Kátína í Kenía og kvalir í Köben Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2025 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir Vísir/Bjarni Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði sigri í Laugavegshlaupinu fimmta árið í röð síðustu helgi og hefur átt viðburðaríkt ár. Eftir að hafa æft með stórstjörnum í Kenía, grátið í maraþoni í Kaupmannahöfn og bætt Íslandsmet í Slóveníu tekur nú við stíf æfingatörn fyrir HM í haust. Andrea kom í mark fyrst kvenna í Laugaveginum síðustu helgi, fimmta árið í röð. Hún hefði þó viljað gera betur. „Þetta var ekki besti Laugavegurinn en ekki sístur heldur. Ég hljóp á næst besta tímanum mínum. Mig langaði að bæta mig, eins og mann langar alltaf, en miðað við hvað maður er búinn að fókusa á síðustu vikur er ég ótrúlega sátt við þetta. Að vinna fimmta skiptið í röð – auðvitað er ég ótrúlega sátt við það,“ segir Andrea. Fékk í magann í Köben Gengið hefur á ýmsu í sumar. Andrea fór með frjálsíþróttasveit Íslands á smáþjóðaleikana og bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi en það var eftir að hafa mistekist markmið sitt að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Kaupmannahöfn fyrr í vor. Andrea var í frábæru formi eftir frábæran undirbúning en fékk í magann í hlaupinu. Það voru henni eðlilega vonbrigði. „Þetta var mjög erfitt. Sérstaklega í augnablikinu í miðju hlaupi að vita að maður er ekki að fara að ná markmiðinu sínu. Búin að æfa ótrúlega vel og lengi bara fyrir þennan dag. Maður var alltaf að fara að klára hlaupið en ég stoppaði og grét smá. En maður var samt með fólkið mitt á hliðarlínunni, sem gerði ótrúlega mikið. Á maður ekki bara að segja að svona mótlæti styrki mann alltaf?“ Mikið ævintýri með stórstjörnum í Kenía Heil mikil vinna og undirbúningur hafði farið í maraþonið þar sem Andrea æfði með fremsta hlaupafólki heims í Kenía í vor. „Ég var innblásin af því að hitta, eins og Eliud Kipchoge, sem er besti maraþonhlaupari í heimi. Að vera í þessari Mekku, það gerði mann mjög peppaðan inn í árið,“ Eliud Kipchoge og Sifan Hassan voru á meðal þeirra sem Andrea æfði með í Kenía í vor.Richard Baker / In Pictures via Getty Fékkstu stjörnur í augun? „Já, hundrað prósent, og að hitta Sifan Hassan. En það gerir þau líka snertanleg. Þetta er bara fólk eins og við,“ segir Andrea. Úr maraþoni í 3000 metra hlaup og þaðan í Laugaveg tekur nú næsta þraut við. HM í fjallahlaupum fer fram í haust. Tíu vikur eru til stefnu og ætlar Andrea að gefa sér góðan tíma til undirbúnings. „Ég er ótrúlega spennt. Ég hef verið lítið í fjöllunum, með maraþonið og brautina og svona. Mér líður best í fjöllunum. Ég er ótrúlega spennt að geta farið í fjögurra til fimm tíma fjallatúra að safna hæðarmetrum. Að vera úti í náttúrunni og standa mig svo mjög vel á HM,“ segir Andrea. Viðtalið má sjá í spilaranum. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Andrea kom í mark fyrst kvenna í Laugaveginum síðustu helgi, fimmta árið í röð. Hún hefði þó viljað gera betur. „Þetta var ekki besti Laugavegurinn en ekki sístur heldur. Ég hljóp á næst besta tímanum mínum. Mig langaði að bæta mig, eins og mann langar alltaf, en miðað við hvað maður er búinn að fókusa á síðustu vikur er ég ótrúlega sátt við þetta. Að vinna fimmta skiptið í röð – auðvitað er ég ótrúlega sátt við það,“ segir Andrea. Fékk í magann í Köben Gengið hefur á ýmsu í sumar. Andrea fór með frjálsíþróttasveit Íslands á smáþjóðaleikana og bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi en það var eftir að hafa mistekist markmið sitt að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Kaupmannahöfn fyrr í vor. Andrea var í frábæru formi eftir frábæran undirbúning en fékk í magann í hlaupinu. Það voru henni eðlilega vonbrigði. „Þetta var mjög erfitt. Sérstaklega í augnablikinu í miðju hlaupi að vita að maður er ekki að fara að ná markmiðinu sínu. Búin að æfa ótrúlega vel og lengi bara fyrir þennan dag. Maður var alltaf að fara að klára hlaupið en ég stoppaði og grét smá. En maður var samt með fólkið mitt á hliðarlínunni, sem gerði ótrúlega mikið. Á maður ekki bara að segja að svona mótlæti styrki mann alltaf?“ Mikið ævintýri með stórstjörnum í Kenía Heil mikil vinna og undirbúningur hafði farið í maraþonið þar sem Andrea æfði með fremsta hlaupafólki heims í Kenía í vor. „Ég var innblásin af því að hitta, eins og Eliud Kipchoge, sem er besti maraþonhlaupari í heimi. Að vera í þessari Mekku, það gerði mann mjög peppaðan inn í árið,“ Eliud Kipchoge og Sifan Hassan voru á meðal þeirra sem Andrea æfði með í Kenía í vor.Richard Baker / In Pictures via Getty Fékkstu stjörnur í augun? „Já, hundrað prósent, og að hitta Sifan Hassan. En það gerir þau líka snertanleg. Þetta er bara fólk eins og við,“ segir Andrea. Úr maraþoni í 3000 metra hlaup og þaðan í Laugaveg tekur nú næsta þraut við. HM í fjallahlaupum fer fram í haust. Tíu vikur eru til stefnu og ætlar Andrea að gefa sér góðan tíma til undirbúnings. „Ég er ótrúlega spennt. Ég hef verið lítið í fjöllunum, með maraþonið og brautina og svona. Mér líður best í fjöllunum. Ég er ótrúlega spennt að geta farið í fjögurra til fimm tíma fjallatúra að safna hæðarmetrum. Að vera úti í náttúrunni og standa mig svo mjög vel á HM,“ segir Andrea. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira