Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2025 07:01 Donald Trump hefur vægast sagt sterkar skoðanir á því hvað lið í NFL-deildinni heita. Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ef NFL-liðið Washington Commanders skiptir ekki um nafn gæti hann stöðvað byggingu nýs vallar liðsins í borginni. Lið Washington Commanders hefur leikið heimaleiki sína á Northwest-leikvanginum í Landover, Maryland undanfarin ár. Landover er staðsett um átta kílómetrum austan við Washington. Fyrr á þessu ári var þó greint frá því að Commanders hefðu fengið leyfi fyrir því að byggja nýjan völl í Washington. Sá á að vera staðsettur á sama stað og RFK-leikvangurinn var, sem var heimavöllur liðsins frá 1961-1996. Nýi völlurinn á að vera tilbúinn árið 2030 og mun byggingin kosta um 3,7 milljarða Bandaríkjadala, eða rúmlega 450 milljarða íslenskra króna. Áform um byggingu nýs vallar Washington Commanders voru kynnt í apríl.Win McNamee/Getty Images Nú gæti hins vegar farið svo að ekkert verði úr áformum liðsins um að byggja nýjan völl. Donald Trump Bandaríkjaforseti er nefnilega ekki hrifin af nafni liðsins. Liðið hefur nefnilega aðeins heitið Washington Commanders síðan árið 2022. Frá 1937 til 2019 hét liðið Washington Redskins og svo Washington Football Team frá 2020 til 2021. Nafnið Redskins var hins vegar lagt til hliðar þar sem það þótti niðrandi við frumbyggja Ameríku. Washington Commanders breytti nafni sínu árið 2020.Jonathan Newton/The Washington Post via Getty Images Það er þó í það minnsta einn maður sem virðist sakna Redskins-nafnsins meira en aðrir. Donald Trump greindi frá því á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að hann gæti sett hömlur á liðið þannig að ef að forráðamenn þess taka ekki upp gamla nafnið aftur muni hann ekki leyfa þeim að byggja nýja völlinn í Washington. „Ég get sett hömlur á þá þannig að ef þeir breyta ekki nafninu sínu aftur í hið upprunalega Washington Redskins, og losa sig við þetta fáránlega viðurnefni, Washington Commanders, þá fá þeir ekki samning um að byggja völl í Washington,“ ritaði Trump á samfélagsmiðil sinn. „Liðið yrði miklu verðmætara og samningurinn yrði mun meira spennandi fyrir alla,“ bætti Trump við áður en hann nefndi fleiri lið sem ættu að gera slíkt hið sama að hans mati. Wow: Donald Trump is now threatening to potentially interfere with the RFK Stadium deal if the team doesn’t change their name back to the #Redskins.“I may put a restriction on them that if they don't change the name back to the original "Washington Redskins," and get rid of the… pic.twitter.com/F1yrexV1F8— JPAFootball (@jasrifootball) July 20, 2025 „Cleveland ætti að gera það sama með Cleveland Indians,“ ritaði Trump, en í dag heitir liðið Cleveland Guardians. Hann segir einnig að nafnabreytingin hafi gert það að verkum að eigandi liðsins hafi mátt þola ósigur í kosningum. „Eigandi hafnaboltaliðsins í Cleveland, Matt Dolan, sem er mjög pólitískur, er búinn að tapa þremur kosningum í röð vegna þessarar fáránlegu nafnabreytingar. Það sem hann áttar sig ekki á er að ef hann breytir nafninu aftur í Cleveland Indians þá á hann í alvöru kannski möguleika á því að vinna kosningar.“ „Indjánar hafa mátt þola mjög ósanngjarna meðferð. GERUM INDJÁNA FRÁBÆRA AFTUR!“ ritaði Trump að lokum. NFL Donald Trump Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sjá meira
Lið Washington Commanders hefur leikið heimaleiki sína á Northwest-leikvanginum í Landover, Maryland undanfarin ár. Landover er staðsett um átta kílómetrum austan við Washington. Fyrr á þessu ári var þó greint frá því að Commanders hefðu fengið leyfi fyrir því að byggja nýjan völl í Washington. Sá á að vera staðsettur á sama stað og RFK-leikvangurinn var, sem var heimavöllur liðsins frá 1961-1996. Nýi völlurinn á að vera tilbúinn árið 2030 og mun byggingin kosta um 3,7 milljarða Bandaríkjadala, eða rúmlega 450 milljarða íslenskra króna. Áform um byggingu nýs vallar Washington Commanders voru kynnt í apríl.Win McNamee/Getty Images Nú gæti hins vegar farið svo að ekkert verði úr áformum liðsins um að byggja nýjan völl. Donald Trump Bandaríkjaforseti er nefnilega ekki hrifin af nafni liðsins. Liðið hefur nefnilega aðeins heitið Washington Commanders síðan árið 2022. Frá 1937 til 2019 hét liðið Washington Redskins og svo Washington Football Team frá 2020 til 2021. Nafnið Redskins var hins vegar lagt til hliðar þar sem það þótti niðrandi við frumbyggja Ameríku. Washington Commanders breytti nafni sínu árið 2020.Jonathan Newton/The Washington Post via Getty Images Það er þó í það minnsta einn maður sem virðist sakna Redskins-nafnsins meira en aðrir. Donald Trump greindi frá því á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að hann gæti sett hömlur á liðið þannig að ef að forráðamenn þess taka ekki upp gamla nafnið aftur muni hann ekki leyfa þeim að byggja nýja völlinn í Washington. „Ég get sett hömlur á þá þannig að ef þeir breyta ekki nafninu sínu aftur í hið upprunalega Washington Redskins, og losa sig við þetta fáránlega viðurnefni, Washington Commanders, þá fá þeir ekki samning um að byggja völl í Washington,“ ritaði Trump á samfélagsmiðil sinn. „Liðið yrði miklu verðmætara og samningurinn yrði mun meira spennandi fyrir alla,“ bætti Trump við áður en hann nefndi fleiri lið sem ættu að gera slíkt hið sama að hans mati. Wow: Donald Trump is now threatening to potentially interfere with the RFK Stadium deal if the team doesn’t change their name back to the #Redskins.“I may put a restriction on them that if they don't change the name back to the original "Washington Redskins," and get rid of the… pic.twitter.com/F1yrexV1F8— JPAFootball (@jasrifootball) July 20, 2025 „Cleveland ætti að gera það sama með Cleveland Indians,“ ritaði Trump, en í dag heitir liðið Cleveland Guardians. Hann segir einnig að nafnabreytingin hafi gert það að verkum að eigandi liðsins hafi mátt þola ósigur í kosningum. „Eigandi hafnaboltaliðsins í Cleveland, Matt Dolan, sem er mjög pólitískur, er búinn að tapa þremur kosningum í röð vegna þessarar fáránlegu nafnabreytingar. Það sem hann áttar sig ekki á er að ef hann breytir nafninu aftur í Cleveland Indians þá á hann í alvöru kannski möguleika á því að vinna kosningar.“ „Indjánar hafa mátt þola mjög ósanngjarna meðferð. GERUM INDJÁNA FRÁBÆRA AFTUR!“ ritaði Trump að lokum.
NFL Donald Trump Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sjá meira