„Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júlí 2025 22:31 Arnar Eggert grætur fallið íkon. Breski þungarokkarinn Ozzy Osbourne sem féll frá í gær 76 ára að aldri var einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma. Þetta segir félags- og tónlistarfræðingur sem segir rokkarann hafa verið frumkvöðul sem hafi mótað þungarokk í þeirri mynd sem það er í dag. Fjölskylda bresku rokkstjörnunnar Ozzy Osbourne tilkynnti síðdegis í gær að rokkarinn væri fallinn frá, 76 ára að aldri. Ozzy sem hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn var söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath sem stofnuð var árið 1968. Arnar Eggert Thoroddsen félags- og tónlistarfræðingur segir varla hægt að setja í orð hve mikil áhrif Ozzy hafi haft á rokkið. „Ozzy Osbourne var einfaldlega rosalegasti forvígismaður rokkssveitar bara sem hefur lifað. Hann einhvern veginn býr til reglurnar fyrir það hvernig þú átt að haga þér sem þungarokkssöngvari og í gegnum hljómsveit sína Black Sabbath þá býr hann í rauninni til þungarokkið og ekki bara tónlistina heldur allan þennna lífsstíl og hvað þetta á allt saman að tákna.“ Þannig sé hægt að fullyrða að um áhrifamesta rokkara allra tíma hafi verið um að ræða. „Það er ótrúlegt þegar maður hlustar á fyrstu Black Sabbath plötuna 1970. Þarna er bara verið að finna upp þetta form, þungarokkið. Riffin, hvernig þú syngur þetta, þessi skuggalegheit öll og hvað er hægt að gera með rokktónlist, það er hægt að gera aðeins meira en það sem Bítlarnir og Presley voru að gera.“ Mikil lífsgleði hafi fylgt rokkaranum, sem hafi átt rosalegt tímabil fullt af drykkju og dópneyslu. „En hann einhvern veginn lifir þetta allt saman af og er síðan svolítið vís með því að halda sér gangandi í gegnum aðra miðla eins og í þessum stórkostlegu sjónvarpsþáttum um Osbourne fjölskylduna. þannig hann kunni líka í góðu samstarfi við eiginkonu sína að spila á fjölmiðla og halda ferli sínum gangandi.“ Arnar segir stórkostlegt að Ozzy hafi náð að koma fram á kveðjutónleikum í heimaborginni Birmingham með Black Sabbath fyrir örfáum vikum. „Manni grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast því það er hlaðið þarna í algjöra þungarokksveislu og hann mætir þarna í hásæti sem er mjög hæfandi, gerir tónleikana og deyr síðan viku seinna. Þetta er auðvitað alveg ótrúlegt.“ Tímamót Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira
Fjölskylda bresku rokkstjörnunnar Ozzy Osbourne tilkynnti síðdegis í gær að rokkarinn væri fallinn frá, 76 ára að aldri. Ozzy sem hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn var söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath sem stofnuð var árið 1968. Arnar Eggert Thoroddsen félags- og tónlistarfræðingur segir varla hægt að setja í orð hve mikil áhrif Ozzy hafi haft á rokkið. „Ozzy Osbourne var einfaldlega rosalegasti forvígismaður rokkssveitar bara sem hefur lifað. Hann einhvern veginn býr til reglurnar fyrir það hvernig þú átt að haga þér sem þungarokkssöngvari og í gegnum hljómsveit sína Black Sabbath þá býr hann í rauninni til þungarokkið og ekki bara tónlistina heldur allan þennna lífsstíl og hvað þetta á allt saman að tákna.“ Þannig sé hægt að fullyrða að um áhrifamesta rokkara allra tíma hafi verið um að ræða. „Það er ótrúlegt þegar maður hlustar á fyrstu Black Sabbath plötuna 1970. Þarna er bara verið að finna upp þetta form, þungarokkið. Riffin, hvernig þú syngur þetta, þessi skuggalegheit öll og hvað er hægt að gera með rokktónlist, það er hægt að gera aðeins meira en það sem Bítlarnir og Presley voru að gera.“ Mikil lífsgleði hafi fylgt rokkaranum, sem hafi átt rosalegt tímabil fullt af drykkju og dópneyslu. „En hann einhvern veginn lifir þetta allt saman af og er síðan svolítið vís með því að halda sér gangandi í gegnum aðra miðla eins og í þessum stórkostlegu sjónvarpsþáttum um Osbourne fjölskylduna. þannig hann kunni líka í góðu samstarfi við eiginkonu sína að spila á fjölmiðla og halda ferli sínum gangandi.“ Arnar segir stórkostlegt að Ozzy hafi náð að koma fram á kveðjutónleikum í heimaborginni Birmingham með Black Sabbath fyrir örfáum vikum. „Manni grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast því það er hlaðið þarna í algjöra þungarokksveislu og hann mætir þarna í hásæti sem er mjög hæfandi, gerir tónleikana og deyr síðan viku seinna. Þetta er auðvitað alveg ótrúlegt.“
Tímamót Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira