Íslenski boltinn

Íþrótta­maður HK til liðs við ÍA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birnir Breki eftir að hafa skorað gegn Fram sumarið 2024.
Birnir Breki eftir að hafa skorað gegn Fram sumarið 2024. Vísir/Diego

Birnir Breki Burknason hefur gengið til liðs við ÍA í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann kemur frá HK sem leikur í Lengjudeildinni. Hann var valinn íþróttamaður félagsins eftir frammistöðu sína á síðasta ári.

Það er HK sem greinir frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum. Þar segir að Birnir Breki, sem hefur spilað 54 leiki fyrir meistaraflokk félagsins, þar af 27 í efstu deild, frá því hann lék sinn fyrsta leik fyrir HK árið 2023 sé á leið upp á Skaga. Í tilkynningunni er honum þakkað kærlega fyrir vel unnin störf hjá félaginu.

Einnig hefur Birnir Breki spilað þrjá leiki fyrir U-19 ára landslið Íslands.

ÍA er í 12. og neðsta sæti með 16 stig eftir jafn margar umferðir, þremur stigum frá öruggu sæti. HK er í 3. sæti Lengjudeildar með 24 stig að loknum 13 umferðum, þremur stigum á eftir Njarðvík í 2. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×