Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 12:39 Þjófar kunna örugglega ýmis ráð til að fylgjast með ferðum fólks og tannstönglatrixið er eitt þeirra. Vísir „Nágrannavarsla er albesta vörnin,“ segir Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um góð ráð sem fólk getur gripið til þegar farið er að heiman í lengri tíma. Heimir staðfesti í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að lögregla hafi heyrt af svokölluðu tannstönglatrixi en frá því hefur verið greint á samfélagsmiðlum að fólk hafi séð tannstöngla á milli stafs og útihurðar, sem þjófar koma fyrir til að fylgjast með því hvort hurðin sé hreyfð. Þjófurinn setur tannstöngulinn sumsé á sinn stað og fylgist svo með því hvort hann sé þar enn næstu daga. Ef svo er, má draga þá ályktun að hurðin hafi ekki verið opnuð og fólk því þannig ekki heima. Lögregluyfirvöld erlendis hafa varað við aðferðinni í að minnsta kosti nokkur ár en einnig má finna frásagnir af því að tannstönglar hafi verið settir í skráargöt í sama tilgangi. „Það eru ýmis ráð,“ segir Heimir, svona til viðbótar að læsa auðvitað. „Nágrannavarslan er klárlega ein af bestu forvörnunum.“ Það sé um að gera að láta nágrannana vita að maður sé að fara, biðja þá um að fylgjast með og jafnvel leggja bílnum sínum í stæðið hjá sér og setja rusl í tunnurnar. Heimir segir lögreglu oft berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, þar sem menn séu jafnvel að taka myndir af húsum. „Og eru svona að keyra um hverfin og virðast vera að kanna aðstæður.“ Öryggismyndavélar, til að mynda við dyrabjölluna, séu eitt sem fæli frá. Spurður að því hvort ekki væri hægt að deila upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir bendir Heimir á að menn verði að stíga varlega til jarðar, því að sjálfsögðu geti verið um að ræða blásaklaust fólk í einhverjum erindagjörðum. Lögreglumál Bítið Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Heimir staðfesti í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að lögregla hafi heyrt af svokölluðu tannstönglatrixi en frá því hefur verið greint á samfélagsmiðlum að fólk hafi séð tannstöngla á milli stafs og útihurðar, sem þjófar koma fyrir til að fylgjast með því hvort hurðin sé hreyfð. Þjófurinn setur tannstöngulinn sumsé á sinn stað og fylgist svo með því hvort hann sé þar enn næstu daga. Ef svo er, má draga þá ályktun að hurðin hafi ekki verið opnuð og fólk því þannig ekki heima. Lögregluyfirvöld erlendis hafa varað við aðferðinni í að minnsta kosti nokkur ár en einnig má finna frásagnir af því að tannstönglar hafi verið settir í skráargöt í sama tilgangi. „Það eru ýmis ráð,“ segir Heimir, svona til viðbótar að læsa auðvitað. „Nágrannavarslan er klárlega ein af bestu forvörnunum.“ Það sé um að gera að láta nágrannana vita að maður sé að fara, biðja þá um að fylgjast með og jafnvel leggja bílnum sínum í stæðið hjá sér og setja rusl í tunnurnar. Heimir segir lögreglu oft berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, þar sem menn séu jafnvel að taka myndir af húsum. „Og eru svona að keyra um hverfin og virðast vera að kanna aðstæður.“ Öryggismyndavélar, til að mynda við dyrabjölluna, séu eitt sem fæli frá. Spurður að því hvort ekki væri hægt að deila upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir bendir Heimir á að menn verði að stíga varlega til jarðar, því að sjálfsögðu geti verið um að ræða blásaklaust fólk í einhverjum erindagjörðum.
Lögreglumál Bítið Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira