðsblaðið Bæjarins besta greindi fyrst frá. Hlynur segir lítið hægt að segja meira um málið að svo stöddu, en vinna standi enn yfir á vettvangi. „Nú fer í gang töluverð og annasöm rannsókn lögreglu, sem mun rannsaka eldsupptök og annað.“ Íbúi í Bolungarvík sem fréttastofa ræddi við sagði að verið væri að draga bátana upp á land svo þeir sykkju ekki. Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is Uppfært 13:01 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að kviknað hafi í bátnum Einari Hálfdáni og utan í honum hafi legið stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson, og fljótlega hafi borist eldur í hann. Slökkvilið hafi verið sent á vettvang ásamt björgunarsveitum, og björgunarbáturinn Kobbi Láka hafi verið ræstur út. „Kannski var á einhverjum tímapunkti hætta á að þeir myndu slitna frá bryggju og reka í báta sem hefði getað valdið miklu eignatjóni, en það tókst að koma í veg fyrir það. Við erum heppin hér í Bolungarvík, þetta hefði getað farið verr. En það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa eigur sínar í svona eldsvoða.“ Jón segir að tekin hafi verið ákvörðun um að draga Einar Hálfdán upp í sandinn, fjöruna í Bolungarvík, þar sem slökkt var í bátnum. „Hann er handónýtur núna, og mér finnst líklegt að Ragnar sé líka ónýtur. Einar er hérna á sandinum, búið að brjóta hann allan niður hérna í köku,“ segir Jón Páll bæjarstjóri Bolungarvíkur. Einar Hálfdán var dreginn upp á sand.Jón Páll Hreinsson Stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson.Jón Páll Hreinsson Slökkvilið Bolungarvíkur og slökkvilið Ísafjarðar voru á vettvangi.Jón Páll Hreinsson Mikið sjónarspil.Sigurmar Gíslason Eldurinn barst yfir í dragnótarbátinn Ragnar Þorsteinsson.Aðsend Þykkan svartan reyk lagði yfir höfnina.Aðsend Bolungarvík Slökkvilið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Þetta staðfestir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu en héraðsblaðið Bæjarins besta greindi fyrst frá. Hlynur segir lítið hægt að segja meira um málið að svo stöddu, en vinna standi enn yfir á vettvangi. „Nú fer í gang töluverð og annasöm rannsókn lögreglu, sem mun rannsaka eldsupptök og annað.“ Íbúi í Bolungarvík sem fréttastofa ræddi við sagði að verið væri að draga bátana upp á land svo þeir sykkju ekki. Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is Uppfært 13:01 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að kviknað hafi í bátnum Einari Hálfdáni og utan í honum hafi legið stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson, og fljótlega hafi borist eldur í hann. Slökkvilið hafi verið sent á vettvang ásamt björgunarsveitum, og björgunarbáturinn Kobbi Láka hafi verið ræstur út. „Kannski var á einhverjum tímapunkti hætta á að þeir myndu slitna frá bryggju og reka í báta sem hefði getað valdið miklu eignatjóni, en það tókst að koma í veg fyrir það. Við erum heppin hér í Bolungarvík, þetta hefði getað farið verr. En það er alltaf leiðinlegt þegar menn missa eigur sínar í svona eldsvoða.“ Jón segir að tekin hafi verið ákvörðun um að draga Einar Hálfdán upp í sandinn, fjöruna í Bolungarvík, þar sem slökkt var í bátnum. „Hann er handónýtur núna, og mér finnst líklegt að Ragnar sé líka ónýtur. Einar er hérna á sandinum, búið að brjóta hann allan niður hérna í köku,“ segir Jón Páll bæjarstjóri Bolungarvíkur. Einar Hálfdán var dreginn upp á sand.Jón Páll Hreinsson Stálbáturinn Ragnar Þorsteinsson.Jón Páll Hreinsson Slökkvilið Bolungarvíkur og slökkvilið Ísafjarðar voru á vettvangi.Jón Páll Hreinsson Mikið sjónarspil.Sigurmar Gíslason Eldurinn barst yfir í dragnótarbátinn Ragnar Þorsteinsson.Aðsend Þykkan svartan reyk lagði yfir höfnina.Aðsend
Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is
Bolungarvík Slökkvilið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira