Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2025 08:02 Pablo Punyed er snúinn aftur á völlinn. Vísir/Lýður Pablo Punyed er snúinn aftur á fótboltavöllinn eftir nærri ár frá vellinum vegna krossbandsslita. Meiðsli tóku á andlegu hliðina en hann segist í dag eins og nýr. Pablo sleit krossband í ágúst í fyrra og hafði því verið frá vellinum í nærri tólf mánuði þegar hann sneri aftur í júlí. Hann lagði meðal annars upp mark í mögnuðum 8-0 sigri Víkings á Malisheva frá Kosovo í vikunni. Klippa: Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Þetta var rosa gaman. Mér leið eins og ég væri að spila minn fyrsta leik aftur. Þetta var ógeðslega gaman. Mér líður rosalega vel, ég hef unnið mikið í þessu en við vorum heppnir með þetta líka. Ég hef ekki fundið neitt síðan ég fór í aðgerð. Ekkert bakslag, enginn verkur, engar bólgur og ekki neitt,“ segir Pablo. Erfitt þegar hægði á batanum Þó að endurhæfing hafi að mörgu leyti gengið vonum framar var erfitt fyrir El Salvadorann að vera svo lengi utan vallar. „Fyrstu mánuðirnir voru fínir. Þá var mikið að gerast og hratt að gerast en svo mánuðir 5, 6 til 9, 10 voru erfiðastir. Það var mjög erfitt. Fjölskyldan fann aðeins fyrir því. En ég er heppinn að eiga svona geggjaða konu sem hjálpaði mér mikið í gegnum þetta,“ segir Pablo sem segir mikið hafa reynt á andlegu hliðina. „Þetta er erfitt andlega. Þessi skref sem þú þarft að fara í gegnum. Þeir sem hafa upplifað þetta þekkja þetta. Þetta er mjög erfitt.“ Snúa þurfti keppnisskapinu annað, jafnvel í heimilsstörfin. „Ég er keppnismaður og langar alltaf að keppa. Þegar ég er ekki með outlet fyrir það, er það erfitt. Ég þarf að fá útrás fyrir keppninni að minnsta kosti einu sinni í viku. Svo eftir það get ég verið rólegur pabbi heima, ég þarf að leyfa þessum Pablo að komast út,“ „Ég gat ekki spilað golf, gat ekki gert mikið líkamlega. Þannig að ég þurfti að hugsa: Get ég gengið hraðar frá þvottinum? Eða komið börnunum mínum hraðar að sofa? En þetta var bara áskorun,“ Ekki í myndinni að hætta Í viðtali við Sýn eftir meiðslin í fyrra greindi Pablo frá vangaveltum um hvort ferli hans væri hreinlega lokið. Þær vangaveltur eru löngu gleymdar í dag. „Ég tók mér tíma eftir að ég meiddist að finna út úr því hvort ég vildi gera þetta. Og spurði af hverju ég væri að spila. Svo langaði mig bara að gera þetta. Mér finnst ennþá rosa gaman að mæta, að æfa og bæta mig og gaman að keppa. Á meðan ég get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Pablo. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Endurhæfingin gengið vonum framar Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Pablo sleit krossband í ágúst í fyrra og hafði því verið frá vellinum í nærri tólf mánuði þegar hann sneri aftur í júlí. Hann lagði meðal annars upp mark í mögnuðum 8-0 sigri Víkings á Malisheva frá Kosovo í vikunni. Klippa: Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Þetta var rosa gaman. Mér leið eins og ég væri að spila minn fyrsta leik aftur. Þetta var ógeðslega gaman. Mér líður rosalega vel, ég hef unnið mikið í þessu en við vorum heppnir með þetta líka. Ég hef ekki fundið neitt síðan ég fór í aðgerð. Ekkert bakslag, enginn verkur, engar bólgur og ekki neitt,“ segir Pablo. Erfitt þegar hægði á batanum Þó að endurhæfing hafi að mörgu leyti gengið vonum framar var erfitt fyrir El Salvadorann að vera svo lengi utan vallar. „Fyrstu mánuðirnir voru fínir. Þá var mikið að gerast og hratt að gerast en svo mánuðir 5, 6 til 9, 10 voru erfiðastir. Það var mjög erfitt. Fjölskyldan fann aðeins fyrir því. En ég er heppinn að eiga svona geggjaða konu sem hjálpaði mér mikið í gegnum þetta,“ segir Pablo sem segir mikið hafa reynt á andlegu hliðina. „Þetta er erfitt andlega. Þessi skref sem þú þarft að fara í gegnum. Þeir sem hafa upplifað þetta þekkja þetta. Þetta er mjög erfitt.“ Snúa þurfti keppnisskapinu annað, jafnvel í heimilsstörfin. „Ég er keppnismaður og langar alltaf að keppa. Þegar ég er ekki með outlet fyrir það, er það erfitt. Ég þarf að fá útrás fyrir keppninni að minnsta kosti einu sinni í viku. Svo eftir það get ég verið rólegur pabbi heima, ég þarf að leyfa þessum Pablo að komast út,“ „Ég gat ekki spilað golf, gat ekki gert mikið líkamlega. Þannig að ég þurfti að hugsa: Get ég gengið hraðar frá þvottinum? Eða komið börnunum mínum hraðar að sofa? En þetta var bara áskorun,“ Ekki í myndinni að hætta Í viðtali við Sýn eftir meiðslin í fyrra greindi Pablo frá vangaveltum um hvort ferli hans væri hreinlega lokið. Þær vangaveltur eru löngu gleymdar í dag. „Ég tók mér tíma eftir að ég meiddist að finna út úr því hvort ég vildi gera þetta. Og spurði af hverju ég væri að spila. Svo langaði mig bara að gera þetta. Mér finnst ennþá rosa gaman að mæta, að æfa og bæta mig og gaman að keppa. Á meðan ég get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Pablo. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Endurhæfingin gengið vonum framar
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira