Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2025 17:21 Lagning ehf. er meðal fyrirtækja sem bjóða upp á bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Viðskiptavinir bílastæðafyrirtækisins Lagningar hafa margir fengið kröfu í pósthólfið sitt frá Isavia þrátt fyrir að hafa þegar greitt fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Einhverjir segjast hvorki hafa fengið endurgreitt né svar frá fyrirtækinu svo vikum skiptir. Eigandi Lagningar segir vandamálið ekki hjá fyrirtækinu og að unnið sé að endurgreiðslum. Í Facebookfærslu Lagningar sem birt var í júní segir að vegna tæknilegra vandræða í umsjónarhugbúnaði bílastæða á flugvallarsvæðinu hafi viðskiptavinir verið að fá kröfur í heimabanka sem ættu að hafa verið gjaldfærðar beint af Lagningu. Málið verði afgreitt eins fljótt og auðið er. Í athugasemdakerfinu hafa nokkrir neytendur síðustu fjóra daga sagst ekki hafa fengið endurgreitt enn. Þá segja þeir fyrirtækið hvorki svara tölvupóstum né símtölum. Björn Friðþjófsson er einn þeirra. Hann verslaði við fyrirtækið fyrr í mánuðinum og segir frá því í samtali við fréttastofu að hann hafi þurft að aka inn á bílastæði Isavia bæði við brottför og komu. Síðar hafi hann fengið tvær rukkanir frá fyrirtækinu, eina upp á sex þúsund krónur og aðra upp á tæpar fjögur þúsund krónur. „Ég fæ ekkert greitt, þeir svara engum símum og svara engum tölvupóstum,“ segir Björn í samtali við Vísi. Lofar að allir fái endurgreitt Jóhann Eggertsson einn eiganda Lagningar segir að vegna kerfisbilunar hafi korti fyrirtækisins verið lokað. Því hafi þurft að tengja annað kort við fyrirtækið og endurgreiða fólki sem fékk rukkanir, handvirkt. Það sé mikil vinna og aukakostnaður bak við hverja millifærslu. „Og við fengum enga aðstoð, frá hvorki Teya, Íslandsbanka, Autopay eða Isavia,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu en Autopay er myndavéla- og gjaldskyldufyrirtæki flugvallarins. Ríkisútvarpið fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en þá sagði Jóhann að rukkanirnar frá Isavia væru vegna breytinga á Autopay. Honum og forsvarsmönnum Isavia fór ekki saman um hvort breytingar hefðu verið gerðar á kerfi Autopay. Í frétt RÚV kom fram að bílastæðaþjónustan hafi hvatt félagið til að kanna málið nánar hjá sínum viðskiptabanka. Jóhann segir að fyrirtækið í óða önn að endurgreiða viðskiptavinum rukkanirnar. Mikil vinna sé að baki hverri endurgreiðslu og því sumir sem hafi þurft að bíða. Viðskiptavinir Lagningar fái ekki lengur umræddar rukkanir frá Isavia. „Við erum að endurgreiða en við gerum það bara í bunkum og reynum að gera það á tveggja daga fresti,“ segir Jóhann. Hann frábiður sér tal um að fyrirtækið láti ekki ná í sig. „Ef það er eitthvað að safnast upp svörum við líka tölvupóstum í bunkum. Það er ekki hægt að halda utan um þá tölu. En það er hægt að hringja allan sólarhringinn, það er opið allan sólarhringinn.“ Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Í Facebookfærslu Lagningar sem birt var í júní segir að vegna tæknilegra vandræða í umsjónarhugbúnaði bílastæða á flugvallarsvæðinu hafi viðskiptavinir verið að fá kröfur í heimabanka sem ættu að hafa verið gjaldfærðar beint af Lagningu. Málið verði afgreitt eins fljótt og auðið er. Í athugasemdakerfinu hafa nokkrir neytendur síðustu fjóra daga sagst ekki hafa fengið endurgreitt enn. Þá segja þeir fyrirtækið hvorki svara tölvupóstum né símtölum. Björn Friðþjófsson er einn þeirra. Hann verslaði við fyrirtækið fyrr í mánuðinum og segir frá því í samtali við fréttastofu að hann hafi þurft að aka inn á bílastæði Isavia bæði við brottför og komu. Síðar hafi hann fengið tvær rukkanir frá fyrirtækinu, eina upp á sex þúsund krónur og aðra upp á tæpar fjögur þúsund krónur. „Ég fæ ekkert greitt, þeir svara engum símum og svara engum tölvupóstum,“ segir Björn í samtali við Vísi. Lofar að allir fái endurgreitt Jóhann Eggertsson einn eiganda Lagningar segir að vegna kerfisbilunar hafi korti fyrirtækisins verið lokað. Því hafi þurft að tengja annað kort við fyrirtækið og endurgreiða fólki sem fékk rukkanir, handvirkt. Það sé mikil vinna og aukakostnaður bak við hverja millifærslu. „Og við fengum enga aðstoð, frá hvorki Teya, Íslandsbanka, Autopay eða Isavia,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu en Autopay er myndavéla- og gjaldskyldufyrirtæki flugvallarins. Ríkisútvarpið fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en þá sagði Jóhann að rukkanirnar frá Isavia væru vegna breytinga á Autopay. Honum og forsvarsmönnum Isavia fór ekki saman um hvort breytingar hefðu verið gerðar á kerfi Autopay. Í frétt RÚV kom fram að bílastæðaþjónustan hafi hvatt félagið til að kanna málið nánar hjá sínum viðskiptabanka. Jóhann segir að fyrirtækið í óða önn að endurgreiða viðskiptavinum rukkanirnar. Mikil vinna sé að baki hverri endurgreiðslu og því sumir sem hafi þurft að bíða. Viðskiptavinir Lagningar fái ekki lengur umræddar rukkanir frá Isavia. „Við erum að endurgreiða en við gerum það bara í bunkum og reynum að gera það á tveggja daga fresti,“ segir Jóhann. Hann frábiður sér tal um að fyrirtækið láti ekki ná í sig. „Ef það er eitthvað að safnast upp svörum við líka tölvupóstum í bunkum. Það er ekki hægt að halda utan um þá tölu. En það er hægt að hringja allan sólarhringinn, það er opið allan sólarhringinn.“
Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent