„Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 20:04 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga leið að lesa það úr fyrirliggjandi gögnum að Ísland hafi nokkurn tímann dregið umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka með formlegum hætti. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan þinginu lauk hafa stjórnarandstöðuliðar kappkostað við að tjá óánægju sína með heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands á dögunum. Formaður Framsóknarflokksins og þingkona Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir fundi utanríkismálanefndar og formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina virða nefndina að vettugi með framferði sínu. Sjálf segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn von der Leyen tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina vlija nýta yfirstandandi kjörtímabil til að troða Íslandi inn í Evrópusambandið „og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint.“ Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Kandídatsríki eða umsóknarríki Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir misskilnings gæta í málflutningi stjórnarandstöðunnar ef litið er til þeirra opinberu gagna sem aðgengileg eru almenningi. „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka. Við sendum yfirlýsingu á sínum tíma þar sem Ísland lýsti því yfir að það teldi að ESB ætti að líta svo á að við værum ekki lengur kandídatsríki,“ segir hann og þar er mikilvægur greinarmunur á að hans mati. Kandídatsríki er það sem Evrópusambandið kallar ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið, eins og Eiríkur lýsir því. Evrópusambandið varð við þessari beiðni og fjarlægði Ísland af lista kandídatsríkja. „En þrátt fyrir það hefur umsóknin auðvitað farið í gegnum ráðherraráðið og verið samþykkt af því. Svo er kannski einhver stormur hér í vatnsglasi. Því ef Ísland ætlar að halda áfram og óskar eftir því að taka upp viðræður að nýju. Þá er það auðvitað ekki í okkar höndum hvernig ESB meðhöndlar það. Það hlýtur að ákveða það sjálft hvernig það tekur á móti umsókninni. Nú hefur það komið fram að formaður framkvæmdastjórnarinnar líti svo á að umsóknin sé gild svo hún þarf ekki taka þessi skref þarna á undan,“ segir hann. Ákvörðun ESB hvernig það lítur á umsóknina Eiríkur segir að bréf Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2015 þar sem hann tilkynnti ráðamönnum í Brussel að ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki sé einu gögnin sem liggja fyrir um stöðu umsóknar Íslands. „Þetta er bréf þar sem við lýsum yfir einhverjum hugmyndum um hvað við teljum að ESB eigi að álíta. En í bréfinu var umsóknin einfaldlega ekki dregin til baka. Það er engin leið til að lesa það úr orðanna hljóðan,“ segir hann. Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan þinginu lauk hafa stjórnarandstöðuliðar kappkostað við að tjá óánægju sína með heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands á dögunum. Formaður Framsóknarflokksins og þingkona Sjálfstæðisflokksins hafa kallað eftir fundi utanríkismálanefndar og formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina virða nefndina að vettugi með framferði sínu. Sjálf segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn von der Leyen tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina vlija nýta yfirstandandi kjörtímabil til að troða Íslandi inn í Evrópusambandið „og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint.“ Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Kandídatsríki eða umsóknarríki Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir misskilnings gæta í málflutningi stjórnarandstöðunnar ef litið er til þeirra opinberu gagna sem aðgengileg eru almenningi. „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka. Við sendum yfirlýsingu á sínum tíma þar sem Ísland lýsti því yfir að það teldi að ESB ætti að líta svo á að við værum ekki lengur kandídatsríki,“ segir hann og þar er mikilvægur greinarmunur á að hans mati. Kandídatsríki er það sem Evrópusambandið kallar ríki sem eru á leiðinni inn í sambandið, eins og Eiríkur lýsir því. Evrópusambandið varð við þessari beiðni og fjarlægði Ísland af lista kandídatsríkja. „En þrátt fyrir það hefur umsóknin auðvitað farið í gegnum ráðherraráðið og verið samþykkt af því. Svo er kannski einhver stormur hér í vatnsglasi. Því ef Ísland ætlar að halda áfram og óskar eftir því að taka upp viðræður að nýju. Þá er það auðvitað ekki í okkar höndum hvernig ESB meðhöndlar það. Það hlýtur að ákveða það sjálft hvernig það tekur á móti umsókninni. Nú hefur það komið fram að formaður framkvæmdastjórnarinnar líti svo á að umsóknin sé gild svo hún þarf ekki taka þessi skref þarna á undan,“ segir hann. Ákvörðun ESB hvernig það lítur á umsóknina Eiríkur segir að bréf Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2015 þar sem hann tilkynnti ráðamönnum í Brussel að ekki bæri að líta á Ísland sem umsóknarríki sé einu gögnin sem liggja fyrir um stöðu umsóknar Íslands. „Þetta er bréf þar sem við lýsum yfir einhverjum hugmyndum um hvað við teljum að ESB eigi að álíta. En í bréfinu var umsóknin einfaldlega ekki dregin til baka. Það er engin leið til að lesa það úr orðanna hljóðan,“ segir hann.
Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira