Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 23:04 Kaffistofan hefur verið rekin í Guðrúnartúni en þaðan er stutt í gistiskýli borgarinnar. Vísir/Vilhelm Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. Greint var frá því í fyrrasumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025 en Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga ársins hring. Í maí lýstu forstöðumenn Samhjálpar svo áhyggjum af því að ekki fynndist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. En nú lítur staðan betur út. Vilja reka eldhús í Árbæ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, yfirleitt kölluð Rúna, segir að búið sé að endurskipuleggja starfsemi Kaffistofunnar: hún starfræki miðlægt eldhús en maturinn síðan ekinn í allt að þrjú mismunandi hús þar sem fólk getur sótt mat. Samhjálp sé búin að tryggja sér iðnaðareldhús til matargerðar við Lyngháls í Árbæ. Nú sé unnið að því að fá viðeigandi leyfi fyrir eldhúsið og þess vegna hafi Rúna fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag, þar sem þau vilja endurnýja leyfi sem var í gildi áður í húsnæðinu að Lynghálsi sem áður hýsti Eldhús sælkerans. Rúna segir að eldhúsið hafi nú verið tekið í gegn og sé í góðu ástandi. Aftur á móti er Samhjálp enn að leita að þjónustustöðum. Stefnt er að þjónustu á þremur stöðum í göngufæri við gistiskýli. (Str)ætisvagnar? Samhjálp er komin með tvær mögulegar staðsetningar en leitar að þeirri þriðju. Þá skoða samtökin meðal annars safnaðarheimili kirkna eða húsnæði í eigu kirkna og möguleika á að nota amerískar skólarútur. „Eitt af því sem við erum líka að skoða eru jafnvel þessar gömlu amerísku skólarútur eða skólabússar sem voru hérna eða eru til,“ segir Rúna. „Ef einhver lumar á góðum svoleiðis bíl, þá værum við til í að athuga það líka. Þannig að við erum bara vel til í alls konar ævintýri.“ Rúna segist hafa verið í samskiptum við borgarstjórn auk félags- og húsnæðismálaráðuneytisins vegna stöðunnar. „Bæði borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru okkur mjög velviljug og vilja okkur allt hið besta,“ segir Rúna, sem segir að Samhjálp sé hálfnuð í mark. „Já, við erum hálfnuð í mark. Það vantar bara herslumuninn.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagðist í samtali við Vísi í síðasta mánuði hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofunnar og ætla að gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja áframhaldandi rekstur Kaffistofunnar. Málefni heimilislausra Fíkn Efnahagsmál Félagsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira
Greint var frá því í fyrrasumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025 en Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga ársins hring. Í maí lýstu forstöðumenn Samhjálpar svo áhyggjum af því að ekki fynndist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. En nú lítur staðan betur út. Vilja reka eldhús í Árbæ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, yfirleitt kölluð Rúna, segir að búið sé að endurskipuleggja starfsemi Kaffistofunnar: hún starfræki miðlægt eldhús en maturinn síðan ekinn í allt að þrjú mismunandi hús þar sem fólk getur sótt mat. Samhjálp sé búin að tryggja sér iðnaðareldhús til matargerðar við Lyngháls í Árbæ. Nú sé unnið að því að fá viðeigandi leyfi fyrir eldhúsið og þess vegna hafi Rúna fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag, þar sem þau vilja endurnýja leyfi sem var í gildi áður í húsnæðinu að Lynghálsi sem áður hýsti Eldhús sælkerans. Rúna segir að eldhúsið hafi nú verið tekið í gegn og sé í góðu ástandi. Aftur á móti er Samhjálp enn að leita að þjónustustöðum. Stefnt er að þjónustu á þremur stöðum í göngufæri við gistiskýli. (Str)ætisvagnar? Samhjálp er komin með tvær mögulegar staðsetningar en leitar að þeirri þriðju. Þá skoða samtökin meðal annars safnaðarheimili kirkna eða húsnæði í eigu kirkna og möguleika á að nota amerískar skólarútur. „Eitt af því sem við erum líka að skoða eru jafnvel þessar gömlu amerísku skólarútur eða skólabússar sem voru hérna eða eru til,“ segir Rúna. „Ef einhver lumar á góðum svoleiðis bíl, þá værum við til í að athuga það líka. Þannig að við erum bara vel til í alls konar ævintýri.“ Rúna segist hafa verið í samskiptum við borgarstjórn auk félags- og húsnæðismálaráðuneytisins vegna stöðunnar. „Bæði borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru okkur mjög velviljug og vilja okkur allt hið besta,“ segir Rúna, sem segir að Samhjálp sé hálfnuð í mark. „Já, við erum hálfnuð í mark. Það vantar bara herslumuninn.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagðist í samtali við Vísi í síðasta mánuði hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofunnar og ætla að gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja áframhaldandi rekstur Kaffistofunnar.
Málefni heimilislausra Fíkn Efnahagsmál Félagsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira