Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 17. júlí 2025 10:03 Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þetta árlega íþrótta- og fjölskylduhátíðarmót sem er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 11–18 ára, sameinar íþróttir, sköpun, útivist og menningu í einstöku umhverfi hér á Austurlandi. Mótið er ekki aðeins keppni heldur einnig vettvangur til að mynda vináttu, efla sjálfstraust og skapa ógleymanlegar minningar fyrir utan forvarnagildi þess. Hvað er Unglingalandsmót UMFÍ? Unglingalandsmótið er árlegur viðburður á vegum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og er eitt stærsta fjölskyldumót landsins. Þar gefst unglingum tækifæri til að keppa í fjölbreyttum íþróttagreinum, allt frá frjálsum íþróttum og knattspyrnu til fimleika, sunds og nýrra greina eins og grashandbolta, hjólreiða, pílukasts og rafíþrótta. Áhersla er lögð á þátttöku allra og að hver og einn fái að skína óháð getu eða fyrri reynslu. Það sem er einstakt við Unglingalandsmótið er sú áhersla sem lögð er á samveru og jákvæða upplifun. Þetta er ekki aðeins íþróttaviðburður heldur samfélagshátíð þar sem tónlist, kvöldvökur, og ýmiss konar afþreying fyrir alla aldurshópa hressir, bætir og kætir. Mótið er því meira en bara íþróttakeppni. Ákvörðunin um að halda það um verslunarmannahelgi var tekin í forvarnaskyni og hún hefur margborgað sig. Með öflugu samfélagi sjálfboðaliða og áherslu á heilbrigðan lífsstíl, jákvæða tengslamyndun og virka þátttöku skapar Unglingalandsmótið umhverfi sem eflir ungt fólk andlega, líkamlega og félagslega. Velkomin til Egilsstaða Ég vil bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til Egilsstaða á Unglingalandsmót UMFÍ 2025! Bærinn okkar býr yfir góðri íþróttaaðstöðu, rúmgóðu tjaldsvæði og fjölbreyttri þjónustu sem nýtist bæði keppendum og öðrum gestum. Samfélagið á Austurlandi er samhent og reiðubúið að taka vel á móti ykkur og hér er mikil reynsla af því að halda stóra viðburði. Fjarlægðin frá höfuðborgarsvæðinu gerir mótið einnig að ferðalagi og ævintýri fyrir fjölskyldur sem koma lengra að. Allt stuðlar þetta að samveru, sterkari tengslum og nýjum minningum. Fallegt umhverfi, góðir innviðir og vingjarnlegt samfélag gera Egilsstaði að frábærum vettvangi fyrir þessa fjölbreyttu fjölskylduhátíð. Mikilvægi mótsins Unglingalandsmót er sannkölluð sumarhátíð fyrir fjölskyldur og vini alls staðar að af landinu og gegnir mikilvægu hlutverki í að efla íslensk ungmenni. Mótið er vettvangur þar sem áhersla er lögð á heilsueflingu, félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd. Þátttakendur öðlast reynslu af því að taka þátt í viðburðum, kynnast nýju fólki og takast á við áskoranir í uppbyggilegu umhverfi. Einnig hefur mótið samfélagsleg áhrif. Það styrkir tengsl milli landshluta og dregur fram mikilvægi sjálfboðavinnu og samfélagslegrar þátttöku. Íbúar á mótsstað upplifa stolt og samstöðu og fá tækifæri til að kynna sitt samfélag fyrir gestum alls staðar að af landinu. Á bakvið Unglingalandsmótið stendur fjöldi eldhuga sem leggja fram tíma, krafta og reynslu í sjálfboðavinnu. Án þeirra væri ekki hægt að halda mótið. Sjálfboðaliðar eru fyrirmyndir, stuðningsaðilar og hluti af því samfélagi sem mótar unga fólkið. Hvernig tekur maður þátt? Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ 2025 fer fram á heimasíðu UMFÍ: www.umfi.is. Þátttökugjaldið er 9.900 kr. og innifalið í því er rétturinn til keppni, aðgengi að tjaldsvæði og viðburðum. Ekki er nauðsynlegt að vera skráður í íþróttafélag eða lið, mótið sér um að raða saman keppendum ef þarf. Skráningu lýkur 27. júlí 2025 og því er mikilvægt að skrá sig tímanlega, þetta er hátíð sem enginn unglingur, eða fjölskylda, ætti að missa af! Hlakka til að sjá ykkur sem flest á Unglingalandsmóti 2025. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íþróttir barna Múlaþing Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þetta árlega íþrótta- og fjölskylduhátíðarmót sem er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 11–18 ára, sameinar íþróttir, sköpun, útivist og menningu í einstöku umhverfi hér á Austurlandi. Mótið er ekki aðeins keppni heldur einnig vettvangur til að mynda vináttu, efla sjálfstraust og skapa ógleymanlegar minningar fyrir utan forvarnagildi þess. Hvað er Unglingalandsmót UMFÍ? Unglingalandsmótið er árlegur viðburður á vegum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og er eitt stærsta fjölskyldumót landsins. Þar gefst unglingum tækifæri til að keppa í fjölbreyttum íþróttagreinum, allt frá frjálsum íþróttum og knattspyrnu til fimleika, sunds og nýrra greina eins og grashandbolta, hjólreiða, pílukasts og rafíþrótta. Áhersla er lögð á þátttöku allra og að hver og einn fái að skína óháð getu eða fyrri reynslu. Það sem er einstakt við Unglingalandsmótið er sú áhersla sem lögð er á samveru og jákvæða upplifun. Þetta er ekki aðeins íþróttaviðburður heldur samfélagshátíð þar sem tónlist, kvöldvökur, og ýmiss konar afþreying fyrir alla aldurshópa hressir, bætir og kætir. Mótið er því meira en bara íþróttakeppni. Ákvörðunin um að halda það um verslunarmannahelgi var tekin í forvarnaskyni og hún hefur margborgað sig. Með öflugu samfélagi sjálfboðaliða og áherslu á heilbrigðan lífsstíl, jákvæða tengslamyndun og virka þátttöku skapar Unglingalandsmótið umhverfi sem eflir ungt fólk andlega, líkamlega og félagslega. Velkomin til Egilsstaða Ég vil bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til Egilsstaða á Unglingalandsmót UMFÍ 2025! Bærinn okkar býr yfir góðri íþróttaaðstöðu, rúmgóðu tjaldsvæði og fjölbreyttri þjónustu sem nýtist bæði keppendum og öðrum gestum. Samfélagið á Austurlandi er samhent og reiðubúið að taka vel á móti ykkur og hér er mikil reynsla af því að halda stóra viðburði. Fjarlægðin frá höfuðborgarsvæðinu gerir mótið einnig að ferðalagi og ævintýri fyrir fjölskyldur sem koma lengra að. Allt stuðlar þetta að samveru, sterkari tengslum og nýjum minningum. Fallegt umhverfi, góðir innviðir og vingjarnlegt samfélag gera Egilsstaði að frábærum vettvangi fyrir þessa fjölbreyttu fjölskylduhátíð. Mikilvægi mótsins Unglingalandsmót er sannkölluð sumarhátíð fyrir fjölskyldur og vini alls staðar að af landinu og gegnir mikilvægu hlutverki í að efla íslensk ungmenni. Mótið er vettvangur þar sem áhersla er lögð á heilsueflingu, félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd. Þátttakendur öðlast reynslu af því að taka þátt í viðburðum, kynnast nýju fólki og takast á við áskoranir í uppbyggilegu umhverfi. Einnig hefur mótið samfélagsleg áhrif. Það styrkir tengsl milli landshluta og dregur fram mikilvægi sjálfboðavinnu og samfélagslegrar þátttöku. Íbúar á mótsstað upplifa stolt og samstöðu og fá tækifæri til að kynna sitt samfélag fyrir gestum alls staðar að af landinu. Á bakvið Unglingalandsmótið stendur fjöldi eldhuga sem leggja fram tíma, krafta og reynslu í sjálfboðavinnu. Án þeirra væri ekki hægt að halda mótið. Sjálfboðaliðar eru fyrirmyndir, stuðningsaðilar og hluti af því samfélagi sem mótar unga fólkið. Hvernig tekur maður þátt? Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ 2025 fer fram á heimasíðu UMFÍ: www.umfi.is. Þátttökugjaldið er 9.900 kr. og innifalið í því er rétturinn til keppni, aðgengi að tjaldsvæði og viðburðum. Ekki er nauðsynlegt að vera skráður í íþróttafélag eða lið, mótið sér um að raða saman keppendum ef þarf. Skráningu lýkur 27. júlí 2025 og því er mikilvægt að skrá sig tímanlega, þetta er hátíð sem enginn unglingur, eða fjölskylda, ætti að missa af! Hlakka til að sjá ykkur sem flest á Unglingalandsmóti 2025. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts 2025.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun