Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2025 19:48 Sigurður Ingi krefst þess að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. Fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann leggi áherslu á að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn til að veita upplýsingar um efni og gang viðræðna sem áttu sér stað milli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og forseta framkvæmdastjórnarinnar á meðan á heimsókninni stóð. Kristrún og Ursula heimsóttu ÞórsmörkFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins „Það er mikilvægt að Alþingi, í gegnum utanríkismálanefnd, fái skýrar upplýsingar um umfjöllunarefni og niðurstöður fundarins með forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í ljósi umfangs og eðlis viðræðna af þessu tagi ber að tryggja gagnsæi og upplýsta umræðu innan þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Kallar varnarsamstarf innan Evrópusambandsins stríðsbandalag Fundarbeiðnin var lögð fram í dag og þess óskað að fundurinn verði haldinn án tafar. Sigurður Ingi segir um mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð að ræða. Í tilkynningunni segist Sigurður Ingi telja rétt að sérstaklega verði fjallað um eftirfarandi atriði á fundinum: Hvort á einhvern hátt hafi komið fram að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar vilji hraða ákvörðunarferlinu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið – til dæmis með því að flýta boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort rætt hafi verið um þátttöku Íslands í sameiginlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Evrópu sem kunni að fela í sér aðild að stríðsbandalagi. Hvort gefnar hafi verið yfirlýsingar af hálfu íslenskra stjórnvalda sem snúa að auknum útgjöldum Íslands til varnamála. Krefst umræðu Að lokum segir hann að um sé að ræða grundvallaratriði í utanríkisstefnu og þjóðaröryggi sem krefjist umræðu á vettvangi þingsins og í þjóðfélagsumræðu. „[Á]ður en yfirlýsingar eru gefnar eða stefna tekin sem hefur áhrif til langrar framtíðar,“ segir hann. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann leggi áherslu á að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn til að veita upplýsingar um efni og gang viðræðna sem áttu sér stað milli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og forseta framkvæmdastjórnarinnar á meðan á heimsókninni stóð. Kristrún og Ursula heimsóttu ÞórsmörkFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins „Það er mikilvægt að Alþingi, í gegnum utanríkismálanefnd, fái skýrar upplýsingar um umfjöllunarefni og niðurstöður fundarins með forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í ljósi umfangs og eðlis viðræðna af þessu tagi ber að tryggja gagnsæi og upplýsta umræðu innan þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Kallar varnarsamstarf innan Evrópusambandsins stríðsbandalag Fundarbeiðnin var lögð fram í dag og þess óskað að fundurinn verði haldinn án tafar. Sigurður Ingi segir um mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð að ræða. Í tilkynningunni segist Sigurður Ingi telja rétt að sérstaklega verði fjallað um eftirfarandi atriði á fundinum: Hvort á einhvern hátt hafi komið fram að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar vilji hraða ákvörðunarferlinu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið – til dæmis með því að flýta boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort rætt hafi verið um þátttöku Íslands í sameiginlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Evrópu sem kunni að fela í sér aðild að stríðsbandalagi. Hvort gefnar hafi verið yfirlýsingar af hálfu íslenskra stjórnvalda sem snúa að auknum útgjöldum Íslands til varnamála. Krefst umræðu Að lokum segir hann að um sé að ræða grundvallaratriði í utanríkisstefnu og þjóðaröryggi sem krefjist umræðu á vettvangi þingsins og í þjóðfélagsumræðu. „[Á]ður en yfirlýsingar eru gefnar eða stefna tekin sem hefur áhrif til langrar framtíðar,“ segir hann.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira