Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 17. júlí 2025 10:03 Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þetta árlega íþrótta- og fjölskylduhátíðarmót sem er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 11–18 ára, sameinar íþróttir, sköpun, útivist og menningu í einstöku umhverfi hér á Austurlandi. Mótið er ekki aðeins keppni heldur einnig vettvangur til að mynda vináttu, efla sjálfstraust og skapa ógleymanlegar minningar fyrir utan forvarnagildi þess. Hvað er Unglingalandsmót UMFÍ? Unglingalandsmótið er árlegur viðburður á vegum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og er eitt stærsta fjölskyldumót landsins. Þar gefst unglingum tækifæri til að keppa í fjölbreyttum íþróttagreinum, allt frá frjálsum íþróttum og knattspyrnu til fimleika, sunds og nýrra greina eins og grashandbolta, hjólreiða, pílukasts og rafíþrótta. Áhersla er lögð á þátttöku allra og að hver og einn fái að skína óháð getu eða fyrri reynslu. Það sem er einstakt við Unglingalandsmótið er sú áhersla sem lögð er á samveru og jákvæða upplifun. Þetta er ekki aðeins íþróttaviðburður heldur samfélagshátíð þar sem tónlist, kvöldvökur, og ýmiss konar afþreying fyrir alla aldurshópa hressir, bætir og kætir. Mótið er því meira en bara íþróttakeppni. Ákvörðunin um að halda það um verslunarmannahelgi var tekin í forvarnaskyni og hún hefur margborgað sig. Með öflugu samfélagi sjálfboðaliða og áherslu á heilbrigðan lífsstíl, jákvæða tengslamyndun og virka þátttöku skapar Unglingalandsmótið umhverfi sem eflir ungt fólk andlega, líkamlega og félagslega. Velkomin til Egilsstaða Ég vil bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til Egilsstaða á Unglingalandsmót UMFÍ 2025! Bærinn okkar býr yfir góðri íþróttaaðstöðu, rúmgóðu tjaldsvæði og fjölbreyttri þjónustu sem nýtist bæði keppendum og öðrum gestum. Samfélagið á Austurlandi er samhent og reiðubúið að taka vel á móti ykkur og hér er mikil reynsla af því að halda stóra viðburði. Fjarlægðin frá höfuðborgarsvæðinu gerir mótið einnig að ferðalagi og ævintýri fyrir fjölskyldur sem koma lengra að. Allt stuðlar þetta að samveru, sterkari tengslum og nýjum minningum. Fallegt umhverfi, góðir innviðir og vingjarnlegt samfélag gera Egilsstaði að frábærum vettvangi fyrir þessa fjölbreyttu fjölskylduhátíð. Mikilvægi mótsins Unglingalandsmót er sannkölluð sumarhátíð fyrir fjölskyldur og vini alls staðar að af landinu og gegnir mikilvægu hlutverki í að efla íslensk ungmenni. Mótið er vettvangur þar sem áhersla er lögð á heilsueflingu, félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd. Þátttakendur öðlast reynslu af því að taka þátt í viðburðum, kynnast nýju fólki og takast á við áskoranir í uppbyggilegu umhverfi. Einnig hefur mótið samfélagsleg áhrif. Það styrkir tengsl milli landshluta og dregur fram mikilvægi sjálfboðavinnu og samfélagslegrar þátttöku. Íbúar á mótsstað upplifa stolt og samstöðu og fá tækifæri til að kynna sitt samfélag fyrir gestum alls staðar að af landinu. Á bakvið Unglingalandsmótið stendur fjöldi eldhuga sem leggja fram tíma, krafta og reynslu í sjálfboðavinnu. Án þeirra væri ekki hægt að halda mótið. Sjálfboðaliðar eru fyrirmyndir, stuðningsaðilar og hluti af því samfélagi sem mótar unga fólkið. Hvernig tekur maður þátt? Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ 2025 fer fram á heimasíðu UMFÍ: www.umfi.is. Þátttökugjaldið er 9.900 kr. og innifalið í því er rétturinn til keppni, aðgengi að tjaldsvæði og viðburðum. Ekki er nauðsynlegt að vera skráður í íþróttafélag eða lið, mótið sér um að raða saman keppendum ef þarf. Skráningu lýkur 27. júlí 2025 og því er mikilvægt að skrá sig tímanlega, þetta er hátíð sem enginn unglingur, eða fjölskylda, ætti að missa af! Hlakka til að sjá ykkur sem flest á Unglingalandsmóti 2025. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íþróttir barna Múlaþing Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 3. ágúst. Þetta árlega íþrótta- og fjölskylduhátíðarmót sem er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 11–18 ára, sameinar íþróttir, sköpun, útivist og menningu í einstöku umhverfi hér á Austurlandi. Mótið er ekki aðeins keppni heldur einnig vettvangur til að mynda vináttu, efla sjálfstraust og skapa ógleymanlegar minningar fyrir utan forvarnagildi þess. Hvað er Unglingalandsmót UMFÍ? Unglingalandsmótið er árlegur viðburður á vegum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og er eitt stærsta fjölskyldumót landsins. Þar gefst unglingum tækifæri til að keppa í fjölbreyttum íþróttagreinum, allt frá frjálsum íþróttum og knattspyrnu til fimleika, sunds og nýrra greina eins og grashandbolta, hjólreiða, pílukasts og rafíþrótta. Áhersla er lögð á þátttöku allra og að hver og einn fái að skína óháð getu eða fyrri reynslu. Það sem er einstakt við Unglingalandsmótið er sú áhersla sem lögð er á samveru og jákvæða upplifun. Þetta er ekki aðeins íþróttaviðburður heldur samfélagshátíð þar sem tónlist, kvöldvökur, og ýmiss konar afþreying fyrir alla aldurshópa hressir, bætir og kætir. Mótið er því meira en bara íþróttakeppni. Ákvörðunin um að halda það um verslunarmannahelgi var tekin í forvarnaskyni og hún hefur margborgað sig. Með öflugu samfélagi sjálfboðaliða og áherslu á heilbrigðan lífsstíl, jákvæða tengslamyndun og virka þátttöku skapar Unglingalandsmótið umhverfi sem eflir ungt fólk andlega, líkamlega og félagslega. Velkomin til Egilsstaða Ég vil bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til Egilsstaða á Unglingalandsmót UMFÍ 2025! Bærinn okkar býr yfir góðri íþróttaaðstöðu, rúmgóðu tjaldsvæði og fjölbreyttri þjónustu sem nýtist bæði keppendum og öðrum gestum. Samfélagið á Austurlandi er samhent og reiðubúið að taka vel á móti ykkur og hér er mikil reynsla af því að halda stóra viðburði. Fjarlægðin frá höfuðborgarsvæðinu gerir mótið einnig að ferðalagi og ævintýri fyrir fjölskyldur sem koma lengra að. Allt stuðlar þetta að samveru, sterkari tengslum og nýjum minningum. Fallegt umhverfi, góðir innviðir og vingjarnlegt samfélag gera Egilsstaði að frábærum vettvangi fyrir þessa fjölbreyttu fjölskylduhátíð. Mikilvægi mótsins Unglingalandsmót er sannkölluð sumarhátíð fyrir fjölskyldur og vini alls staðar að af landinu og gegnir mikilvægu hlutverki í að efla íslensk ungmenni. Mótið er vettvangur þar sem áhersla er lögð á heilsueflingu, félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd. Þátttakendur öðlast reynslu af því að taka þátt í viðburðum, kynnast nýju fólki og takast á við áskoranir í uppbyggilegu umhverfi. Einnig hefur mótið samfélagsleg áhrif. Það styrkir tengsl milli landshluta og dregur fram mikilvægi sjálfboðavinnu og samfélagslegrar þátttöku. Íbúar á mótsstað upplifa stolt og samstöðu og fá tækifæri til að kynna sitt samfélag fyrir gestum alls staðar að af landinu. Á bakvið Unglingalandsmótið stendur fjöldi eldhuga sem leggja fram tíma, krafta og reynslu í sjálfboðavinnu. Án þeirra væri ekki hægt að halda mótið. Sjálfboðaliðar eru fyrirmyndir, stuðningsaðilar og hluti af því samfélagi sem mótar unga fólkið. Hvernig tekur maður þátt? Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ 2025 fer fram á heimasíðu UMFÍ: www.umfi.is. Þátttökugjaldið er 9.900 kr. og innifalið í því er rétturinn til keppni, aðgengi að tjaldsvæði og viðburðum. Ekki er nauðsynlegt að vera skráður í íþróttafélag eða lið, mótið sér um að raða saman keppendum ef þarf. Skráningu lýkur 27. júlí 2025 og því er mikilvægt að skrá sig tímanlega, þetta er hátíð sem enginn unglingur, eða fjölskylda, ætti að missa af! Hlakka til að sjá ykkur sem flest á Unglingalandsmóti 2025. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts 2025.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar