Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2025 21:54 Bergur Þorri Benjamínsson er formaður aðgengishóps ÖBÍ. Vísir/Bjarni Fólk með fötlun lendir ítrekað í því að fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að það þurfi ekki að borga. Formaður aðgengishóps segir atvik sem þessi ólíðandi. „Fatlað fólk á ekki að þurfa að borga fyrir bílastæði hvort sem þau eru ofanjarðar, neðanjarðar, inni á gjaldskyldu bílastæði eða ekki. Samt sem áður er það að gerast aftur og aftur og aftur. Og það er bara óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ. Þeir með stöðukort hreyfihamlaðra lenda ítrekað í vandræðum þegar þeir eru að leggja á höfuðborgarsvæðinu. Oft eru lagðar sektir á ökutæki með stöðukorti og því fylgir tilheyrandi vesen fyrir ökumennina að fá þær niðurfelldar. Bergur Þorri hefur lengi barist fyrir því að ástandið verði lagað, en lítið hefur gerst. „Við erum með plastkort í framrúðunni. Það er ekki tengt við nein greiðslukerfi, gagnagrunna, eða neitt. Þannig þegar menn eru með eftirlit, hvort sem það er mannað eða eftirlitsbílar eða hvað, þá fær fatlað fólk bara sektir í unnvörpum,“ segir Bergur Þorri. Fréttastofa hefur ítrekað fjallað um aukinn fjölda einkarekinna bílastæðafyrirtækja og ný gjaldsvæði sem spretta upp eins og gorkúlur. Fatlaðir lenda oft í vandræðum með þessi fyrirtæki, þegar fyrirtækin reyna að rukka fólk, sama þótt það sé með stæðiskort hreyfihamlaðra. „Sum þeirra reyna að búa til einhverja gátt svo við getum skráð upplýsingar. Bílnúmer, eiganda bíls, númer á stæðiskorti og svo framvegis, en þessi leið er ofboðslega torsótt. Við erum í mörg, mörg ár búin að reyna að fá fólk til að koma í þessa stafrænu vegferð svo við séum í raun undanþegin þessum gjöldum, en það er ekki að gerast. Fólk er að fá sektir hingað, þangað og alls staðar,“ segir Bergur Þorri. „Það eru auðvitað ótrúlega margir sem bara borga og láta sig hafa það. Til að þurfa ekki að vera í þessu umstangi. En þú ert ekki mjög góðu tímakaupi til að fá þetta niðurfellt, en það er í rauninni eina leiðin.“ Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Samgöngur Neytendur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
„Fatlað fólk á ekki að þurfa að borga fyrir bílastæði hvort sem þau eru ofanjarðar, neðanjarðar, inni á gjaldskyldu bílastæði eða ekki. Samt sem áður er það að gerast aftur og aftur og aftur. Og það er bara óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ. Þeir með stöðukort hreyfihamlaðra lenda ítrekað í vandræðum þegar þeir eru að leggja á höfuðborgarsvæðinu. Oft eru lagðar sektir á ökutæki með stöðukorti og því fylgir tilheyrandi vesen fyrir ökumennina að fá þær niðurfelldar. Bergur Þorri hefur lengi barist fyrir því að ástandið verði lagað, en lítið hefur gerst. „Við erum með plastkort í framrúðunni. Það er ekki tengt við nein greiðslukerfi, gagnagrunna, eða neitt. Þannig þegar menn eru með eftirlit, hvort sem það er mannað eða eftirlitsbílar eða hvað, þá fær fatlað fólk bara sektir í unnvörpum,“ segir Bergur Þorri. Fréttastofa hefur ítrekað fjallað um aukinn fjölda einkarekinna bílastæðafyrirtækja og ný gjaldsvæði sem spretta upp eins og gorkúlur. Fatlaðir lenda oft í vandræðum með þessi fyrirtæki, þegar fyrirtækin reyna að rukka fólk, sama þótt það sé með stæðiskort hreyfihamlaðra. „Sum þeirra reyna að búa til einhverja gátt svo við getum skráð upplýsingar. Bílnúmer, eiganda bíls, númer á stæðiskorti og svo framvegis, en þessi leið er ofboðslega torsótt. Við erum í mörg, mörg ár búin að reyna að fá fólk til að koma í þessa stafrænu vegferð svo við séum í raun undanþegin þessum gjöldum, en það er ekki að gerast. Fólk er að fá sektir hingað, þangað og alls staðar,“ segir Bergur Þorri. „Það eru auðvitað ótrúlega margir sem bara borga og láta sig hafa það. Til að þurfa ekki að vera í þessu umstangi. En þú ert ekki mjög góðu tímakaupi til að fá þetta niðurfellt, en það er í rauninni eina leiðin.“
Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Samgöngur Neytendur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira