Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2025 21:54 Bergur Þorri Benjamínsson er formaður aðgengishóps ÖBÍ. Vísir/Bjarni Fólk með fötlun lendir ítrekað í því að fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að það þurfi ekki að borga. Formaður aðgengishóps segir atvik sem þessi ólíðandi. „Fatlað fólk á ekki að þurfa að borga fyrir bílastæði hvort sem þau eru ofanjarðar, neðanjarðar, inni á gjaldskyldu bílastæði eða ekki. Samt sem áður er það að gerast aftur og aftur og aftur. Og það er bara óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ. Þeir með stöðukort hreyfihamlaðra lenda ítrekað í vandræðum þegar þeir eru að leggja á höfuðborgarsvæðinu. Oft eru lagðar sektir á ökutæki með stöðukorti og því fylgir tilheyrandi vesen fyrir ökumennina að fá þær niðurfelldar. Bergur Þorri hefur lengi barist fyrir því að ástandið verði lagað, en lítið hefur gerst. „Við erum með plastkort í framrúðunni. Það er ekki tengt við nein greiðslukerfi, gagnagrunna, eða neitt. Þannig þegar menn eru með eftirlit, hvort sem það er mannað eða eftirlitsbílar eða hvað, þá fær fatlað fólk bara sektir í unnvörpum,“ segir Bergur Þorri. Fréttastofa hefur ítrekað fjallað um aukinn fjölda einkarekinna bílastæðafyrirtækja og ný gjaldsvæði sem spretta upp eins og gorkúlur. Fatlaðir lenda oft í vandræðum með þessi fyrirtæki, þegar fyrirtækin reyna að rukka fólk, sama þótt það sé með stæðiskort hreyfihamlaðra. „Sum þeirra reyna að búa til einhverja gátt svo við getum skráð upplýsingar. Bílnúmer, eiganda bíls, númer á stæðiskorti og svo framvegis, en þessi leið er ofboðslega torsótt. Við erum í mörg, mörg ár búin að reyna að fá fólk til að koma í þessa stafrænu vegferð svo við séum í raun undanþegin þessum gjöldum, en það er ekki að gerast. Fólk er að fá sektir hingað, þangað og alls staðar,“ segir Bergur Þorri. „Það eru auðvitað ótrúlega margir sem bara borga og láta sig hafa það. Til að þurfa ekki að vera í þessu umstangi. En þú ert ekki mjög góðu tímakaupi til að fá þetta niðurfellt, en það er í rauninni eina leiðin.“ Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Samgöngur Neytendur Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
„Fatlað fólk á ekki að þurfa að borga fyrir bílastæði hvort sem þau eru ofanjarðar, neðanjarðar, inni á gjaldskyldu bílastæði eða ekki. Samt sem áður er það að gerast aftur og aftur og aftur. Og það er bara óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ. Þeir með stöðukort hreyfihamlaðra lenda ítrekað í vandræðum þegar þeir eru að leggja á höfuðborgarsvæðinu. Oft eru lagðar sektir á ökutæki með stöðukorti og því fylgir tilheyrandi vesen fyrir ökumennina að fá þær niðurfelldar. Bergur Þorri hefur lengi barist fyrir því að ástandið verði lagað, en lítið hefur gerst. „Við erum með plastkort í framrúðunni. Það er ekki tengt við nein greiðslukerfi, gagnagrunna, eða neitt. Þannig þegar menn eru með eftirlit, hvort sem það er mannað eða eftirlitsbílar eða hvað, þá fær fatlað fólk bara sektir í unnvörpum,“ segir Bergur Þorri. Fréttastofa hefur ítrekað fjallað um aukinn fjölda einkarekinna bílastæðafyrirtækja og ný gjaldsvæði sem spretta upp eins og gorkúlur. Fatlaðir lenda oft í vandræðum með þessi fyrirtæki, þegar fyrirtækin reyna að rukka fólk, sama þótt það sé með stæðiskort hreyfihamlaðra. „Sum þeirra reyna að búa til einhverja gátt svo við getum skráð upplýsingar. Bílnúmer, eiganda bíls, númer á stæðiskorti og svo framvegis, en þessi leið er ofboðslega torsótt. Við erum í mörg, mörg ár búin að reyna að fá fólk til að koma í þessa stafrænu vegferð svo við séum í raun undanþegin þessum gjöldum, en það er ekki að gerast. Fólk er að fá sektir hingað, þangað og alls staðar,“ segir Bergur Þorri. „Það eru auðvitað ótrúlega margir sem bara borga og láta sig hafa það. Til að þurfa ekki að vera í þessu umstangi. En þú ert ekki mjög góðu tímakaupi til að fá þetta niðurfellt, en það er í rauninni eina leiðin.“
Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Samgöngur Neytendur Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum