Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2025 20:06 Erlendur (t.v.) og Ragnar, sem mættu skælbrosandi með göngugrindurnar sínar í upphaf leiksins í gærkvöldi í Vogum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. Þróttur í Vogum spilar í 2. deild í knattspyrnu og er almennur áhugi fyrir fótbolta mikill á meðal heimamanna. Það var sérstök spenna í gærkvöldi hjá eldri borgurum því þeir fengu hlutverk, sem þeir hafa ekki fengið áður á knattspyrnuvellinum í leik Þróttar og Víðis í Garðinum. „Þessu skaut upp í höfðinu á mér í kaffinu einn laugardaginn hér í íþróttahúsinu þar sem ýmsar umræður voru í gangi og þá kom þetta fram,“ segir Þórólfur Benediktsson, eldri borgari í Vogum og hugmyndasmiður uppátækisins. Og hér eru einhverjir með göngugrindurnar sínar og ekkert mál með það eða hvað? „Þetta eru hetjur, bara hetjur allt saman,“ segir Þórólfur kátur í bragði. Elstu „krakkar“ sveitarfélagsins Formaður knattspyrnudeildar Þróttar var að sjálfsögðu montinn og stoltur af frammistöðu eldri borgaranna. „Já, við fengu elstu „krakka „sveitarfélagsins til okkar og báðum þau að leiða inn á, sem sagt eldri borgarana. Þau kannski fara ekki jafn hratt yfir eins og krakkarnir en þau eru ung í anda,“ segir Hilmar Ólafsson, formaður. Hilmar Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Umf.Þróttar var mjög stoltur og ánægður með framtak eldri borgara fyrir leikinn í gær á móti Víði í Garði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og var fólkið alveg til í þetta einn, tveir og þrír? „Maður sér það bara inni í íþróttahúsi, þau eru búin að smella sér í búningana og af stað. Þau eru spenntari heldur en allir aðrir,“ bætir Hilmar við hlæjandi. Erlendur Guðmundsson og Ragnar Ásgeirsson ganga báðir með göngugrindur og fannst ekkert mál að mæta með grindurnar á völlinn. „Ég myndi segja að þetta væri heimsviðburður, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður. Það var ekkert mál að mæta með grindina, ég bauðst til að spila með þeim því ég gæti alveg hlaupið nokkuð hratt með hana,“ segir Ragnar skellihlæjandi. Erlendur Guðmundsson, eða Elli eins og hann er alltaf kallaður er hér að klæða sig með aðstoð góðrar konu í Umf.Þróttar peysuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum má geta þess að Þróttur vann leikinn í gærkvöldi 2 – 1. Ellefu eldri borgarar, sem búsettur eru í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum, sem fengu það hlutverk að leiða leikmenn Þróttar inn á völlinn í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda og leikmanna. Á myndinni eru frá vinstri; Erlendur M. Guðmundsson, Jónas Kristmundsson, Guðný Zidane, Ragnar Ásgeirsson, Sonja Knútsdóttir, Júlía H. Gunnarsdóttir, Sveindís Pétursdóttir, Edda Lára Guðgeirsdóttir, Helgi R. Guðmundsson, Þórður Benediktsson og Lýður Vigfússon.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Eldri borgarar Fótbolti Þróttur Vogum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira
Þróttur í Vogum spilar í 2. deild í knattspyrnu og er almennur áhugi fyrir fótbolta mikill á meðal heimamanna. Það var sérstök spenna í gærkvöldi hjá eldri borgurum því þeir fengu hlutverk, sem þeir hafa ekki fengið áður á knattspyrnuvellinum í leik Þróttar og Víðis í Garðinum. „Þessu skaut upp í höfðinu á mér í kaffinu einn laugardaginn hér í íþróttahúsinu þar sem ýmsar umræður voru í gangi og þá kom þetta fram,“ segir Þórólfur Benediktsson, eldri borgari í Vogum og hugmyndasmiður uppátækisins. Og hér eru einhverjir með göngugrindurnar sínar og ekkert mál með það eða hvað? „Þetta eru hetjur, bara hetjur allt saman,“ segir Þórólfur kátur í bragði. Elstu „krakkar“ sveitarfélagsins Formaður knattspyrnudeildar Þróttar var að sjálfsögðu montinn og stoltur af frammistöðu eldri borgaranna. „Já, við fengu elstu „krakka „sveitarfélagsins til okkar og báðum þau að leiða inn á, sem sagt eldri borgarana. Þau kannski fara ekki jafn hratt yfir eins og krakkarnir en þau eru ung í anda,“ segir Hilmar Ólafsson, formaður. Hilmar Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Umf.Þróttar var mjög stoltur og ánægður með framtak eldri borgara fyrir leikinn í gær á móti Víði í Garði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og var fólkið alveg til í þetta einn, tveir og þrír? „Maður sér það bara inni í íþróttahúsi, þau eru búin að smella sér í búningana og af stað. Þau eru spenntari heldur en allir aðrir,“ bætir Hilmar við hlæjandi. Erlendur Guðmundsson og Ragnar Ásgeirsson ganga báðir með göngugrindur og fannst ekkert mál að mæta með grindurnar á völlinn. „Ég myndi segja að þetta væri heimsviðburður, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður. Það var ekkert mál að mæta með grindina, ég bauðst til að spila með þeim því ég gæti alveg hlaupið nokkuð hratt með hana,“ segir Ragnar skellihlæjandi. Erlendur Guðmundsson, eða Elli eins og hann er alltaf kallaður er hér að klæða sig með aðstoð góðrar konu í Umf.Þróttar peysuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum má geta þess að Þróttur vann leikinn í gærkvöldi 2 – 1. Ellefu eldri borgarar, sem búsettur eru í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum, sem fengu það hlutverk að leiða leikmenn Þróttar inn á völlinn í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda og leikmanna. Á myndinni eru frá vinstri; Erlendur M. Guðmundsson, Jónas Kristmundsson, Guðný Zidane, Ragnar Ásgeirsson, Sonja Knútsdóttir, Júlía H. Gunnarsdóttir, Sveindís Pétursdóttir, Edda Lára Guðgeirsdóttir, Helgi R. Guðmundsson, Þórður Benediktsson og Lýður Vigfússon.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Eldri borgarar Fótbolti Þróttur Vogum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira