Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2025 22:12 Kári og Stefán Einar ræddu bókina 1984 í bókaklúbbi Spursmála á dögunum. Kári segir orð sem hann lét falla um meintar njósnir Amgen óheiðarleg. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson segir orð sem hann lét falla í bókaklúbbi Spursmála, stýrðum af Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni á dögunum, þar sem hann gaf í skyn að Amgen væri að njósna um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar, óvarleg og óheiðarleg. Stefán Einar stóð fyrir svokölluðum bókaklúbbi Spursmála fyrr í mánuðinum þar sem bókin 1984 eftir George Orwell var umfjöllunarefnið. Hann fékk til sín Kára Stefánsson fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar til að ræða bókina. Misheppnaðar gríntilraunir og óheppilegt orðalag Síðan þá hafa birst fréttir á vef Mbl.is, þar sem haft er eftir Kára á bókaklúbbskvöldinu. Síðast í dag birtist frétt með fyrirsögninni „Óttast að Amgen njósni um starfsfólk sitt“. Amgen er móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, en Kári lauk þar óvænt störfum í maí. Kári rekur málið í yfirlýsingu sem birtist sem skoðunargrein á Vísi í kvöld, þar sem hann segist meðal annars ekki hafa vitað að Stefán myndi „skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku.“ Hann segist hafa fallist á að koma í bókaklúbbinn vegna þess að hann grunaði að vettvangurinn yrði nýttur til að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19, sem varð síðar raunin. Umræðurnar hafi verið skemmtilegar og áhorfendur kurteisir. „Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984,“ skrifar Kári. Segir þaggað niður í sér „Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör.“ Kári segist hafa dregið í efa að slík tölva myndi til að mynda gagnast starfsfólki eldhússins en mætt þöggun og honum sagt að allir starfsmenn, án undantekningar yrðu að eiga Amgen-tölvu. „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifar Kári. Þá segist hann ekki hafa verið meðvitaður um að tal hans í bókaklúbbnum yrði að umfjöllunarefni á Mbl.is og að Stefán Einar hafi ekki borið neina af fréttunum sem hann skrifaði undir hann. Þá áréttir Kári að Amgen hafi gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Hann nefnir nokkur dæmi sér til stuðnings í lok greinarinnar. Íslensk erfðagreining Fjölmiðlar Bókmenntir Tengdar fréttir Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. 5. maí 2025 19:43 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Stefán Einar stóð fyrir svokölluðum bókaklúbbi Spursmála fyrr í mánuðinum þar sem bókin 1984 eftir George Orwell var umfjöllunarefnið. Hann fékk til sín Kára Stefánsson fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar til að ræða bókina. Misheppnaðar gríntilraunir og óheppilegt orðalag Síðan þá hafa birst fréttir á vef Mbl.is, þar sem haft er eftir Kára á bókaklúbbskvöldinu. Síðast í dag birtist frétt með fyrirsögninni „Óttast að Amgen njósni um starfsfólk sitt“. Amgen er móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, en Kári lauk þar óvænt störfum í maí. Kári rekur málið í yfirlýsingu sem birtist sem skoðunargrein á Vísi í kvöld, þar sem hann segist meðal annars ekki hafa vitað að Stefán myndi „skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku.“ Hann segist hafa fallist á að koma í bókaklúbbinn vegna þess að hann grunaði að vettvangurinn yrði nýttur til að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19, sem varð síðar raunin. Umræðurnar hafi verið skemmtilegar og áhorfendur kurteisir. „Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984,“ skrifar Kári. Segir þaggað niður í sér „Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör.“ Kári segist hafa dregið í efa að slík tölva myndi til að mynda gagnast starfsfólki eldhússins en mætt þöggun og honum sagt að allir starfsmenn, án undantekningar yrðu að eiga Amgen-tölvu. „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifar Kári. Þá segist hann ekki hafa verið meðvitaður um að tal hans í bókaklúbbnum yrði að umfjöllunarefni á Mbl.is og að Stefán Einar hafi ekki borið neina af fréttunum sem hann skrifaði undir hann. Þá áréttir Kári að Amgen hafi gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Hann nefnir nokkur dæmi sér til stuðnings í lok greinarinnar.
Íslensk erfðagreining Fjölmiðlar Bókmenntir Tengdar fréttir Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. 5. maí 2025 19:43 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. 5. maí 2025 19:43
Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34