„Ég held að þetta sé ekki bóla“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2025 20:04 Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi, og Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. vísir/bjarni Framkvæmdir standa yfir að samtals tíu padelvöllum í tveimur íþróttahúsum sem eru hlið við hlið og í beinni samkeppni við hvort annað. Þrátt fyrir það taka fyrirsvarsmenn íþróttahúsanna samkeppninni fagnandi enda eftirspurnin gífurleg. Svo virðist sem að hálfgert Padel æði hafi gripið um sig meðal landans en hér í Tennishöllinni í Kópavogi standa yfir framkvæmdir til að bæta við sex padel völlum til að mæta gríðarlegri eftirspurn en það er ekki eina. Því að steinsnar frá í Sporthúsinu standa einnig yfir framkvæmdir þar sem verið er að skipta út fótboltavöllum fyrir fjóra padelvelli. Góð hreyfing sem sé fyrir alla Eina padelaðstaðan hér á landi hefur lengi vel verið tveir vellir í Tennishöllinni sem voru opnaðir árið 2020 en verða tólf talsins fyrir lok árs. Vinsældir sportsins hafa aukist í veldisvexti frá 2020. En hvað útskýrir þessa miklu aukningu í vinsældum? „Fyrst og fremst að þetta er svo skemmtilegt og maður er kannski fljótur að ná tökum á þessu. Þetta er góð hreyfing og mjög félagslegt. Fólk er að kynnast,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi. Svona mun Tennishöllin í Kópavogi líta út þegar framkvæmdum verður lokið. aðsend „Ég held bara að þetta snúist um það að padel er frábær íþrótt fyrir allt og alla. Fólk getur spilað þetta fram eftir öllum aldri,“ segir Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. Taka samkeppni fagnandi Báðir taka þeir samkeppninni fagnandi og hafa gaman af því að padelvellir spretti upp í húsum sem eru hlið við hlið. „Mér finnst það bara æðislegt. Tennishöllin er búin að gera frábæra hluti með Padel og tennis. Ótrúlega gaman og vonandi getum við keyrt þetta saman og haldið keppnir og mót og gert þetta að íslensku sporti,“ segir Þröstur. Svona verður umhorfs í Sporthúsinu þegar að framkvæmdum þar verður lokið. aðsend „Sporthúsið er náttúrulega gamla Tennishöllin svo vissulega er það sigur fyrir okkur að það sé komin spaðaíþrótt í Sporthúsið, gömlu Tennishöllina. Svo við getum bara verið ánægðir með það,“ segir Jónas. Telja að eftirspurn muni mæta framboði Hvorki Jónas né Þröstur hafa áhyggjur af því að vellirnir reynist of margir á litlu svæði fyrir eftirspurnina. Til að mynda telji biðlistinn hjá Tennishöllinni yfir 200 manns. „Ég held að þetta sé ekki bóla. Þetta er svo skemmtilegt. Ég er mjög bjartsýnn á þetta og ég held að þetta sé bara rétt að byrja og eigi eftir að verða enn þá vinsælla eftir því sem fólk kemst að og fær að prófa þetta,“ segir Jónas. Aðstaðan í Tennishöllinni mun líta svona út fyrir lok árs miðað við núverandi plön.aðsend „Við höfum ekkert auglýst og sendum bara frá okkur eina fréttatilkynningu og við erum komin í um það bil 50 prósent bókun fyrir næsta árið svo það er greinilega mikil eftirspurn,“ segir Þröstur. Padel Kópavogur Heilsa Tennis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Svo virðist sem að hálfgert Padel æði hafi gripið um sig meðal landans en hér í Tennishöllinni í Kópavogi standa yfir framkvæmdir til að bæta við sex padel völlum til að mæta gríðarlegri eftirspurn en það er ekki eina. Því að steinsnar frá í Sporthúsinu standa einnig yfir framkvæmdir þar sem verið er að skipta út fótboltavöllum fyrir fjóra padelvelli. Góð hreyfing sem sé fyrir alla Eina padelaðstaðan hér á landi hefur lengi vel verið tveir vellir í Tennishöllinni sem voru opnaðir árið 2020 en verða tólf talsins fyrir lok árs. Vinsældir sportsins hafa aukist í veldisvexti frá 2020. En hvað útskýrir þessa miklu aukningu í vinsældum? „Fyrst og fremst að þetta er svo skemmtilegt og maður er kannski fljótur að ná tökum á þessu. Þetta er góð hreyfing og mjög félagslegt. Fólk er að kynnast,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi. Svona mun Tennishöllin í Kópavogi líta út þegar framkvæmdum verður lokið. aðsend „Ég held bara að þetta snúist um það að padel er frábær íþrótt fyrir allt og alla. Fólk getur spilað þetta fram eftir öllum aldri,“ segir Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. Taka samkeppni fagnandi Báðir taka þeir samkeppninni fagnandi og hafa gaman af því að padelvellir spretti upp í húsum sem eru hlið við hlið. „Mér finnst það bara æðislegt. Tennishöllin er búin að gera frábæra hluti með Padel og tennis. Ótrúlega gaman og vonandi getum við keyrt þetta saman og haldið keppnir og mót og gert þetta að íslensku sporti,“ segir Þröstur. Svona verður umhorfs í Sporthúsinu þegar að framkvæmdum þar verður lokið. aðsend „Sporthúsið er náttúrulega gamla Tennishöllin svo vissulega er það sigur fyrir okkur að það sé komin spaðaíþrótt í Sporthúsið, gömlu Tennishöllina. Svo við getum bara verið ánægðir með það,“ segir Jónas. Telja að eftirspurn muni mæta framboði Hvorki Jónas né Þröstur hafa áhyggjur af því að vellirnir reynist of margir á litlu svæði fyrir eftirspurnina. Til að mynda telji biðlistinn hjá Tennishöllinni yfir 200 manns. „Ég held að þetta sé ekki bóla. Þetta er svo skemmtilegt. Ég er mjög bjartsýnn á þetta og ég held að þetta sé bara rétt að byrja og eigi eftir að verða enn þá vinsælla eftir því sem fólk kemst að og fær að prófa þetta,“ segir Jónas. Aðstaðan í Tennishöllinni mun líta svona út fyrir lok árs miðað við núverandi plön.aðsend „Við höfum ekkert auglýst og sendum bara frá okkur eina fréttatilkynningu og við erum komin í um það bil 50 prósent bókun fyrir næsta árið svo það er greinilega mikil eftirspurn,“ segir Þröstur.
Padel Kópavogur Heilsa Tennis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira